Læknablaðið - 15.04.1985, Page 8
82
LÆKNABLAÐIÐ
Hjá 17 sjúklingum höfðu einkenni byrjað
innan við þrítugt og þar af tíu innan við tvítugt
(Tafla I). Flestir, eða 25, höfðu haft einkenni
frá maga eða skeifugörn í meira en 6 ár (Tafla
II).
Sex sjúklingar höfðu haft greint sár í meira
en 5 ár fyrir aðgerð, fjórtán í 1-5 ár, ellefu
sjúklingar skemur en ár, en hjá fjórum hafði
aldrei verið staðfest sár (Tafla II). Maga-
speglun fyrir aðgerð var gerð á 33 sjúklingum,
en hjá tveimur var eingöngu framkvæmd
röntgen-skuggaefnis-rannsókn á maga og
skeifugörn.
Sár í skeifugörn og/eða neðra magaopi
höfðu 25 sjúklingar, sár í maga höfðu fimm,
bæði maga og skeifugörn einn sjúklingur og
langvinnar bólgur í maga og skeifugörn höfðu
fjórir. Tveir sjúklingar höfðu gengist undir
aðgerð vegna sprungins skeifugarnarsárs,
annar 24 árum, en hinn þremur árum fyrir
umrædda aðgerð. Tuttugu og einn hafði
gengið undir kviðarholsaðgerð á öðrum líf-
færum en maga og skeifugörn, en þrettán
höfðu aldrei verið kviðristir.
Helstu einkenni og sjúkdómsteikn fyrir
aðgerð, voru verkir fyrir bringspölum, brjóst-
sviði, mataróþol, uppþemba og ógleði, tjöru-
hægðir og blóðug uppköst (Tafla III).
Við mat á árangri aðgerðar og almennri
líðan, var sjúklingum raðað í fjóra hópa eftir
svo nefndum Visick-skala (Mynd 1).
I. Engin einkenni.
II. Væg einkenni. Án þýðingar fyrir lífshætti viðkomandi.
III. Talsverðeinkenni. Ástandbetraenvar fyriraðgerð. Einkenni
hafa áhrif á lifshætti.
Sjúklingar þurfa lyfjameðferð.
IV. Mikil einkenni. Ástand verra eða óbreytt frá þvi, sem var fyrir
aðgerð. Sár greind.
Sjúklingar þurfa nýja aðgerð.
Mynd 1. Flokkun einkenna eftir aðgerð, Visick-skali (6,
9).
Aðgerð. Kviðarhol opnað um miðlínu-
skurð. Efra magaop frílagt. Vinstra lifrar-
barði er sprett upp og báðar skreyjutaugarnar
einangraðar. Neðri mörk taugarofsins
ákveðin um sex sentimetrum ofan við neðra
magaop, eða við greiningu taugarinnar í
svonefndan krákufót, og efstu greinar hennar
rofnar. Síðan eru taugar og æðar rofnar milli
hnýtinga í áföngum upp með curvatura minor
og neðstu 5-6 sentimetrar vélinda skrældir
fríir af taugagreinum (Mynd 2). Þegar fremra
Tafla I. Aldursjúklinga við byrjun einkenna.
<20 ára........................................ 10
21-25 ára........................................ 4
26-30 ára........................................ 3
31-40 ára....................................... 13
41-50 ára........................................ 4
51 árs eða eldri................................. 1
Samtals 35
Tafla II. Árafjöldi sem sjúklingar höfðu haft einkenni
um œtisár í maga eða skeifugörn. Ennfremur fjöldi ára
frá því sár var greint þar til hnitrofsaðgerð var fram-
kvæmd.
Árafjöldi miöað við hnitrofsaðgerð Einkenni um ætisár Sár greint
< 1 ár ... 3 ii
1-5 ár ... 7 14
6 ár eða lengur ... 25 6
Samtals
35 31*)
*) Hjá fjórum var aldrci slaðfest sár.
Tafla III. Einkenni, teikn og aukavillar fyrir hnitrofs-
aðgerð.
N %
Verkir fyrir bringspölum................. 32 (91)
Brjóstsviði, nábitur..................... 23 (66)
Ógleði, uppköst.......................... 15 (43)
Mataróþol................................ 13 (37)
Uppþemba.................................. 9 (26)
Léleg matarlyst........................... 4 (11)
Almennur slappleiki....................... 3 (9)
Blóðleysi................................. 1 (3)
Þaninn magi (retentio).................... 1 (3)
Tjöruhægðir.............................. 13 (37)
Blóðuppköst............................... 6 (17)
Skeifugarnarrof (perforatio).............. 2 (6)
lífhimnublaði er þannig að fullu sprett upp og
allar greinar fremri eða vinstri skreyjutaugar
rofnar, er aftara lífhimnublaði ásamt grein-
um aftari eða hægri skreyjutaugar sprett upp
á sama máta. Gætt er að hvort þrenging sé i
neðra magaopi. Leiki minnsti grunur á illkyn-
ja vexti í magasári, er það numið brott. Talið
er leyfilegt að þrengja að efra magaopi, ef
brjóstsviði hefur rikt í sjúkdómsmyndinni, en
varasamt er að gera svonefnda »Nissen
fundoplication« samfara hnitrofsaðgerð
vegna hættu á drepi í magavegg (4).
Samhliða hnitrofsaðgerðinni var hjá 23
sjúklingum gerð önnur aðgerð, samtals 31
aðgerð (Tafla IV).