Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1987, Side 5

Læknablaðið - 15.11.1987, Side 5
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 359-63 359 Björn Guðbjörnsson 1), Sigurður B. Þorsteinsson 1), Karl G. Kristinsson 2), Egill Þ. Einarsson 3), Alice Friis-Möller 4), Catherine Rechnitzer 4), Þorsteinn Blöndal 1) LUNGNABÓLGA Orsakir og gildi greiningaraðferða ÚTDRÁTTUR Við framvirka rannsókn hjá 91 sjúklingi með lungnabólgu fundust orsakir hjá 75%. Hjá 42% fannst ein orsök en hjá 33% tvær eða fleiri. Þær örverur, sem oftast ollu sýkingum voru Streptococcus pneumoniae (36%), Legionellae (17%) og Haemophilus influenzae (15%). Til greiningar voru notuð hrákasýni, blóðsýni, berkjuslím fengið með barkaástungu og bráða- og afturbatasermi. Athyglisvert var hversu margir sjúklingar gátu ekki hóstað upp hráka. Auðveldara var að túlka niðurstöðu smásjárskoðunar og ræktunar á berkjuslími en á hráka. Barkaástungur leiddu ekki til neinna alvarlegra aukaverkana og auðvelduðu val á upphafsmeðferð. INNGANGUR Lungnabólga er enn meðal algengustu dánarmeina og hefur dánartíðni af völdum lungnabólgu hjá öldruðum lítið lækkað á síðustu þremur áratugum (1). Rannsóknir hafa ekki verið gerðar hérlendis á orsökum bráðrar lungnabólgu. Á lyflækningadeild Landspítalans þótti því bæði tímabært og forvitnilegt að kanna orsakir lungnabólgu nánar. Öllum tiltækum greiningaraðferðum var beitt og reynt að meta gagnsemi þeirra. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsakaðir voru allir lungnabólgusjúklingar, sem lagðir voru inn á lyflækningadeild Landspítalans frá 1. október 1983 til jafnlengdar næsta árs og einnig þeir sjúklingar, sem vitað var um að hefðu fengið lungnabólgu í legu sinni á deildinni á þessum tíma. Alls voru 110 líkleg lungnabólgutilfelli hjá 109 sjúklingum skoðuð. Frá 1) Lyflækningadeild Landspítalans, 2) Rannsóknastofa Háskólans í sýklafræði, 3) Rannsóknastofa Háskólans í veirufræði, 4) Statens Seruminstitut, Kaupmannahöfn, Danmörk. Barst 17/02/1987. Samþykkt 10/03/1987. Við nánari athugun reyndust 18 ekki hafa lungnabólgu og er efniviðurinn því 91 einstaklingur með 92 lungnabólgur. Sjötíu og tveir (33 konur og 39 karlar) voru lagðir inn með sjúkdóminn, en 19 (12 konur og 7 karlar) veiktust á deildinni, þar af ein kona tvisvar. Röntgenmynd af lungum var tekin við innlögn eða við upphaf veikinda. Sjúklingar voru spurðir um einkenni frá öndunarfærum ásamt öðrum einkennum og þeir skoðaðir. Gerð var almenn blóðrannsókn ásamt deilitalningu hvitra blóðkorna, sökk og aðrar rannsóknir, sem við áttu hverju sinni. Reynt var að fá hrákasýni frá öllum, stundum með aðstoð sjúkraþjálfara. Hrákinn var síðan Grams litaður og skoðaður strax. Gæði sýnisins voru metin, þ.e.a.s. sýni er höfðu fleiri en 25 hvít blóðkorn/sjónsvið í 100-faldri stækkun og færri en tíu flöguþekjufrumur, voru talin gæðasýni (2, 3). Þau sýni, sem ekki uppfylltu þessi skilyrði töldust lök. Hráki var ræktaður á venjulegum ætistegundum og hefðbundnum aðferðum beitt við greiningu einstakra bakteríutegunda. Engin tilraun var gerð til að rækta Legionella pneumophila og skyldar bakteríur né heldur veirur. Til að ná berkjuslími án mengunar frá hálsi og munni, var gerð barkaástunga (trans-tracheal aspiration, TTA), nema annað mælti gegn því (4, 5). Saltvatni var ekki sprautað í plastlegginn nema þegar ómögulegt var að ná sýninu öðru vísi. Ræktanir á barkaástungusýnunum voru gerðar á sama hátt og á hrákanum, en að auki var ræktað við loftfirrð skilyrði. Við innlögn eða upphaf veikinda voru tvær blóðræktanir gerðar hjá öllum sjúklingunum. Þess var gætt að hefja ekki sýklalyfjameðferð fyrr en öll ræktunarsýnin höfðu verið tekin. Sermi var tekið við upphaf veikinda og aftur einni til þremur vikum síðar. Gert var komplementsbindipróf gegn Influenzu A og B,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.