Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 12
84
LÆKNABLAÐIÐ
35 sjúklinga þurft að leggjast á sjúkrahús
vegna einkenna frá maga eða skeifugörn.
Miðað við Visick-skalann (sjá mynd 1) er
heildarniðurstaðan eftirfarandi:
Þrjátíu og þrír sjúklingar (94,3%) voru við
góða líðan og falla undir flokka I og II. Tveir
sjúklingar (5,7%) þurfa á stöðugri lyfja-
meðferð að halda vegna einkenna frá maga
eða skeifugörn og falla undir flokk III (Tafla
VI). Báðir telja líðan sína þó betri en fyrir
aðgerð.
Rétt er að geta þess, að ein þeirra sem
flokkuð er í hóp I, var magaspegluð í
desember 1981 og reyndist þá hafa sár í neðra
magaopi (prepylorus). Konan hafði í eina
viku haft verki um ofanverðan kvið (epiga-
strium) og kastað upp. Frá aðgerð 1978 og þar
til í viku þessari í árslok 1981 hafði henni liðið
mjög vel. Á heimilinu gekk þá uppsölukvilli
og auk þess hafði hún haft mjög mikið að
gera. Hún fékk enga meðferð, einkennin
löguðust á nokkrum dögum og hefur hún
verið alveg einkennalaus síðan. Magaspeglun
um miðjan apríl 1984 sýndi eðlilegan maga og
skeifugörn.
Tafla V. Einkenni, hálfu til sex árum eftir hnitrof á
skreyjutaug, hjá 35 sjúklingum í ársbyrjun 1984.
Flokkuð
Umtals-
Einkenni Væg verð
Mataróþol
a) Almennt fæði, kaffi, brasaðurmatur 2 í
b) fita 7 -
Brjóstsviði 4 2
Fyllitilfinning, uppþemba, ógleði 7 2
Verkir fyrir bringspölum 3 2
Vindspenningur, vindgangur .. 5 2
Niðurgangur 5 2
Hröð tæming (dumping) -
Tafla VI. Flokkun einkenna samkvœmi Visick-skala
(sjá mynd 1) ífebrúar-mars 1984.
Staðsetning sárs Visick-flokkur
eða bólgu fyrir
aðgerð I II III IV AIls
Ulcus duodeni . 12 4 1 _ 17
Ulcus pylori . 4 - 1 - 5
UIcus duodeni et pylori . 2 1 - - 3
Ulcus ventriculi . 2 3 - - 5
Ulcus duodeni et ventriculi.... . 1 - - - 1
Gastro-duodenitis*) 3 1 - - 4
Samtals 24 9 2 - 35
*) Sjá athugasemd við töflu II.
Þótt ekki hafi verið sýnt fram á sár hjá þeim
tveimur sem flokkaðir eru í hóp III verður
einkennanna vegna að telja árangur aðgerðar
í þeim tilvikum ófullnægjandi.
UMRÆÐA
Fjórtán ára reynsla hefur áunnið hnitrofs-
aðgerð á skreyjutaug án magaopslögunar eða
miðhlutunar á neðri þriðjungi maga (pyloro-
plasty eða antrectomy) þann sess, að hún telst
nú til viðurkenndra aðgerða við ætisárum.
Miðað við aðrar aðgerðir við sama sjúkdómi
(Truncal vagotomy, pyloroplasty, antrecto-
my) er hún lífeðlisfræðilega æskilegri, hefur
lægri dánartíðni og færri fylgikvilla, en hærri
endurmyndun sára (3-10).
Tíðni endurmyndaðra sára eftir hnitrofs-
aðgerð, er mismunandi eftir uppgjörum og er
oftast á bilinu fimm til tíu af hundraði (11-14).
Flest endurmynduð sár virðast koma innan
tveggja ára frá aðgerð, en einstaka grein-
arhöfundur telur að tíðni þeirra aukist í beinu
hlutfalli við árafjölda frá aðgerð (11).
Á undanförnum árum hafa margir
skurðlæknar notað hnitrofsaðgerð af fleiri
ástæðum, en upphaflega var gert og beitt
henni við sári í maga, sári bæði í maga og í
skeifugörn og margbrotnum (»komplise-
ruðum«) sárum í skeifugörn (15-18).
Varðandi sár í maga eru menn ekki á eitt
sáttir um hvaða aðgerð sé best, enda orsakir
fyrir sári í maga enn óþekktar (5, 15). Sú
tilgáta, sem á mestu fylgi að fagna í dag, er að
bakflæði frá skeifugörn ofbjóði slím-
húðarvörn magans og opni þannig leið fyrir
sýru og prótínkljúfa að slímhúðinni. Sé þessi
tilgáta rétt, ætti aðgerð sem eykur ekki eða
jafnvel minnkar bakflæðið, um leið og hún
dregur úr sýruframleiðslu að henta vel (2, 5,
15, 16). Jordan (15) sýnir fram á góðan
árangur hnitrofsaðgerðar, ásamt brottnámi á
sárinu, við ætisárum í maga.
í þessu uppgjöri frá Landakoti, er sjúk-
lingahópurinn blandaður, þ.e. hafa sár í
maga, í skeifugörn, bæði í maga og i
skeifugörn, eða eru með langvinnar bólgur í
maga og skeifugörn.
Niðurstöður okkar eru mjög sambærilegar
við niðurstöður úr erlendum greinum, bæði á
heildina litið og einnig ef eingöngu er tekinn sá
hópur er hefur sár í skeifugörn.
í nýlegu uppgjöri frá Mayo Clinic (11) með