Læknablaðið - 15.05.1984, Qupperneq 35
LÆKNABLAÐID
137
héruðum. Petta ásamt fjölgun kandídata hefur
leitt til tímabundins atvinnuleysis kandídata
hluta af árinu. Sjá nánar síðar.
Starfshópurinn taldi einnig, að til pyrftu að
koma eins konar blokkir og formlegt sam-
komulag við yfirlækna um pessi mál. Þótti
samkomulagið sjúkrahúsið í Keflavík gott
fordæmi í pessu máli. Starfshópurinn treysti
sér hins vegar ekki til að setja upp líkan að
slíku kandídatsári. Voru mál pessi almennt
reifuð á félagsfundi.
í sambandi við sérnám í öðrum löndum er
Ijóst, að FUL verður að vinna á alhliða og
breiðum grundvelli. Hafa verið teknir saman
minnispunktar um pau mál og heilbrigðis-
yfirvöldum hefur verið gerður vandinn Ijós.
Sjá einnig skýrslu utanríksmálanefndar.
í sambandi við kynningu á námi í öðrum
löndum, telur stjórnin vænlegast, að haldinn
verði árlegur kynningarfundur um sérnám í
hinum ýmsu löndum og pá liggi einnig frammi
gögn félagsins um málið.
Atvinnumál unglækna urðu nokkrum sinn-
um á árinu umtalsefni í fjölmiðlum.
3. Héraðsskyldan
Héraðskylda hefur verið skilyrði fyrir lækn-
ingaleyfi frá árinu 1942. Var hún stytt 1963 úr
6 mánuðum í 3 vegna langs biðtíma eftir
hérðum. Vegna pólitísks prýstings, var hún
aftur lengd árið 1978 í 6 mánuði, en 1979 aftur
stytt í 4 mánuði, eftir samkomulag FUL og
landlæknis um ráðningar í héraðsstöður.
Ákveður ráðherra með reglugerð tímalengd
héraðsskyldunnar.
Hefur FUL alltaf verið peirrar skoðunar, að
námsgildi staðanna sé ekkert og einungis um
pegnskylduvinnu lækna að ræða til mönnunar
læknishéraða í dreifbýli.
Hefur pað gerst núna í fyrsta skipti í langan
tíma, að öll héruð landsins eru mönnuð og
hefur petta tafið kandídata í að komast í
héruð. Fer biðtíminn allt upp í 6 mánuði.
Hefur heilbrigðisráðherra nýverið verið ritað
bréf, par sem beðið er pess, að í ljósi pessara
nýju aðstæðna, sem nú ríkja, verði héraðs-
skyldan afnumin í eitt skipti fyrir öll.
Snemma vors var landlækni sent fyrirspurn-
arbréf um undanpágur, sem veittar hafa verið
frá héraðsskyldunni undanfarin ár. Kom í ljós,
að sl. ár hefur 21 einstaklingur fengið und-
anpágu frá héraðsskyldunni, mestmegnis
konur af félagslegum ástæðum.
Auk pessa hafa einstaka unglæknar getað
samið við landlækni um skemmri tíma en
tilskilinn er, vegna sérstakra aðstæðna.
Hefur stjórnin ekki lagst gegn slíkum und-
anpágnum, par eð pær eru ótvírætt einstak-
lingnum í hag og hvetur félagsmenn sína til að
athuga vel pennan möguleika, ef aðstæður
krefja. Pyrfti í ljósi núverandi ástands, að
endurskoða samkomulag FUL og landlæknis
frá 1979.
í kjarasamningum Læknafélags íslands fyrir
fastráðna lækna er taka til héraðslækna, eru
ákvæði um greiðslu ferða- og dvalarkostnaðar
héraðslækna. Þau ná pó ekki til lækna, sem
ráða sig ekki í eitt ár eða samkvæmt sérstakri
beiðni landlæknis í neyðartilvikum. Með öðr-
um orðum, ekki til unglækna, sem eru að sinna
héraðsskyldu.
Fór stjórn FUL pessvegna pess á leit við
stjórn L.Í., að hún beitti sér fyrir ákvæðum í
komandi samningum, sem tryggðu læknum,
sem gegna héraðsskyldu ferða- og dvalar-
kostnað peirra og fjölskyldna peirra í og úr
héraði. Var málinu vísað til samninganefndar
með jákvæðum undirtektum.
4. Ráðningamál
Síðastliðið starfsár einkenndist af vaxandi
erfiðleikum við útvegun starfa handa unglækn-
um. Þessarar tilhneigingar hefur gætt bæði hér
sem erlendis, eins og reifað var í síðustu
ársskýrslu FUL. Einn kandídat var atvinnulaus
í tvo mánuði haustið 1982, en pá fundust að
vísu lausar stöður úti á landi. Nú í haust hafa
allar stöður á landinu verið setnar og hér-
aðsstöður mettaðar. Þetta pýðir, að unglæknar
hafa í auknum mæli purft að taka pað sem
býðst, hvort sem peim er pað ljúft eða leitt.
Ýmsir hafa einnig mætt pessu með að taka sér
»frí« í allt að 2-3 mánuði, og pannig í raun
verið dulbúið atvinnuleysi. Horfir nú í, að 5-7
manns verði atvinnulausir í desember 1983.
Mál pessi hafa verið ítarlega rædd innan og
utan stjórnar FUL. Var af pví tilefni haldinn
félagsfundur í nóvember 1983 til að kynna
hinum almenna félagsmanni stöðuna í ráðning-
armálum og reyna pannig að skapa umræður
fyrir aðalfund. Ætla má að mönnum hafi
komið pað á óvart, hversu laus í reipun-
um pessi mál eru. Á aðalfundi ber að skipa
fámenna nefnd, sem umboð hafi til að ræða
við alla pá, er pessi mál snerta, par með talda
yfirlækna sjúkrahúsa, landlækni og læknadeild
háskóla íslands. Nefndin skili síðan niðurstöðu
eftir 2-3 mánuði, og í framhaldi af pví verði