Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 6

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 6
360 LÆKNABLAÐIÐ Parainfluenzu I, II og III, Adenoveiru, RS-veiru, Chlamydia psittaci og Mycoplasma pneumoniae. Einnig voru kuldaagglutinin maeld. Legionellumótefni voru mæld með microagglutination (6, 7). Mæld voru mótefni gegn L. pneumophila sermiflokkur 1-6, L. micdadei, L. bozemanii og L. dumoffii. Orsök lungnabólgu var ákveðin samkvæmt eftirtöldum skilmerkjum: 1. Bakteríur, sem ræktuðust úr blóði töldust orsök lungnabólgu. 2. Meinvænar bakteríur, sem ræktuðust úr berkjuslími eða frá gæðahráka töldust orsök lungnabólgu. 3. Fjórföld eða meiri hækkun mótefna gegn mycoplasma, psittacosis og veirum þótti sanna að um virka sýkingu væri að ræða. 4. Við greiningu á legionellosis var krafist að minnsta kosti fjórfaldrar breytingar mótefna, þó að títri yrði að verða að minnsta kosti 1/32 fyrir tegundirnar L. pneumophila 1, 3, 4; 1/64 fyrir L. pneumophila 2, 5, 6, L. dumoffii, L. gormanii og L. micdadei og hærri en 1/128 fyrir L. bozemanii (6). NIÐURSTÖÐUR Innlagðir sjúklingar. Aldursdreifing sjúklinganna kemur fram á mynd 1. Reyndust 44% eldri en 70 ára, en sjö prósent þjóðarinnar var á þessum aldri. Hafa ber í huga að rannsóknin náði ekki til þeirra sem voru yngri en 16 ára. Meðalaldur var nánast hinn sami hjá körlum og konum eða 60 (14-93) og 61 ár (22-98). Ekki var merkjanlegur munur á fjölda innlagna eftir árstíðum. Fjöldi hvítra blóðkorna var yfir 95% algengismörkum (3,8-10,2) hjá 65% sjúklinganna, en undir hjá fjögur prósent (8). Number of patients 10-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89 90-99 Age in years Fig. 1. Age distribution of 72 patients with community acquired pneumonia. Sökk var hærra en 30 mm/klst við innlögn hjá 60%. Hráki til ræktunar náðist aðeins hjá 57% eða 41 sjúklingi. Þar af reyndust einungis 61% uppfylla gæðakröfur. Fullyrða má þó, að talsvert var gengið á eftir sjúklingum að skila sýni. Barkaástunga var gerð hjá 55 sjúklinganna (76%). Engir alvarlegir kvillar fylgdu í kjölfar ástungnanna. Einstaka sinnum sást blóð í hráka um stuttan tíma. Sneitt var hjá aðgerðinni hjá 17 sjúklingum vegna frábendinga (tafla I). Blóðræktanir voru gerðar hjá 99% sjúklinganna og voru sjö þeirra jákvæðar (9,7%). Fimm sinnum ræktaðist S. pneumoniae, einu sinni E. coli og einu sinni H. influenzae. Frá þessum sjö sjúklingum voru fimm berkjuslímsýni tekin og sýndu öll sömu bakteríu og ræktaðist úr blóðinu. Fjögur hrákasýni voru til samanburðar, þar af þrjú gæðasýni. Frá öllum þessum fjórum sýnum ræktuðust sömu bakteríur og úr blóði. í töflu II kemur fram tíðni mismunandi orsaka lungnabólgu hjá þeim, sem voru lagðir inn með sjúkdóminn. Algengasta ástæðan reyndist S. pneumoniae eða í tæplega 39% tilvika. Bakteríur sem valda legionellosis og H. influenzae komu næst, með 16,7% hvor um sig. Aðrar örverur voru sjaldgæfari, en reyndust þó æði margvíslegar. Fleiri en ein orsök fannst hjá 26,4% og hjá 25,0% engin. AIls létust níu sjúklingar (12,5%), fimm karlar og fjórar konur. Aldur þeirra var 55 ára til 92 ára, meðalaldur var 72 ár. Hjá sex þessara einstaklinga var sýnt fram á S. pneumoniae eina sér eða með öðrum bakteríum. Hjá tveimur ræktuðist Klebsiella pneumoniae. InnUiggjandi sjúklingar. Á deildinni komu upp 20 lungnabólgutilfelli hjá sjö körlum og 12 konum. Meðalaldur kvenna var 64 ár (34-87), en meðalaldur karla var 74 ár (51-86). Þessir sjúklingar lágu á deildinni vegna illkynja sjúkdóma (45%), öndunarfærasjúkdóma (20%), taugasjúkdóma (20%) og ellihrumleika (15%). Heimtur á sýnum til ræktana voru enn lakari en hjá innlögðum. Aðeins sjö hrákasýni fengust (35%) og níu berkjuslímsýni (45%). Barkaástungurnar voru án fylgikvilla. Blóðræktanir voru gerðar hjá öllum. Fimm af sjö hrákasýnum uppfylltu skilyrði um gæði. Til samanburðar þessum sýnum voru tvö berkjuslímsýni og voru ræktunarniðurstöður samhljóða. Barkaástunga var ekki gerð hjá 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.