Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 95 semd benda eindregið til þess, að hér sé um að ræða útvíkkun á upprunalega eðlilegum æðum, fremur en missmíð. Eðti og orsakir œðamisvaxtar. Uppi hafa verið mismunandi skoðanir um eðli og orsök þessarar æðameinsemdar í ristli, allt frá því að menn hafa talið þetta æxlisvöxt (heman- gioma), til þess að líta á þetta sem meðfæddan eða áunninn galla. Þess vegna hefur verið talað um þessa æðameinsemd sem angioma, hemangioma, angiodysplasia arterio-venous malformation og vascular ectasia. í sambandi við tilgátuna um orsakir og eðli þessara meina verður að hafa í huga, að þau koma nær ein- göngu fyrir í eldra fólki, eru smá og mörg og koma einkum fyrir í ris- og botnristli (2, 3, 4). Boley og fleiri (2) telja þessar æðamein- semdir áunnar, orsökin sé langvarandi og síendurtekin tregða á blóðflæði frá bláæðum í slímubeð, vegna þrenginga á æðunum þar sem þær fara gegnum vöðvalögin. Orsökin sé vöðvasamdráttur samfara útvíkkun á ris- og botnristli, sem eigi sér margoft stað á löngu árabili. Þar sem þrýstingur í slagæðum er mun hærri en í bláæðum, heldur aðflæði blóðs til slímubeðs óhindrað áfram og síendurtekið ástand af þessu tagi leiðir að lokum til útvíkkunar og hlykkjunar á bláæðum í slímubeð, sem síðan breiðist til bláæðlinga og háræða. Endanlega verður þetta til þess að háræðaþrengjar (precapillary sphincters) gefa sig og fram kemur slagæða-bláæða- hliðrun (shunt), mynd 6 A — E. Orsök þess, að þessi æðamein eru algengust í ris- og botnristli, er talin vera sú, að spenna í botnristilsvegg sé meiri en annars staðar i ristlinum, samkvæmt lögmáli Laplace, þ.e. T = P DP, (þar sem T er spenna, D er þvermál og P er þrýstingur innan hols). Af þessari jöfnu leiðir, að við sérhvern ákveðinn innan- holsþrýsting er veggspennan mest, þar sem þvermál garnarinnar er mest. Það er síðan aukin spenna í garnarveggnum sem veldur hindrun á blóðflæði frá bláæðum í slímubeð. í þeim þrem tilvikum, sem hér hefur verið lýst, sjást æðabreytingar í tveim þeirra, sem samrýmast æðamisvexti í slímubeð, en ekki í slímhúðinni, (mynd 7). Hins vegar sjást í þriðja tilvikinu æðaútvíkkanir í slímhúðinni (mynd 8) og þandar smábláæðar, áem ganga frá slímubeð upp í slímhúð, en ekki sjást áberandi víkkaðar æðar í sjálfum slímubeðnum. Þetta gæti stafað af því að aðeins ein sneið frá hinu grunsamlega svæði var tekin og athuguð. UMRÆÐA Þrátt fyrir bætta rannsóknatækni og hnit- miðaðri greiningaraðferðir mistekst að finna blæðingarupptök í allt að helmingi tilvika af- endurteknumblæðingumumendaþarm,duld- Mynd 6. Þróun œðamisvaxtar - angiodysplasia. Sjá skýringu í texta. (Úr: Boley et al (2)). Mynd 7. Smásjármynd sem sýnir æðamisvöxt í slímhúðinni og þanda bláæðlinga, sem ganga frá slímubeð í slímhúð. Mynd 8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.