Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1984, Page 49

Læknablaðið - 15.05.1984, Page 49
LÆK.NABLADIÐ 1984;70:145-9 145 Vilhjálmur Rafnsson1), Hallgrímur Benediktsson2), Hjörtur Oddsson1), Soffía Jóhannesdóttir1). ILLKYNJA MESÓTELÍÓMA Á ÍSLANDI INNGANGUR Illkynja mesótelíóma upprunnið í fleiðru eða lífhimnu er sjaldgæft æxli, en á seinni árum hefur tíðni þess aukist svo, að athygli hefur vakið. Frá því sambandi þessa æxlis við asbest- mengun var lýst í Suður-Afríku (1), hefur það komið æ skýrar í Ijós, bæði í tilfella/viðmið- anarannsóknum (2) og langsniðsrannsóknum á hópum, sem orðið hafa fyrir asbestmengun (3, 4). Það er nánast ógerlegt að sanna endanlega orsakasamband tveggja atburða. Selikoff og samstarfsmenn hans hafa (5) rakið helstu rökin sem styðja það að orsakasamband sé milli asbestmengunar og þróunar mesótelíóma. Fylgni er milli sögu um asbestmengun og tíðni sjúkdómsins. Rannsóknir á sjúklingum sem fengið hafa illkynja mesótelíóma hafa leitt í ljós að þeir hafa oftar en gengur og gerist orðið fyrir mengun asbests við vinnu sína eða á annan hátt (1, 2, 6, 7). Langsniðsrannsóknir hópa sem orðið hafa fyrir asbestmengun í vinnu sinni sýna stórfellda aukningu á dánar- tíðni af völdum illkynja mesótelíóma (3, 4, 8). Mesótelíóma koma sjaldan fram fyrr en u.þ.b. 30 árum eftir fyrstu asbestmengun. Sú aukn- ing, sem vart hefur orðið á nýgengi mesótelí- óma á síðustu árum kemur vel heim við aukna. notkun asbests á fyrri hluta þessarar aldar (2, 9). Tíðni sjúkdómsins eykst í réttu hlutfalli við magn mengunar (10). Þetta samband mesótelí- óma og asbests er erfitt að greina m.a. vegna þess að huliðstími æxlisins er óvenju langur. Með því er átt við þann tíma, sem líður frá fyrstu mengun þar til æxlið hefur orðið greinanlegt eða leitt til dauða. Huliðstíminn er í flestum tilfellum um 30 til 50 ár (11), en á þessum langa tíma gætir þess nokkuð að aðrar dánarorsakir keppa við mesótelíómin. Sumir deyja úr öðrum sjúkdómum, sem asbest getur valdið, t.d. lungnakrabbameini eða asbe- Frá 1) Vinnueftirliti ríkisins og 2) Rannsóknastofu Háskól- ans viö Barónsstíg. Barst ritstjórn 10/01/1984. Samþykkt og sent í prentsmiðju 13/01/1984. stosis, áður en að mesótelíómin ná að vaxa og verða greinanleg. Mjög lítill skammtur af asbesti virðist geta verið nægilegur til þess að þróa vöxt mesótelíóma (12). Slík asbestmeng- un þarf ekki að vera tengd atvinnu við- komandi (12, 13). Fundist hafa asbestþræðir (fibers) ! sjálfum æxlunum (14, 15). Asbestnálar (asbest bodies) finnast iðulega í lungum þeirra sem fá mesó- telíóma og mun oftar en hjá öðrum (12). Asbestþræðirnir hafa einnig fundist í meira mæli í lungum þeirra, sem fá mesótelíóma, heldur en annarra (16, 17, 18). Sé asbesti dælt inn í brjósthol á rottum fær stór hluti þeirra mesótelíóma (19, 20). Einnig hefur verið sýnt fram á mesótelíóma hjá rottum eftir að þær hafa andað að sér asbestþráðum (21) og hjá hundum þegar asbesti hefur verið dælt niður í barkann (22). Fleiri þætti verður að taka til athugunar til þess að skýra út viðbrögð í einstökum tilfell- um. Lengi hefur verið rætt um hvaða gerðir asbests geti framkallað mesótelíóma. í upphafi lá krókídólít eingöngu undir grun, en seinni rannsóknir hafa tengt aðrar gerðir asbests við æxlisvöxtinn svo sem krýsótíl og amósít. Hins vegar hefur ekki fundist samband milli mesó- telíóma og antófyllíts (5). Samvirkni sígarettu- reykinga og asbestmengunar hefur ákveðið tengst lungnakrabbameini en ekki hefur verið sýnt fram á að sígarettureykingar hafi áhrif á þróun mesótelíóma hjá mönnum (5). Auk asbests hafa aðrir þættir tengst mesó- telíómavexti. Hér má nefna lífhimnu-mesótelí- óma eftir geislameðhöndlun (23) og eftir að röntgenskuggaefnið Thorotrast hefur fyrir slysni lekið í kviðarhol við aðgerðir (24). Á síðustu árum hefur komið í ljós að þráðlaga zeólítar sem finnast á litlu svæði í Tyrklandi, geta haft svipuð áhrif og asbest og hafa verið tengdir illkynja mesótelíóma (25). í dýratilraunum hefur verið hægt að fram- kalla illkynja mesótelíóma með ýmsum lífræn- um og ólífrænum efnum, lyfjum og vírus- um (5).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.