Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ
95
semd benda eindregið til þess, að hér sé um að
ræða útvíkkun á upprunalega eðlilegum
æðum, fremur en missmíð.
Eðti og orsakir œðamisvaxtar. Uppi hafa
verið mismunandi skoðanir um eðli og orsök
þessarar æðameinsemdar í ristli, allt frá því að
menn hafa talið þetta æxlisvöxt (heman-
gioma), til þess að líta á þetta sem meðfæddan
eða áunninn galla. Þess vegna hefur verið
talað um þessa æðameinsemd sem angioma,
hemangioma, angiodysplasia arterio-venous
malformation og vascular ectasia. í sambandi
við tilgátuna um orsakir og eðli þessara meina
verður að hafa í huga, að þau koma nær ein-
göngu fyrir í eldra fólki, eru smá og mörg og
koma einkum fyrir í ris- og botnristli (2, 3, 4).
Boley og fleiri (2) telja þessar æðamein-
semdir áunnar, orsökin sé langvarandi og
síendurtekin tregða á blóðflæði frá bláæðum
í slímubeð, vegna þrenginga á æðunum þar
sem þær fara gegnum vöðvalögin. Orsökin sé
vöðvasamdráttur samfara útvíkkun á ris- og
botnristli, sem eigi sér margoft stað á löngu
árabili. Þar sem þrýstingur í slagæðum er mun
hærri en í bláæðum, heldur aðflæði blóðs til
slímubeðs óhindrað áfram og síendurtekið
ástand af þessu tagi leiðir að lokum til
útvíkkunar og hlykkjunar á bláæðum í
slímubeð, sem síðan breiðist til bláæðlinga og
háræða. Endanlega verður þetta til þess að
háræðaþrengjar (precapillary sphincters)
gefa sig og fram kemur slagæða-bláæða-
hliðrun (shunt), mynd 6 A — E.
Orsök þess, að þessi æðamein eru algengust
í ris- og botnristli, er talin vera sú, að spenna
í botnristilsvegg sé meiri en annars staðar i
ristlinum, samkvæmt lögmáli Laplace, þ.e. T
= P DP, (þar sem T er spenna, D er þvermál
og P er þrýstingur innan hols). Af þessari
jöfnu leiðir, að við sérhvern ákveðinn innan-
holsþrýsting er veggspennan mest, þar sem
þvermál garnarinnar er mest. Það er síðan
aukin spenna í garnarveggnum sem veldur
hindrun á blóðflæði frá bláæðum í slímubeð.
í þeim þrem tilvikum, sem hér hefur verið
lýst, sjást æðabreytingar í tveim þeirra, sem
samrýmast æðamisvexti í slímubeð, en ekki í
slímhúðinni, (mynd 7). Hins vegar sjást í
þriðja tilvikinu æðaútvíkkanir í slímhúðinni
(mynd 8) og þandar smábláæðar, áem ganga
frá slímubeð upp í slímhúð, en ekki sjást
áberandi víkkaðar æðar í sjálfum
slímubeðnum. Þetta gæti stafað af því að
aðeins ein sneið frá hinu grunsamlega svæði
var tekin og athuguð.
UMRÆÐA
Þrátt fyrir bætta rannsóknatækni og hnit-
miðaðri greiningaraðferðir mistekst að finna
blæðingarupptök í allt að helmingi tilvika af-
endurteknumblæðingumumendaþarm,duld-
Mynd 6. Þróun œðamisvaxtar - angiodysplasia. Sjá
skýringu í texta. (Úr: Boley et al (2)).
Mynd 7. Smásjármynd sem sýnir æðamisvöxt í
slímhúðinni og þanda bláæðlinga, sem ganga frá
slímubeð í slímhúð.
Mynd 8.