Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1985; 71: 91-7. 91 Pedró Ólafsson Riba1), Bjarki Magnússon2), Þorkell Bjarnason3), Nick Cariglia4), Gauti Arnþórsson5) ÆÐAMISVÖXTUR í BOTNRISTLI Angiodysplasia coeci — ADC Sagt er frá fyrstu þrem tilfellunum af æðamis- vexti í botnristili, sem greind hafa verið hér á landi. Sjúkrasögurnar eru sagðar, greint er frá smásjárgerð meinsemdarinnar, hugmynd- um manna um eðli hennar og orsakir. Rætt er um rannsóknir á kvillanum og meðferð hans. INNGANGUR Æðamisvöxtur (angiodysplasia — AD) er æðagalli, einn til tíu millímetra að stærð, í slímubeð garnaveggs, sem leki getur komið að, með skyndiblæðingum, mismiklum að magni eða með langvarandi og endurteknum duldum blæðingum. Af þessu getur leitt langvarandi blóðleysi. Aðalaðsetur þessa æðagalla er í botnristli (coecum) og í ristli (colon ascendens). Lang- flest tilfelli æðamisvaxtar í botnristli (angio- dysplasia coeci — ADC) hafa verið gagnstæð ristilhengi, gegnt ristilsloka (valvula ileocoe- calis). Vegna smæðar þeirra og legu tekst ekki með venjulegum rannsóknum að staðsetja meinin, t.d. við röntgenrannsókn með skuggaefni. Meinið er ósýnilegt berum augum og finnst ekki við þreifingu við aðgerð. Ristilspeglun (colonoscopy) hefur reynst áhrifaríkari í leit að ADC, en af skiljanlegum ástæðum er rannsóknin ýmsum tæknilegum erfiðleikum bundin. Erfitt getur reynst að koma ristilspeglinum upp alla króka og beygjur yfir í botnristil. Meinið getur leynst á milli fellinga og smáfleiður af völdum ristil- spegils geta líkst AD-meini og oft er ógerlegt að finna það meðan á blæðingu stendur. Með ísótópa-merktum blóðfrumum er unnt að leita uppi þann stað sem blæðir frá, meðan á blæðingu stendur. Þessi rannsókn- araðferð gefur hins vegar engar upplýsingar um eðli þeirrar meinsemdar, sem að baki liggur (1). Þegar allt annað þrýtur, er sérvalin æða- skoðun á innyflaæðum sú greiningaraðferð, sem vænlegust er til árangurs og haft getur úrslitaþýðingu, þegar reynt er að grafast fyrir um orsakir dulinnar eða sýnilegrar blæðingar frá meltingarvegi. Með sérinnspýtingu í efri hengisslagæð (a. mesenterica superior) er unnt að staðgreina ADC. Önnur blæðandi mein koma til álita í mismunagreiningu, en æðamynstur þessa galla er svo dæmigert og sérstætt, að enginn vafi Ieikur á greiningunni. Önnur séreinkenni þessarar meinsemdar eru, að unnt er að greina hana bæði þegar blæðir úr henni og eins milli blæðinga. Nákvæm staðsetning á meininu með æða- skoðun fyrir aðgerð eða með æðamyndatöku (angiography) af sýninu strax eftir aðgerð, er til mikils hægðarauka fyrir meinafræðinginn. Hann getur þá með hliðsjón af æðamyndinni tekið vefjasýni af rétta svæðinu til smásjárskoðunar og þar með staðfest eða rengt greininguna. Meinsemdin, ADC, hefur verið þekkt meðal líffærameinafræðinga, meltingar- fræðinga og reyndar líka meðal röntgen- lækna á annan áratug, en það var ekki fyrr en upp úr 1975, að mönnum ljóst, að orsakasamband er milli hennar og blæðingar úr meltingarvegi. Hefur ADC verið æ meira í brennidepli síðan sem blæðingarvaldur og gefið tilefni til margra ritsmíða og jafnvel málþinga. Þótti því rétt að segja frá fyrstu þrem tilfellunum af ADC sem greind hafa verið hérlendis og um leið að vekja athygli á þessu góðkynja, en sjúkdómsvaldandi fyrir- bæri, í mismunagreiningu hjá sjúklingum með endurtekna blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar. Sjúkrasögur Um er að ræða tvo karla og eina konu, öll með dæmigerðan, en mislangan sjúkdómsferil. Öll voru þau skorin upp og hjá öllum var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.