Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 30
136
1984; 70: 136-40 LÆKNABLAÐIÐ
FUL
ÁRSSKÝRSLA FÉLAGS UNGRA LÆKNA
starfsárið 1982-1983
Stjórn Félags ungra lækna starfsárið 1982-
1983 skipuðu eftirtaldir: Formaður: Finnbogi
Jakobsson, ritari: Vilhelmína Haraldsdóttir,
gjaldkeri: Sveinn Guðmundsson, ráðninga-
stjóri: Pórir B. Kolbeinsson, formaður kjara-
nefndar: Grímur Sæmundsen, formaður
fræðslunefndar: Hannes Stephensen og for-
maður utanríksnefndar: Margrét Oddsdóttir.
Meðstjórn: Þórólfur Guðnason, Bogi Ander-
sen og Sigurður V. Guðjónsson.
Stjórnin hélt 21 stjórnarfund á starfsárinu.
Haldinn var einn félagsfundur. Gefin voru út
tvö fréttabréf.
Starfsár þessarar stjórnar hefur einkennst af
vinnu bak við tjöldin og umræðum um hin
ólíku hagsmunamál FUL. Minni tengsl hafa
hins vegar verið við hinn almenna félagsmann
og stjórnin ekki rækt þau sem skyldi.
1. Framhaldsmenntunarmál
í framhaldi af aðalfundarsamþykkt FUL 1982
stofnaði þáverandi heilbrigðismálaráðherra,
Svavar Gestsson, nefnd sem átti að kanna
aðstöðu til sérnáms lækna hérlendis og gera
tillögur þar um. í nefndinni eru Guðjón
Magnússon, aðstoðarlandlæknir, formaður
nefndarinnar, Þorvaldur Veigar Guðmunds-
son, formaður Læknafélags íslands, Þorsteinn
Svörfuður Stefánsson, fulltrúi læknadeildar,
Árni Gunnarsson, skrifstofustjóri mennta-
málaráðuneytisins og Finnbogi Jakobsson af
hálfu FUL. Mun nefndin að öllum líkindum
skila tillögum til ráðherra kringum áramótin.
Er það von manna, að þetta verði síðasta
nefndin um þessi mál hérlendis, en málið hefur
verið til umræðu í um áratug.
Fyrir tilstuðlan Þorvaldar Veigars Guð-
mundssonar, formanns L.Í., var komið á sam-
vinnu milli yfirlækna á lyflæknisdeildum Land-
spítala, Borgarspítala og Landakotsspítala um
kennslu kandídata, sem lið framhaldsmenntun
þeirra.
Taldi félagið eðlilegt, að fulltrúar unglækna
í þessum stöðum tækju þátt í skipulagningu
þessara námsstaða, en ekki félagið sem slíkt.
Völdust til þessa Atli Árnason, og Guðmundur
Þór Axelsson.
2. Atvinnumál
Atvinnumarkaður íslenskra lækna er þrenns
konar:
a) Vinna á íslandi í eitt til þrjú ár að loknu
námi í Háskóla íslands í kandídatsstöðum
og/eða »super«kandídatsstöðum.
b) Vinna erlendis við sérnám.
c) Vinna hér heima að sérnámi læknu.
Mikil offramleiðsla hefur verið á læknum á
Vesturlöndum hin síðari ár og er nú atvinnu-
leysi algengt í mörgum löndum Evrópu. Mikil
fjölgun hefur einnig orðið á læknum á Norður-
löndum, aðalsérnámssvæðum íslenskra lækna.
Hin síðari ár hafa að jafnaði útskrifast um
40 læknakandídatar frá Háskóla íslands og er
gert ráð fyrir enn stærri árgöngum næstu árin,
en eftir 3-4 ár verði Numerus clausus um 36.
Fyrstu vandamál unglækna eru því tvenns
konar. í fyrsta lagi að fá kandítatsstöður hér
heima og í öðru lagi, að komast í sérnám til
útlanda.
Til þess að átta sig á fyrri hluta vandamáls-
ins, sem einnig tengist ráðningarkerfi félags-
ins, var skipaður þriggja manna starfshópur af
hálfu stjórnarinnar, sem gerði úttekt á þeim
stöðum, sem í boði voru á kandídatsárinu og í
framhaldi af því »super«kandítatsstöðum.
Varð niðurstaðan sú, að 58 öruggar kandí-
datsstöður væru í boði, 9 til 12 óöruggar. Gerir
þetta umreiknað u.þ.b. 800 vinnumánuði á ári,
en þannig útreikningur gefur sennilega
gleggsta mynd af vinnuframboðinu eða vinnu
fyrir u.þ.b. 60 kandídata á ári. Auk þessa voru
um 40 »super«kandídatsstöður á landinu.
Hérlendis væri því vinna að jafnaði fyrir um
tvo útskriftarárganga í tvö ár.
Vegna almennrar fjölgunar lækna hefur
orðið betri mönnun héraðsstaða, sem aftur
hefur leitt til þess, að bið hefur verið eftir