Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1985, Qupperneq 5

Læknablaðið - 15.04.1985, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 81-5. 81 Margrét Oddsdóttir, Sigurgeir Kjartansson HNITROFSAÐGERÐIR Á SKREYJUTAUG Á LANDAKOTI 1977-1983 ÚTDRÁTTUR í greininni er sagt frá árangri þrjátíu og fimm hnitrofsaðgerða á n. vagus (skreyjutaug) hjá fimmtán konum og tuttugu körlum á aldr- inum tuttugu og tveggja til sextíu og níu ára. Allar aðgerðirnar voru framkvæmdar á Landakoti á árunum 1977-1983. í febrúar og mars 1984 var samband haft við alla þrj átíu og fimm sjúklingana og þeir spurðir um einkenni fyrri sjúkdóms, eftirköst og fylgikvilla. Þrjá- tíu og þrír voru við góða líðan, en tveir þurftu stöðuga lyfjameðferð vegna einkenna frá maga og skeifugörn. Enginn gaf sögu um hraða magatæmingu (dumping). Miðað er við Visick-skala við mat á árangri og borið er saman við árangur erlendra uppgjöra. INNGANGUR Hlutverk skreyjutaugaboða í sýrumyndun maga, og þar með tilstuðlan ætisára í maga og skeifugörn, er löngu þekkt. Árið 1957 viðruðu Harkins og Griffith fyrstir þá hugmynd (1, 2), að minnka sýru- myndun án þess að trufla tæmingu maga, með því einu að rjúfa þær taugagreinar, er liggja til sýrumyndandi hluta magans, en þyrma meg- instofni taugarinnar og þeim greinum er liggja til neðri hluta og magaops. Rannsóknir þeirra á hundum lofuðu góðu, en aðferðin hlaut þó ekki útbreiðslu þá um hríð. Tíu árum síðar beittu Holle og Hart (1, 2) fyrstir þeirri aðferð er byggði á rannsóknum Harkins og Griffiths og ruddi þar með braut aðgerð, er síðan hefur hlotið ýmis nöfn í fræði- ritum og meðal lækna yfirleitt, en »Highly Selective Vagotomy« og »Parietal Cell Vago- tomy« eru þeirra algengust. Þar sem aðgerð- inni hefur enn ekki verið valið íslenskt nafn verður í eftirfarandi texta notast við »hnitrof skreyjutaugar«, nafngift er skýrir sig sjálf. Árangursríku hnitrofi skreyjutaugar í nú- verandi mynd lýstu Amdrup í Kaupmanna- Frá Landakotsspítala. Barst ritstjórn 07/01 1985. Samþykkt til birtingar og sent prentsmiðju 12/01 1985. höfn og Johnston í Leeds árið 1969 (1, 2). Síðan hefur aðgerðin rutt sér til rúms í vaxandi mæli og er nú ásamt gagnrofi skreyjutaugar og magaopslögun eða mið- hlutun á neðri þriðjungi maga (Truncal vagotomy, pyloroplasty, antrectomy) viður- kennd aðgerð við ætisárum (1, 2, 3). Síðasta áratug hefur birst mikill fjöldi uppgjöra og árangur hnitrofsaðgerðar verið metinn miðað við aðrar viðurkenndar aðgerðir. Kostir hennar og takmarkanir eru því að koma í ljós. Árið 1977 birtist i Læknanemanum grein eftir Gauta Arnþórs- son þar sem hann lýsir m.a. reynslu sinni af aðgerð þessari (3). Eftirfarandi uppgjör þrjátíu og fimm hnit- rofsaðgerða, er allar voru gerðar á Landa- koti af öðrum höfundi (SK) þessarar greinar er framlag í þann fræðabálk. EFNIVIÐUR Sjúk/ingar. Á árunum 1977 til 1983 voru gerðar á Landakoti 35 hnitrofsaðgerðir á skreyjutaug. Fyrsta árið var ein aðgerð fram- kvæmd, flestar urðu þær ellefu, en að meðaltali voru gerðar fimm aðgerðir á ári. í febrúar og marz 1984 voru allir sjúkling- arnir metnir með tilliti til árangurs, eftirkasta og fylgikvilla. Tuttugu og sex þeirra komu í viðtal og skoðun. Símasamband var haft við átta, er bjuggu úti á landi eða erlendis og einn svaraði spurningalista bréflega (búsettur erlendis). Frá aðgerð höfðu þá liðið rúm sex ár mest, en fimm mánuðir minnst. Meðaltími frá aðgerð var 2,8 ár. Alls voru þetta fimmtán konur (33-61 árs) og tuttugu karlar (22-69 ára), en meðalaldur við aðgerð var 43,7 ár. Þrír af þessum 35 sjúklingum voru innan við þrítugt, en fjórir yfir sextugt. í öllum tilvikum hafði lyfjameðferð við ætisárum í maga og skeifugörn verið reynd, en ekki borið tilætlaðan árangur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.