Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1984, Page 44

Læknablaðið - 15.05.1984, Page 44
144 LÆK.NABLAÐIÐ benzodiazepam lyf á ekki að nota nema stuttan tíma í senn. Inn í pessa umræðu fléttaðist að sjálfsögðu skilgreining á sjúkdómshugtakinu og umræða um ýmsa vægari geðsjúkdóma, sem heimil- islæknar virtust vera í vandræðum með að nefna og greina frá vandamálum daglegs lífs. Þar við bættist hin venjulega umræða um tímaleysi heimilislækna, sem gripu gjarnan til að nota geðlyf, án pess að hafa greint almenni- lega hvað að væri og vegna tímaleysis gætu pá ekki beitt samtalsmeðferð. í pví sambandi er rétt að minna á greiðslu fyrir læknisverk. Heimilislæknar fá annað hvort greidd föst laun, ákveðna póknun fyrir hvern einstakling sem peir líta eftir, og/eða fyrir unnið verk. ítarlegt viðtal er pó ekki metið meira en fimm mínútna afgreiðsla á lyfseðli og símaviðtal er einskis metið á móti símalyfseðli. Heimlis- læknar, sem pátt tóku í fundinum, báru sig illa undan heilsugæslustöðvakerfi pví, sem ríkj- andi væri í Noregi og Svípjóð, en óskuðu sér heimilislæknakerfi Dana frekar, par sem hver einstaklingur hefur sinn lækni. Bent var á ýmis rannsóknarverkefni, sem norræna lyfjanefndin gæti stuðlað að eða hjálpað til að ýta úr vör: 1. Færa lyfjaskráninguna nær peim, sem lyfj- unum úthluta, p.e.a.s. að hún sé ekki aðeins fyrir hvert land fyrir sig, heldur sé reynt að koma á yfirliti yfir notkun eftir svæðum. 2. Bera saman DDD og PDD, og PDD og TAPP (total amount per prescription). 3. Tengja upplýsingar um notkun við ábend- ingar og við ákveðin pjónustusvið, almenna lækna, sérfræðinga og göngudeildir sjúkra- húsanna og loks legudeildir sjúkrahúsanna. 4. Rannsaka áhrif ýmissa stjórnvaldsaðgerða, s.s. skipulagsbreytinga, ákveðinna notkun- artakmarkana og greiðslufyrirkomulags. 5. Kanna ábendingar fyrir notkun og afleiðing- ar af notkun. Til pessa mætti velja ákveðin svæði og bera saman innan hvers lands og hins vegar á milli Norðurlandanna. Inn í slíka könnun kæmi TAPP og PDD ásamt meðferðarvenjum og ýmsum skipulagspátt- um, sem bera mætti saman á milli landa. 6. Faraldsfræðilegar rannsóknir til að flokka sjúklinga, sem heimilislæknar fást við og sérstaklega pá, sem peir gefa geðlyf. 7. Rannsaka tíðni og eðli aukaverkana. Þessu verkefni átti að beina til sérstakrar nefndar, sem pegar er starfandi á vegum Skandina- visk Selskab for psykofarmakologi, og fjall- ar um klínískar prófanir á geðlyfjum. 8. Rannsaka svefnleysi og notkun geðlyfja (róandi lyfja og svefnlyfja) við pví.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.