Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 83 Mynd 2. Skreyjutaug (n. vagus): Sýnt er hvar hnitrof magakvísla er gert. (Myndin er teiknuð eftir mynd úr Current Problems of Surgery 1984, s. 42 (4)). Tafla IV. Aðgerðir framkvœmdar samhliða hnitrofi á skreyjutaug. Appendectomia................................... 13 Cholecystectomia................................. 6 Hiatus herniorraphia............................. 2 Ileo-jejunal-bypass reposition................... 1 Excisio ulceri ventriculi........................ 2 Exploratio ulceri ventriculi..................... 2 Pyloroplastic.................................... 1 Resectio segmenti lobi sinistri hepatis.......... 1 Hemithyroidectomia............................... 1 Hysterectomia.................................... 1 Panniculectomia.................................. 1 Aðgerðir tóku 70-120 mínútur, ef einungis var framkvæmt hnitrof á skreyjutaug. Væri jafnframt tekinn botnlangi eða gallblaðra, breytti það litlu um lengd aðgerðar. NIÐURSTÖÐUR Allir einstaklingarnir 35 voru við góða líðan á fyrri hluta árs 1984 og stunduðu störf sín. Aðgerðina þoldu þeir vel og engin alvarleg tilvik komu upp við aðgerðirnar, en hættast er við miltissprungu, drepi í magavegg og blæðingu í kviðarhol. Við hnitrofsaðgerð, með eða án botn- langatöku, var í 18 tilvikum af 23 unnt að gefa fljótandi fæði strax á fyrsta degi eftir að- gerð. Ef flóknar eða fleiri aðgerðir voru gerðar með hnitrofsaðgerðinni dróst næring yfirleitt fram á annan eða þriðja dag eftir aðgerð. í einu tilviki hófst næring ekki fyrr en á sjöunda degi eftir aðgerð. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru sýking- ar í skurðsári (einn sjúklingur) lungnabólga (fjórir) og þarmalömun (tveir). Þeir tveir sjúklingar, sem fengu þarmalömun, fengu einnig lungnabólgu, þannig að í heildina fengu fimm fylgikvilla eftir aðgerð, en allir án varanlegra eftirkasta. Þrjátíu og þrír af þessum 35 sjúklingum útskrifuðust á 4.-13. degi, hinir tveir á 16. og 29. degi. Sá fyrrnefndi lá lengur vegna óskyldra aðgerða er hann fór í seinna í sömu legu, hinn vegna fylgikvilla eftir aðgerð (þarmalömun og lungnabólga). Sex sjúk- lingar dvöldu fimm daga eða skemur eftir aðgerð, 25 dvöldu sex til tíu daga og tveir 11- 13 daga. Meðallegutími var 8.2 dagar. í febrúar og mars 1984 kváðu 24 sjúklingar líðan sína mjög góða og neituðu öllum einkennum frá maga eða skeifugörn. Auk þeirra voru 9 við góða líðan, höfðu einstaka sinnum væg einkenni fyrri sjúkdóms, en líðan þeirra var gjörbreytt frá því fyrir aðgerð. Enginn þessara níu sjúklinga þurfti á stöðugri lyfjameðferð að halda vegna einkenna sinna frá maga eða skeifugörn. Sex af þessum níu sjúklingum nota að staðaldri verkja- og/eða gigtarlyf vegna einkenna frá stoðkerfi. Tveir af sjúklingunum 35 höfðu næstliðið ár þurft á stöðugri lyfjameðferð að halda vegna einkenna frá maga eða skeifugörn. Annar þeirra var magaspeglaður áður en meðferð var hafin og reyndist hann hafa magabólgur. Hann hafði haft sár í magaporti (prepylorus)fyriraðgerð 1981. Hinnsjúkling- urinn hafði verið á meðferð vegna einkenna frá maga í 5 mánuði áður en magaspeglun var gerð, en reyndist þá hafa vægar magabólgur. Sá hinn sami hafði haft skeifugarnarsár fyrir aðgerð 1979 og hafði áður (1975) fengið skeifugarnarrof (perforatio). Eitt og hálft ár var liðið frá aðgerð hjá þeim fyrrnefnda, en fjögur ár hjá þeim síðarnefnda, þegar ástand þeirra var kannað snemma árs 1984. Þeir sem einkenni höfðu, kvörtuðu helst um mataróþol, fyllitilfinningu eða uppþembu, vindspenning og niðurgang (Tafla V). í flestum tilvikum voru þessi einkenni mjög væg, komu einstakasinnum fyrir, með viku til mánaðar millibili. Saga um hraða tæmingu maga (dumping) fékkst ekki fram hjá nein- um. Fimmtán sögðu frá kyngingarörðug- leikum í þrjár vikur til sex mánuði eftir að- gerð. Frá hnitrofsaðgerð hafði enginn þessara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.