Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 30
96 LÆKNABLAÐIÐ um eða sýnilegum. Margir eru lagðir í skyndi á sjúkrahús vegna lífshættulegs blóðtaps og eru skornir upp í algjörri neyð. Skurðlæknum tekst ekki að koma auga á blæðingarupptökin í allt að fimmtungi tilvika, þegar blæðingar eru frá efri hluta meltingarvegar og allt að 70 af hundraði tilvika, þegar blæðingar eru frá neðri hluta hans (5, 6). Orsakir blóðleka um endaþarm eru margar og þær má finna víða í meltingarvegi, allt frá munnholi til bakraufargangs. Meðal þeirra má nefna þindarhaul, æðahnúta í vélinda, sár í maga, skeifugarnarsár, æxli í mjógirni, æxli og sepa í ristli, pokamyndun í ristli og gylliniæð. Hjá ungu fólki hefir ristilbólga með sárum (colitis ulcerosa) verið talin algeng- asta orsök blæðinga um endaþarm, en poka- myndun í ristli hjá rosknu fólki (4). Alla þessa sjúkdómsþætti, að mjógirnisæxlum undan- teknum, er í langflestum tilfellum unnt að greina með hefðbundnum rannsóknar- aðferðum, til dæmis baríum-röntgenskoðun og speglun efri og neðri hluta meltingarvegar. Hafi þessar rannsóknir, sem oft þarf að marg endurtaka, ekki staðgreint blæðingarupp- sprettuna hjá sjúklingi með langa sögu um duldar eða sýnilegar blæðingar frá meltingar- vegi, ber að leiða hugann að möguleika á ýmsum æðamissmíðum og litlum æðaæxlum, t.d. meðfæddum æðagöllum, slagæða- bláæða-missmíðum, útvíkkuðum bláæða- flækjum, slagæðaflækjum og æðaæxlum eins og angioma og spider angioma samfara Rendu-Osler-Weber sjúkdómi (5, 7, 8, 9). Öll þessi mein eiga það sameiginlegt, að geta valdið blóðleka um endaþarm og að vera vandfundin með hefðbundnum rannsókn- arðferðum. Þessar meinsemdir hafa Iengi verið þekktar meðal meltingarfræðinga og meinafræðinga og verið kallaðar einu nafni angiodysplasia. Fyrir tilkomu æðaskoðunar í kviðarholslíffærum voru æðameinsemdir i ristli sjaldnar teknar með í mismunagreiningu orsakaþátta blæðinga frá meltingarvegi. Eftir að sýnt var fram á blæðandi æðamein í slímubeð í botnristli með æðaskoðun við aðgerð árið 1960 (10), fór áhugi manna í æ ríkari mæli að beinast að möguleika á meinsemdum hægra megin í ristli sem orsök blæðinga. Þessi áhugi ýtti um leið undir þróun nýrra röntgenrannsókna á innyflaæðum (vi- sceral angiography) í leit að hugsanlegum æðaríkummeinumímeltingarvegi (5,8,9,11, 12, 13, 14). Vaxandi beiting æðaþræðinga vakti smám saman athygli manna á áður óþekktu meini hægra megin í ristli með all sérstæðri æða- mynd og óskyldu öðrum æðagöllum að uppbyggingu. Er heitið angiodysplasia — æðamisvöxtur — nú eingöngu notað um þetta æðafyrirbæri. Tíðni þessa fyrirbæris er mun meiri, en menn hafði órað fyrir áður, en æða- rannsóknir auðvelduðu að finna það. Vefjarannsóknir á sýnum frá ris- og botn- ristli fólks, sem er hálfsextugt og eldra, hafa sýnt breytingar í slímu og slímubeð samrýmanlegar æðamisvexti á mismunandi stigi, er gætu verið möguleg blæðingarupptök í allt að 53% sýna. Þessi vitneskja rennir stoðum undir þá skoðun að æðamisvöxtur sé eins algeng og jafnvel algengari orsök blæð- inga frá ristli hjá rosknu fólki, en blæðing frá ristilpokum (4, 6, 15). Sem fyrr segir, deila menn enn um orsakir ADC. Sumir eru þeirrar skoðunar að hér sé um hreint hrörnunarfyrirbæri í æðum að ræða. Aðrir hafa kennt langvarandi hægða- tregðu um myndun ADC vegna þeirra spennusveiflna, sem taldar eru eiga sér stað í holi og í garnavegg samfara hægðatregðu. Sýnt hefur verið fram á ákveðið samband á milli ýmissa sjúkdóma í æðakerfinu, svo sem háþrýstings og meginæðaþrengsla og blæð- andi ADC. í síðartalda sjúkdómnum er talið, að blóðþurrðardrep í innanþekju æða í slím- húð verði vegna lækkaðs blóþrýstings sam- fara meginæðaþrengslum, en þessir sjúk- dómsþættir út af fyrir sig eru ekki taldir stuðla að myndun æðamisvaxtar (2, 3, 4, 8). Undan- farin ár hefur æðamisvöxtur verið greind- ur í maga bæði hérlendis og erlendis (16). Sjúklingar þeir, sem hér eru til umræðu, uppfylla eitt eða fleiri skilyrði fyrir tilveru æðamisvaxtar — ADC. Öll eru þau eldri en 55 ára. Báðir karlmennirnir eru með háþrýsting. Annar þeirra hefur lengi haft einkenni frá hjarta og æðakerfinu og hinn hefur haft poka í ristli samfara æðamisvexti, en bæði meinin eru til staðar samtímis í allt að 25% tilvika. Þetta leiðir hugann að þeirri staðreynd, að tveir þriðju hlutar þeirra ristilpoka, sem blæðir frá, eru staðsettir hægra megin í ristli, en ekki í bugaristli, (þar sem þeir eru algeng- astir og flestir) og að þeirri nauðsyn, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.