Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 16
88
LÆKNABLAÐIÐ
í stað þess að skoða einstök ár, eru þrjú fimm
ára tímabil tekin saman í töflu II.
Tölulegur fjöldi í aldurshópnum 15-19 ára
var mestur árin 1974 og 1978, þrjú tilvik hvort
ár, allt karlar. Allt tímabilið 1966-1980
frömdu 17 karlar sjálfsvíg á þessum aldri og
ein kona. í aldurshópnum 20-24 ára var hæsta
árið 1978, en þá frömdu fjórir karlar og ein
konasjálfsvíg. í þessum aldurshópi öllum, 20-
24 ára, frömdu 31 karl og fjórar konur
sjálfsvíg á þessu fimmtán ára tímabili.
Eins og mynd 5 sýnir, er Finnland langhæst
hvað varðar karla á aldrinum 15-24 ára og að
í lok tímabilsins eru hin löndin mjög jöfn.
Sjálfsvíg kvenna í þessum aldursflokki hafa
ekki breyst yfir tímabilið í neinu landanna.
Skekkjur ískráningu dánarorsaka. Grunur
lék á, að samanburður milli Norðurlanda
væri ekki réttur, vegna þess að sums staðar
leyndust í hópnum fleiri vafatilvik milli
sjálfsvígs og slyss, (skráningarnúmer E980-
E989), en annars staðar. Var þetta athugað
sérstaklega.
Á sjöttu mynd sést hvernig samanburður
lítur út, þegar hvort tveggja er tekið saman
sjálfsvíg og vafatilvik. í ljós kemur, að engin
raunveruleg breyting á sér stað. Eins og áður
eru ísland og Noregur áberandi lægri en hin
Norðurlöndin þrjú, en Noregur þó jafn-
lægstur.
í töflu III er skráning sjálfsvíga sýnd fyrir
tímabilið 1976 til 1979, ásamt skráningu
vafatilfella, auk banaslysa, sem hugsanlega
eru misskráð hér á landi á þessu tímabili.
Ljóst er, að mörg meint slys geta leynt
sjálfsvígum. Þau slys, sem eru útilokuð eru
þau sem leiða til dauða barna innan fimmtán
ára aldurs, skipstapar og álíka tilvik, þar sem
sjálfsvíg virðist algjörlega útilokað. Á hinn
bóginn eru önnur slys, svo sem umferðarslys,
sem hugsanlega gætu verið sjálfsvíg, ekki tek-
in með. Flokkunin eðlilegur dauðdagi getur
leynt sjálfsvígum, svo sem einstaka eitranir,
sem viljandi eða óviljandi, yrðu skráðar sem
eðlilegar. Á sama hátt getur flokkunin illa
skýrgreind og óþekkt dánarorsök (780-796)
leynt sjálfsvígum.
Kannað var hvort hlutfallsleg breyting yrði
milli landanna, við það að taka saman allar
þessar hugsanlegu skekkjur í einn hóp.
í töflu IV er sýndur fjöldi og tíðni sjálfsvíga
á íslandi 1976 til 1979ogjafnframtskráningí
þá flokka, sem leynt gætu sjálfsvígum.
30—1
20-
10-
0—1
i 1 n1 r-1 r-1 i 1 i 1 r~
1966 1968 1970 1972 1974 1976 1978
1980
----N
----D
Mynd 4. Tíðni sjálfsvíga á Norðurlöndum 1966-1980 í
aldurshópnum 15 til 24 ára miðað við 100.000 manns.
50-
40-
I 1 I 1 I 1 I 1 I 1 I 1 I 1 I
1966 1968 1970 1972 1974 1976 1978 1980
Konur
30-
20-
° i'r'fT | i | i | i | i | i i
1966 1968 1970 1972 1974 1976 1978 1980
----N ....F ----1
----D ----S
Mynd 5. Tíðni sjálfsvíga á Norðurlöndum 1966 til 1980
eftirkynjum í aldurshópnum 15-24 ára miðað við 100.000
karla og konur.
40-
30-
Mynd 6. Samanlögð tíðni sjálfsvíga og vafatilvika, þar
sem ekki var vitað hvort eitrun eða áverkistafaði afslysi
eða ásetningi, á Norðurlöndum 1966 til 1980 miðað við
hverja 100.000 íbúa.