Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1984, Page 41

Læknablaðið - 15.05.1984, Page 41
LÆKNABLADID 1984;70:141-4 141 Árni Kristinsson, Sigurður B. Porsteinsson, Tómas Helgason RÁÐSTEFNA UM NOTKUN SÝKLALYFJA OG GEÐLYFJA Á N ORÐURLÖNDUM Norræna lyfjanefndin var sett á stofn að tilhlutan Norðurlandaráðs 1975. í henni eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna. Eitt af fyrstu verkefnum nefndarinnar var að safna upplýsingum um lyfjanotkun á Norður- löndum. Hefur nefndin gefið út 5 bækur um þetta efni og fást þær endurgjaldslaust í Heilbrigðisráðuneytinu. Til að auðvelda sam- anburð lyfja og lyfjablanda var nauðsynlegt að hafa sömu flokkun á lyfjum og ákveða ein- hverja sameiginlega stærðareiningu. Þannig urðu til ATC flokkun og DDD stærðareining. Hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) samþykkt þessi hugtök til notkunar í öðrum löndum. A TC flokkun lyfja. ATC er skammstöfun fyrir anatomical, therapeutical, chemical flokkun lyfja. Aðalflokkar eru 14, táknaðir með bók- stöfum, t.d. A = alimentary tract, meltingar- færalyf, B = blood and blood forming organs, blóðlyf o.s.frv. Undirflokkar eru ýmist táknaðir með tölum eða bókstöfum. Tökum íslenska sérlyfið járntartrat frangula sem dæmi. Pað heitir B 03 A A 08. B = blóðlyf, 03 = blóðskortslyf, A = járn, A = tvígilt, 08 = þetta lyf. DDD (defined daily dosis). Táknar meðaldag- skammt lyfs. Þessi stærð er ákveðin í eitt skipti fyrir öll í samráði við sérfróða lækna. DDD er ákveðin tala til notkunar í samanburðarrann- sóknum en ekki alltaf sá dagskammtur lyfs, sem notaður er við öllum sjúkdómum. Mismunur á lyfjanotkun á Norðurlöndum Norræna lyfjanefndin hefur gefið út töflur og línurit um notkun lyfja á Norðurlöndum árin 1975-1980. Kom fram töluverður munur milli þjóðanna á lyfjanotkuninni, en mest áberandi er munurinn á sýklalyfjahópnum og einnig að nokkru í notkun geðlyfja. í norrænu lyfjanefnd- inni eiga sæti tveir lyflæknar og áttu þeir frum- kvæði að því, að haldin var ráðstefna í Sigtúnum í Svíþjóð 20.-21. september s.l. Þangað komu tæplega 30 sérfræðingar frá Norðurlöndum í geðsjúkdómum, smitsjúkdóm- um og rannsóknum á lyfjanotkun auk heimil- islækna og fulltrúa frá norrænu lyfjanefndinni. Tilgangur ráðstefnunnar var að ræða hugsan- Iegar orsakir mismunandi notkunar lyfja í þessum tveimur lyfjaflokkum, afleiðingar of- eða vannotkunar og hvort hægt væri að efna til samnorrænnar rannsóknar til glöggvunar á þessum spurningum. Af íslands hálfu sóttu höfundar fundinn. Sýklalyf. Fyrsta mynd sýnir að íslendingar hafa þann vafasama heiður að nota langmest af sýklalyfjum á Norðurlöndum miðað við fólksfjölda. Við notuðum t.d. liðlega helmingi meira en Danir og Norðmenn og talsvert meira en bæði Finnar og Svíar. íslendingar nota meira af nánast öllum sýklalyfjum en hinir Norðurlandabúarnir, en mestur er munur- inn á notkun ampicillins og skyldra lyfja svo og lyfjablöndunnar trimethoprin/sulfametho- xazol. (Myndir 1 og 2). Hverjar eru líklegar skýringar á þessum mikla mun? DDD/1.000 inh/day 16 76 78 80 76 78 80 76 78 80 76 78 80 76 78 80 Denmark Finland lceland Norway Sweden ^ Others ||| Penicillins ^ Ampicillins Tetracyclines Mynd. 1. Notkun penisillíns, ampicillins og tetracy- clina á Nordurlöndum 1976, 1978 og 1980.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.