Læknablaðið - 15.05.1984, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ
129
í töflu VII er áætluð tala glákusjúklinga 50
ára og eldri í árslok 1981 byggð á fyrr-
nefndum forsendum. Er heildartala áætluð
2304 (1207 karlar og 1097 konur) og heildaral-
gengi 50 ára og eldri 43.5 af þúsundi (47.8
karlar og 39.5 konur).
Við samanburð á algengi í þessari könnun
við algengiskannanir í nágrannalöndum kemur
í ljós að algengi hægfara gláku hér á landi er
svipað og þar sem algengiskannanir hafa farið
fram. Verður nánar skýrt frá því í annarri
grein. Einnig verður í sérstakri grein gerður
samanburður á algengi gláku í þessari könnun
og fyrri könnunum hérlendis.
Áætlad algengi hægfara gláku með skerðingu
á sjónsviði (GVFD). Með þeirri rannsókn-
araðferð, sem beitt var í þessari könnun, er
aðeins fengin vitneskja um sjúklinga á gláku-
lyfjum og þá, sem gengist hafa undir glákuað-
gerð og ekki eru á lyfjum. Rannsóknin gefur
ekki til kynna á hvaða stigi sjúkdómurinn er.
Þar sem 37 % allra glákusjúklinga, sem
komu í leitirnar í þessari könnun hafa verið
skoðaðir á göngudeild augndeildar Landa-
kotsspítala, má ætla að þeir endurspegli al-
mennan augnhag glákusjúklinga á íslandi á
könnunartímabilinu. Dreifing glákudeildarsjúk-
linga í aldursflokka er svipuð og í þessari
könnun, sbr. töflu IV og sömu sögu er að segja
um búsetu, sbr. töflu V.
Skilgreining hægfara gláku, sem komin er á
augljóst (kliniskt) stig er: Stækkuð sjóntaugar-
dæld (glaucoma excavatio), sem er randstæð
að meira eða minna leyti og sjónsviðsskerð-
ing, sem er einkennandi fyrir hægfara gláku
(nerve fiber bundle defects). Oftast er hár
augnþrýstingur samfara þessum einkennum,
en ofanskráð einkenni geta verið til staðar
enda þótt augnþrýstingur sé lægri en 20 mm
Hg. Einnig að aðrir glákusjúkdómar séu úti-
lokaðir. Sé skilgreining gláku miðuð við þessi
skilmerki lækka algengistölur glákunnar í þess-
ari könnun verulega.
Ef tekið er mið af augnhag sjúklinga á
glákudeild augndeildar Landakotsspítala, mun
heildaralgengi skerðingar á sjónsviði, sem er
einkennandi fyrir hægfara gláku (GVFD), vera
um 19.1 af þúsundi meðal þeirra sem eru
fimmtíu ára og eldri. Áætlað algengi er 3.1 af
þúsundi í aldursflokki 50-59 ára, og hækkar
línulega frá aldrinum 60-69 ára í 61.5 af
þúsundi meðal 80 ára og eldri, sjá 12. mynd og
töflu VIII.
SUMMARY
A compilation of all prescriptions issued on glau-
coma medications in Iceland for a six month period
(1 September 1981 - 1 March 1982) and hospital
records of all operated primary open-angle glau-
coma patients not using glaucoma drugs were ana-
lysed for the prevalence and distribution of glaucoma
in the country.
The glaucoma population consisted of 1916 ind-
ividuals, (991 males and 925 females) making an
overall prevalence of 8.3 per thousand. About 80 %
of the patients were on glaucoma medication. Only
2.6 % of the glaucoma population was under 50
years of age.
The overall prevalence among 50 years and older
was 35.3 per thousand, all having primary open-
angle glaucoma. The prevalence increases with age
from 5.7 per thousand at age 50 to 59 years, to 107,5
per thousand at age 80 years and older. Rates for
males are higher than rates for females and this
difference is significant. The rates in regions are
highest where ophthalmologists visit the health
centers regularly.
About 37 per cent of the primary open-angle
glaucoma population in Iceland are treated at the
Outpatient Glaucoma Clinic, St. Joseph’s Hospital,
Reykjavík. Assuming that the glaucoma patients in
Iceland have similar eye status as the patients
attending the glaucoma clinic the overall prevalence
of GVFD (glaucoma visual field defects) is 19.1 per
thousand. The prevalence of 50 to 59 years is
estimated to be 2.4 per thousand with linear
increase from 60-69 year age group, 13,6 per
thousand to 71.2 per thousand in the age group 80
years and older.
HEIMILDIR
1) Kalin HA et al. The Framingham Eye Study I, II
American Journal of Epidemiology 1983; 106:
166-91.
2) Björnsson G. Gláka á göngudeild. Yfirlit yfir
glákusjúklinga á göngudeild augndeildar Landa-
kotsspítala 1973-1978 Læknablaðið 1979; 65:
229-38.
3) Björnsson G. Augnhagur Borgfirðinga. Lækna-
neminn 1978;31:5-18.
4) Björnsson G. The primary glaucoma in Iceland
Epidemiological studies. Acta Ophthalmologica,
1967; Supplementum 91.
5) Sveinsson K. Blindir menn á íslandi. Heilbrigt líf
1944;4:5-18.
6) Björnsson G. Blinda á íslandi. Læknablaðið 1954;
38: 65-70.
7) Björnsson G. Prevalence and causes of blindness
in Iceland. Am J Ophthalmol 1955; 39: 202-8.
8) Björnsson G. Blindir og sjónskertir. Læknablaðið
1981; Supplementum 12.