Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1984, Page 23

Læknablaðið - 15.05.1984, Page 23
LÆKNABLADID 131 algengi hægfara gláku hér á landi 1981 til 1982. Efniviður greinarinnar eru lyfseðlar er hljóða á glákulyf, sem gefnir voru út á 7 mánaða tímabili, sem endaði 31. mars 1982 og upplýsingar um sjúklinga, sem skornir voru við hægfara gláku, úr sjúkraskrám augndeildar Landakotsspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 1970 og síðar. Könnunin nær til 1916 einstaklinga (991 karls og 925 kvenna). Um 80 % peirra notuðu glákulyf. Aðeins tíu sjúklingar eru undir fer- tugu. Heildaralgengi telst vera 8.3 af púsundi íbúa (karlar 8.5, konur 8.1). Algengið er meira meðal karla en kvenna í öllum aldursflokkum og er það marktækt. Talið er að allir af glákusjúklingum 50 ára og eldri séu með hægfara gláku. Dreifing eftir landshlutum er misjöfn. Flestir að tiltöflu eru í peim héruðum, þar sem augnlækningaferðir eru farnar reglulega. Lágmarksalgengi sam- kvæmt útreikningum telst hafa verið 43.5 af þúsundi (47.8 karla og 39.5 kvenna) í árslok 1982. Af því sem, sagt var fyrr í þessum leiðara, má ljóst vera, að aldrei verður hægt að fá alveg réttar tölur um tíðni hægfara gláku. í rannsókn þeirri, sem greint hefir verið frá hér á undan og nánar er rædd í greininni hér á eftir, hefir verið reynt að komast nær því hvert sé algengi hægfara gláku hér á landi og þar verið beitt aðferð, sem höfundum er ekki kunnugt um, að áður hafi verið notuð. Guðmundur Björnsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.