Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 42
102 LÆKNABLAÐIÐ meini. Ef svo væri, ætti jafnframt að koma fram aukning á öðrum dánarmeinum, sem sýnt hefur verið fram á að tengjast reyking- um, svo sem blóðþurrðarsjúkdómum hjarta, öndunarfærasjúkdómum, sem ekki eru ill- kynja og krabbameinum í barkakýli, bris- kirtli, vélinda og þvagblöðru (20, 21). í þessari rannsókn á dánarmeinum múrara er ekki um að ræða fleiri dauðsföll af völdum þessara sjúkdóma, en vænta mætti, nema af völdum þvagblöðrukrabbameins. Það verður því að teljast ólíklegt, að sú aukna hætta á að deyja úr lungnakrabbameini, sem fundist hefur hjá þessum rannsóknarhóp, tengist reykingum. Sömu rök hafa verið sett fram í umræðum um áhrif reykinga á niðurstöður rannsókna, sem gerðar hafa verið með svipuðum aðferðum og hér er beitt (22). í skýrslum Hjartaverndar eru upplýsingar um reykingavenjur úrtaks íslenskra karla, sem athugaðir voru á árunum 1967-1968 (23, 24). Þar kemur fram, að af þeim, sem mættu til rannsóknar, reykja 36,4% sígarettur. Úr- takinu var skipt í starfsflokka og í þeim flokki, sem múrarar tilheyra, reykja 38,7% sígarettur. Þetta bendir til þess, að reykinga- venjur múrara séu ekki í megindráttum frá- brugðnar þvi, sem gengur og gerist meðal ís- lenskra karla. Athuguð hafa verið áhrif mismunandi reykingavenja á hættuna á að deyja úr lungnakrabbameini (25). Af þeim hafa verið dregnar þær ályktanir (18), að ástæða sé til að vita um reykingavenjur í rannsóknum þar sem staðlað dánarhlutfall er 3 eða minna. Truflun (confounding) af völdum reykinga er ekki afgerandi þegar dánarhlutfallið er yfir 3 (18). í ljósi þessa og þess, að staðlað dánarhlutfall er hátt fyrir lungnakrabbamein, verður að álykta, að ekki sé hægt að skýra aukna hættu á að deyja úr lungnakrabbameini, sem fram hefur komið hjá múrurunum í þessari rann- sókn, með því eingöngu að múrarar reyki meir en gengur og gerist. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að múrararnir eru í meiri hættu á að deyja en íslenskir karlar almennt. Þessi aukni mann- dauði er vegna fleiri dáinna úr illkynja æxlum, sérstaklega lungnakrabbameini. Þess vegna verður að leita í vinnuaðstæðum múr- ara að skýringum á því, að svo margir þeirra deyja úr lungnakrabbaméini. Gera verður nákvæma úttekt á hollustuháttum við múrvinnu og sérstaka leit að hugsanlegum krabbameinsvöldum. Á niðurstöðum slíkra kannanna verður síðan að byggja forvarn- araðgerðir. Sérstakar þakkir eru færðar Jóni Inga Jósafatssyni fyrir aðstoð við tölvuvinnslu, Múrarafélagi Reykjavíkur, Múrarameistara- félagi Reykjavikur, Félagi byggingariðnaðarmanna í Hafnar- firði fyrir upplýsingar um múrara og múrvinnu og Ragnheiði Lilju Georgsdóttur fyrir vélritun og frágang handrits. SUMMARY Mortality of masons in Iceland during the period 1951- 1982. An investigation was carried outto determine the cause of death among 450 masons in Iceland. They had been exposed to hexavalent chromium, which is a trace metal in cement. The population was defined as all men born during 1905 to 1945 who had finished vocational training as masons according to the Masons register. For deaths occurring between 1951 and 1982 information was obtained from the Statistical Bureau of Iceland. Expected death rates were calculated, based on the national rates for males in the corresponding age groups. The total number of deaths from all causes was less than expected for the whole study period (81 versus 85,86), but with 20 years latency period 58 deaths were found, against an expected 50,57 and with 30 years latency period 38 deaths versus 27,82 were found. An excess of deaths from all cancer was found, which can to a large extent be accounted for by an excess of deaths from lung cancer. Nine deaths of lung cancer were found in the total polulation - eight with 20 and 30 years latency periods against expected rates of 2,87; 2,19 and 1,28 respectively. The results indicate that the increased deaths from lung cancer among the masons has a causal relationship to occupational exposure. HEIMILDIR 1) Foussereau J, Benezra C, Maibach H. Occupational contact dermatitis. Clinical and chemical aspects. Munksgaard, 1982, pp. 142-9. 2) Víðir Kristjánsson. Króm í sementi. Fjölrit, Reykja- vík 1984. 3) Múraratal og steinsmiða. Múrarafélag Reykjavíkur, Reykjavík 1967. 4) Hovding G. Cement eczema and chromium allergy. An epidemiological investigation. Thesis, The Uni- versity of Bergen, Oslo, 1970. 5) Polak L, Turk JL, Frey JR. Studies on contact hypersensitivity to chromium compounds. Prog Allergy 1973; 17: 145-226. 6) Avnstorp C. Cementeksem blandt danske arbejdere beskæftiget pá byggepladsen og i industrien. Ar- bejdsmiljofondet, Project nr. 1980-59. Hellerup 1982. 7) Norsteh T. Chromium and its compounds. In: Zenz C. Occupational Medicine. Year Book Medical Publishers, INC. Chicago, London, 1977, pp. 644-9. 8) Hayes RB, Lilienfeld AM, Snell LM. Mortality in chromium chemical production workers: a prospec- tive study. Int J Epidemiol 1979; 8: 365-74.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.