Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 109 hafa ekki haft tíma til að sinna. í reynd hefur því risið upp á sjúkrahúsunum fjölmennur hópur skrifstofufólks og hjúkrunarstjóra, sem situr fundi í gríð og erg á meðan almennt starfsfólk hefur ekki undan í störfum sínum. Nauðsynlegt er, að bæði læknadeild og læknafélögin taki á þessum málum. Tengsl við önnur félög. Félag ungra lækna starfar í nánum tengslum við Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur. Einn unglæknir, Finnbogi Jakobsson, situr í stjórn L.í. Þórður Þórkelsson og Margrét Odds- dóttir sóttu aðalfund L.í. á ísafirði í ágúst sl. Undirrituð sótti kjaramálafundi L.í. og for- mannaráðstefnu L.Í., svo og »Centralstyrel- semöte« norrænu læknafélaganna, sem hald- ið var hér í Reykjavik í júní sl. Undirrituð og Þórður Þórkelsson sitja í stórráði L.R., sem er aukastjórn þess félags. Félagið á einnig fulltrúa í samninganefndum L.í. og L.R. Nýlega var skipt um fulltrúa. Bárður Sigurgeirsson er nú fulltrúi okkar í samninganefnd L.í. og Halldór Kolbeinsson í samninganefnd L.R. Félagið tók einnig virkan þátt í starfsemi NRYL (Nordisk rád för yngre lákare) og PWG (Permanent working Group Associati- on for junior hospital doctors), en nánar verður gerð grein fyrir því í kaflanum um utanríkismál hér á eftir. Að lokum. Starfsemi stjórnar FUL miðast mjög við það, að sjá um hin sömu stóru mál félagsins, þ.e. atvinnu- og menntunarmál, sem svo mjög tengjast hvort öðru. Meiri tengsl mættu vera milli stjórnar og félags- manna, en það veikir félag okkar mikið hversu stutt við stöndum við hér á landi áður en haldið er út til sérnáms, svo og að vinnuálag er mikið hjá flestum unglæknum. Að lokum vil ég þakka félögum mínum í stjórn FUL gott samstarf, svo og starfsfólki skrifstofu læknafélaganna.. V.H. KJARAMÁL OG FLEIRA Lítið markvert hefur gerst í kjaramálum unglækna síðan kjarasamningar voru undir- ritaðir síðastliðið vor. Samninganefnd Læknafélags Reykjavíkur átti viðræður við Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóra Borgarspítalans, einu sinni í aprílmánuði sl., og voru þar rædd trygginga- mál í neyðartilvikum. Lýstu nefndarmenn þar óánægju sinni með tryggingar í hópslysum og í neyðarbíl. Hefur þessum málum nú verið komið í höfn, mest fyrir tilstilli unglækna starfandi á neyðarbíl, Finnboga Jakobssonar o.fl. Mun nú trygging fyrir hvorn tveggja, hjúkrunarfræðing og lækni, starfandi á neyðarbíl vera hæst að fjárhæð kr. 5 millj. við dauða. Tryggingarupphæð fyrir hvern fjögurra, sem fara í hópslysaútköll, er 2 millj., sem þó verður að teljast í lægri kantinum. í hópslysatilvikum verður að gera lögreglu viðvart, að ferðin muni verða, standi yfir eða hafi verið farin. Undirritaður hefur ekki aflað sér upplýs- inga um, hvernig er háttað hópslysatrygg- ingum hjá Landspítala- eða Landakots- mönnum, en þær munu vera í góðu lagi hjá læknum starfandi við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þess ber að geta, að sjúkrahús- læknar starfandi eftir kjarasamningi ríkis og borgar við Læknafélag íslands og Lækna- félag Reykjavíkur, hafa ákvæði í samning- um um tryggingu vegna ferðar á vegum vinnu- veitanda, (sbr. 15. gr., 7. mgr.). Ekki hefur verið látið reyna á hvíldar- ákvæði, (sbr. kjarasamning BHM oglandslög um vinnuvernd) og 10-reglu, fyrir dómstól- um, enda hefur undirritaður ekkert heyrt undanfarið um, að unglæknum sé mismunað í þessum efnum. Ef af málarekstri yrði, þyrfti hann að fara fram á vegum læknafélaganna. Heilbrigðismálaráðherra hefur ekki sýnt nein viðbrögð við þeirri kröfu, að á meðan hann skyldar okkur til héraðsdvalar verði ferða- og uppihaldskostnaður greiddur. Bréf, þar sem farið var fram á þetta, var ritað fyrir u.þ.b. einu ári. Þyrfti að vekja máls á þessu að nýju. Kjararáðstefna Læknafélags íslands var haldin nú í sumar. Undirritaður komst ekki til hennar, en formaður FUL sat ráðstefnuna. Var farið í gegnum nýgerða kjarasamninga fyrir hina ýmsu hópa lækna, en unglæknar fengu mjög lítinn tíma til að segja hug sinn, þar sem kíkt var á þeirra mál í lok fundartíma, sem þá hafði dregist úr hömlu. Ekkert markvert, sem snertir kjaramál unglækna, kom þar fram. Aðalfundur L.í. fór fram á ísafirði í lok ágústmánaðar. Ekki voru kjaramál ofarlega á baugi, að sögn fulltrúa FUL þar. Þó var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.