Læknablaðið - 15.04.1985, Side 53
LÆKNABLAÐIÐ
109
hafa ekki haft tíma til að sinna. í reynd hefur
því risið upp á sjúkrahúsunum fjölmennur
hópur skrifstofufólks og hjúkrunarstjóra,
sem situr fundi í gríð og erg á meðan almennt
starfsfólk hefur ekki undan í störfum sínum.
Nauðsynlegt er, að bæði læknadeild og
læknafélögin taki á þessum málum.
Tengsl við önnur félög. Félag ungra lækna
starfar í nánum tengslum við Læknafélag
íslands og Læknafélag Reykjavíkur. Einn
unglæknir, Finnbogi Jakobsson, situr í stjórn
L.í. Þórður Þórkelsson og Margrét Odds-
dóttir sóttu aðalfund L.í. á ísafirði í ágúst sl.
Undirrituð sótti kjaramálafundi L.í. og for-
mannaráðstefnu L.Í., svo og »Centralstyrel-
semöte« norrænu læknafélaganna, sem hald-
ið var hér í Reykjavik í júní sl.
Undirrituð og Þórður Þórkelsson sitja í
stórráði L.R., sem er aukastjórn þess félags.
Félagið á einnig fulltrúa í samninganefndum
L.í. og L.R. Nýlega var skipt um fulltrúa.
Bárður Sigurgeirsson er nú fulltrúi okkar í
samninganefnd L.í. og Halldór Kolbeinsson í
samninganefnd L.R.
Félagið tók einnig virkan þátt í starfsemi
NRYL (Nordisk rád för yngre lákare) og
PWG (Permanent working Group Associati-
on for junior hospital doctors), en nánar
verður gerð grein fyrir því í kaflanum um
utanríkismál hér á eftir.
Að lokum. Starfsemi stjórnar FUL miðast
mjög við það, að sjá um hin sömu stóru mál
félagsins, þ.e. atvinnu- og menntunarmál,
sem svo mjög tengjast hvort öðru. Meiri
tengsl mættu vera milli stjórnar og félags-
manna, en það veikir félag okkar mikið
hversu stutt við stöndum við hér á landi áður
en haldið er út til sérnáms, svo og að vinnuálag
er mikið hjá flestum unglæknum.
Að lokum vil ég þakka félögum mínum í
stjórn FUL gott samstarf, svo og starfsfólki
skrifstofu læknafélaganna.. V.H.
KJARAMÁL OG FLEIRA
Lítið markvert hefur gerst í kjaramálum
unglækna síðan kjarasamningar voru undir-
ritaðir síðastliðið vor.
Samninganefnd Læknafélags Reykjavíkur
átti viðræður við Jóhannes Pálmason, fram-
kvæmdastjóra Borgarspítalans, einu sinni í
aprílmánuði sl., og voru þar rædd trygginga-
mál í neyðartilvikum. Lýstu nefndarmenn þar
óánægju sinni með tryggingar í hópslysum og
í neyðarbíl. Hefur þessum málum nú verið
komið í höfn, mest fyrir tilstilli unglækna
starfandi á neyðarbíl, Finnboga Jakobssonar
o.fl. Mun nú trygging fyrir hvorn tveggja,
hjúkrunarfræðing og lækni, starfandi á
neyðarbíl vera hæst að fjárhæð kr. 5 millj. við
dauða. Tryggingarupphæð fyrir hvern
fjögurra, sem fara í hópslysaútköll, er 2
millj., sem þó verður að teljast í lægri
kantinum. í hópslysatilvikum verður að gera
lögreglu viðvart, að ferðin muni verða, standi
yfir eða hafi verið farin.
Undirritaður hefur ekki aflað sér upplýs-
inga um, hvernig er háttað hópslysatrygg-
ingum hjá Landspítala- eða Landakots-
mönnum, en þær munu vera í góðu lagi hjá
læknum starfandi við Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri. Þess ber að geta, að sjúkrahús-
læknar starfandi eftir kjarasamningi ríkis og
borgar við Læknafélag íslands og Lækna-
félag Reykjavíkur, hafa ákvæði í samning-
um um tryggingu vegna ferðar á vegum vinnu-
veitanda, (sbr. 15. gr., 7. mgr.).
Ekki hefur verið látið reyna á hvíldar-
ákvæði, (sbr. kjarasamning BHM oglandslög
um vinnuvernd) og 10-reglu, fyrir dómstól-
um, enda hefur undirritaður ekkert heyrt
undanfarið um, að unglæknum sé mismunað
í þessum efnum. Ef af málarekstri yrði, þyrfti
hann að fara fram á vegum læknafélaganna.
Heilbrigðismálaráðherra hefur ekki sýnt
nein viðbrögð við þeirri kröfu, að á meðan
hann skyldar okkur til héraðsdvalar verði
ferða- og uppihaldskostnaður greiddur. Bréf,
þar sem farið var fram á þetta, var ritað fyrir
u.þ.b. einu ári. Þyrfti að vekja máls á þessu að
nýju.
Kjararáðstefna Læknafélags íslands var
haldin nú í sumar. Undirritaður komst ekki til
hennar, en formaður FUL sat ráðstefnuna.
Var farið í gegnum nýgerða kjarasamninga
fyrir hina ýmsu hópa lækna, en unglæknar
fengu mjög lítinn tíma til að segja hug sinn,
þar sem kíkt var á þeirra mál í lok fundartíma,
sem þá hafði dregist úr hömlu. Ekkert
markvert, sem snertir kjaramál unglækna,
kom þar fram.
Aðalfundur L.í. fór fram á ísafirði í lok
ágústmánaðar. Ekki voru kjaramál ofarlega á
baugi, að sögn fulltrúa FUL þar. Þó var