Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1984, Síða 42

Læknablaðið - 15.05.1984, Síða 42
142 LÆKNABLADID Ekkert liggur fyrir um að sýkingar, sem krefjast meðferðar með þessum lyfjum, séu algengari á íslandi en hinum Norðurlöndun- um, þótt sá möguleiki sé hugsanlegur til að útskýra hluta þessa munar. Sumir læknar, sem unnið hafa bæði á íslandi og hinum Norður- löndunum, telja t.d. að eyrnabólga sé algengari hér en ytra. Nærtækasta og jafnframt líkleg- asta skýringin á þessum mikla mun á lyfja- neyslu er sú, að islenskir læknar fylgi öðrum »hefðum« varðandi sýklalyfjaval og jafnframt hafi þeir meiri tilhneigingu en starfsbræður þeirra á Norðurlöndunum til að nota sýklalyf gegn sýkingum af óljósum toga, sem annars staðar væru ekki taldar ástæða til lyfjagjafar. Mjög berlega kom í ljós munur á sýklalyfja- vali gegn sýkingum í efri loftvegum, þar sem t.d. í Svíþjóð er nánast eingöngu notað þenicil- lín V, en á fslandi er mikil tilhneiging til að nota breiðvirkari lyf t.d. amþicillin og skyld lyf. Einnig er rétt að benda á að sjúklingur greiðir sama gjald fyrir mikið magn lyfs og lítið á íslandi. f>ví gæti verið tilhneiging hjá læknum að ávísa meira magni á hvern lyfseðil, en þar sem sjúklingur greiðir að einhverju leyti eftir magninu, sem hann fær, en sá háttur er á hafður á hinum Norðurlöndunum. Hverjar eru svo afleiðingar þessarar miklu sýklalyfja- neyslu? Auðvelt er að mæla fjárhagslegar afleið- ingar notkunarinnar. Pær eru umtalsverðar. Sýklalyf eru a.m.k. mörg hver býsna dýr. Amþicillin telst ekki til dýrari sýklalyfja, en árleg útgjöld fyrir það eru veruleg (tafla I). Sýklalyf valda aukaverkunum og mjög líklegt er að fjöldi aukaverkana sé í réttu hlutfalli við magn lyfsins sem notað er. Má því ætla að aukaverkanir af sýklalyfjum séu meira vanda- mál á íslandi en annars staðar. Líffræðilegar afleiðingar notkunarinnar eru óljósar og alls ekki hægt að slá því föstu að þeirra gæti nokkuð a.m.k. ekki utan smærri eininga eins og sþítaladeilda. Eitt helsta verkefni þeirra sem sóttu ráð- stefnuna í Sigtúnum, var að reyna að gera drög að rannsóknum sem gætu einmitt skýrt nánar hvað mismunandi sýklalyfjanotkun á ein- stökum svæðum hefur í för með sér. Helstu hugmyndir voru þessar: a) Athuga næmi vissra sýklategunda hjá sjúklingum, sem ekki liggja á sjúkrahúsum. b) Kanna tíðni aukaverkana af sýklalyfjum. c) Kanna tíðni fylgikvilla loftvegasýkinga, DDD/1.000 inh/day Denmark Finland Iceland Norway Sweden □ Sulfonamides and antiinfectives in combination I I Sulfonamides, intermediate and long-acting Sulfonamides, short-acting Mynd. 2. Notkun sulfonamida á Nordurlöndum 1978-1980. sem gæti verið hærri, þar sem minna er notað af sýklalyfjum. d) Framkvæma rannsókn, þar sem eingöngu væri ráðlagt að nota penisillín við bakteríu- sýkingum í efri loftvegum. e) Rannsaka tíðni sýkinga á afmörkuðu land- svæði og notkun sýklalyfja þar. Ekki er ennþá ákveðið, hvort af svona rann- sóknum verður, en ljóst má vera, að íslend- ingar er sú þjóð sem líklegust er að hafa af þeim mest gagn, þar sem sýklalyfjanotkun hér er mest frábrugðin frá hinum Norðurlöndu- num. Gedlyf. í skýrslum norrænu lyfjanefndarinnar sést, að sala geðlyfja, eins og annarra lyfja, er mjög mismunandi á Norðurlöndum. Á þetta við bæði um einstakar tegundir lyfja og lyfjaflokka. Þessar upplýsingar gefa því tilefni til að athuga, hvort tíðni sjúkdóma eða sjúk- dómaflokka sé mismunandi eða hvort lyfjaá- bendingarnar eða skammtastærðirnar, sem notaðar eru, séu mismunandi eftir löndum. Tafla I. Kostnadur við ampiciliingjöf á Norður- löndum árið 1980. Miðað er við verðlag okt. 1983*. ísl.kr./230.000 tbúa ísland Danmörk 3.100.000. Noregur Svíþjóð *) Reiknað af Axel Sigurðssyni lyfjafræðingi Landspítalans.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.