Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.04.1985, Blaðsíða 62
114 LÆKNABLAÐIÐ vorið 1950 og Ragnar Ásgeirsson nú fyrir nokkrum árum. Kaj Jessen tók sitt próf í ársbyrjun, en sigldi svo til framhaldsnáms í Danmörku og dó þar á stríðsárunum. Eftir úr hópnum eru þessir þrír heiðursmenn*), sem þið sjáið hér meðal heiðursgesta ykkar og kynni nú einhverjum að fljúga í hug hið fornkveðna, að »það lifir lengst, sem hjúum er leiðast«. Við stunduðum okkar próflestur, að ég held, eins og síðasta-árs-stúdentar hafa gert bæði fyrr og síðar. Þetta voru mildir og blíðir apríl- og maídagar, sem liðu skjótt og áður en nokkurn varði var prófið skollið á. Síðasta skriflega prófið var 10. maí, og þegar við gengum niður í Alþingishús um morguninn, albúin til skrifta, var miðbærinn morandi af breskum hermönnum með byssur um öxl. Þeim hafði verið skipað hér upp í býtið og ísland var ekki lengur frjálst og fullvalda ríki. Inni í gangi þinghússins beið okkar rektor Háskólans, fullur ábyrgðar og áhyggju og bað okkur þess lengstra orða að ganga stillt og með fullri rósemi að prófborðinu, eins og ekkert hefði í skorist. Hér hefðu mikil tíðindi orðið, en öllum góðum landsins börnum bæri að taka þeim með ýtrasta jafnaðargeði. Við byrjuðum að krota og ekkert okkar féll. Það hafði nú ekki verið spáð neitt sérstaklega vel fyrir atvinnuhorfum okkar. Þegar við settumst í læknadeild varaði ábyrgur aðili þar okkur við að leggja út á þá braut; við myndum aldrei fá neitt að gera sem læknar. Auk þess voru stundum hér á árum áður hafðar uppi þær kenningar, að flestir háskólaborgarar ættu völ fleiri kosta en kandídatar úr lækna- deild. Því var haldið fram og rökstutt með reynsludæmum, að t.d. guðfræðingum væru allir vegir færir, þótt þeir sæktu ekki um brauð. Þeirgætuorðiðkennararogskólastjór- ar, blaðamenn og ritstjórar, bankastjórar, alþingismenn og ráðherrar og guð má vita hvað. Aftur á móti gætu læknar eiginlega ekki gert nokkurn skapaðan hlut nema fást við lækningar. Til þess kom nú aldrei, sem betur fer líklega, að við þyrftum að freista gæf- unnar sem bankastjórar eða ráðherrar, því að atvinnuhrakspáin reyndist falsspá. Þó vil ég ekki segja að við höfum öll verið jafnt og þétt önnum kafin í fyrstu, því að einn úr hópnum *) auk ræðumanns þeir Ólafur Bjamason og Þórður Oddsson. skrifaði mér úr litlu og afskekktu héraði, þar sem hann sat um stundarsakir, að praxísinn væri heldur fátæklegur. Þegar hann hafði dvalist þar í þrjár vikur án þess að sjá eða heyra nokkurn sjúkling, kom til hans bóndi úr sveitinni, fyrsti viðskiptavinurinn. En erindi hans var þá að kaupa túttu handa barni sem þeim hjónunum hafði nýlega fæðst. Ef læknar af okkar kynslóð, væru spurðir hvernig það hafi verið að stunda lækningar á þessum árum, myndu flestir okkar væntan- lega svara eitthvað á sama veg og barnið, sem var spurt hvernig væri að vera í skólanum: »Bara svona nokkuð ágætt.« Menn voru stundum einangraðir og starfið erfitt, en þetta hefur breyst til batnaðar víðast hvar, þótt enn sé ýmsu ábótavant. Samvinna lækna mun yfirleitt hafa verið góð, þar sem henni var á annað borð til að dreifa í bæ eða sveit og árin hafa liðið fljótt og nú sitjum við hér, og erum í þann veginn að draga saman seglin. Á okkar tíð hafa læknar landsins staðið saman í blíðu og stríðu, og ekki alls fyrir löngu hélt Læknafélag Reykjavíkur hátíðlegt 75 ára afmæli sitt með miklum skemmtilegheitum og veisluhöldum (það lætur skammt stórra högga milli), en eftir því sem árgangarnir stækka og viðfangsefnin og áhugamálin grein- ast í fleiri áttir, er hættara við brotalöm í samstöðunni. Sumum þykja heilsugæslu- stöðvarnar, sem rísa víðsvegar um landið, vera óþarflega dýrar og fínar; öðrum finnst sem spítalabáknin gleypi helst til stórar sneiðar af fjármunakökunni, sem er ætlað að treina lífið og heilsuna í þjóðinni. Og svo skemmta menn skrattanum með því að bera tilfinningar sínar á torg í fjölmiðlum. Og skrattinn segir: »Hæ, gaman, gaman, lækna- mafían er að gliðna í sundur. Nú eru þeir farnir að kroppa augun hver úr öðrum.« En við skulum bara vona að íslenskir læknar beri gæfu til að starfa saman og standa saman, þegar með þarf — og þess þarf oft. Skáldið Jóhann S. Hannesson segir í kvæðinu Til læknisins, vinar míns: Og finnst þér það nú tækilegast tróð í tómið milli fæðingar og daua að tappa þvag og taka mönnum blóð og tolla vægt hinn sorgumslegna og snauða?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.