Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 8

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 8
362 LÆKNABLAÐIÐ berkjuslími eru einnig auðveldari í túlkun því bakteríutegundir, sem geta valdið lungnabólgu eru oft til staðar í hálsi án þess að vera orsök lungnabólgunnar. Á þetta einkum við sjúklinga, sem liggja á sjúkrahúsum eða hafa fengið sýklalyf nýlega (13, 14). Við teljum að á skömmum tíma leiði barkaástunga til gagnlegra upplýsinga, sem gerir upphafsmeðferð beinskeyttari en ella. Orsakir lungnabólgu fundust hjá 75,0% sjúklinganna. Hjá 48,9% fannst ein orsök, en tvær eða fleiri hjá 26,1%, sem er hærra en gengur og gerist (15). Ógreindir voru 25,0% og höfðu þeir oftar tekið sýklalyf fyrir sýnatöku. í sambærilegum rannsóknum er hlutfall ógreindra 17-43%, en allt upp í 52%, ef mótefni fyrir hermannaveiki voru ekki athuguð. Líklega má minnka hóp ógreindra enn frekar, ef beitt er nýjum rannsóknaraðferðum, eins og mótstraumsrafdrætti á mótefnavökum baktería (15). Tvennt kom á óvart varðandi orsakir lungnabólgu. í fyrsta lagi, hversu oft mótefnahækkun gegn Legionellum var til staðar (17,4%), en þegar rannsóknin var gerð hafði slík sýking aldrei greinst hérlendis. í tveimur erlendum rannsóknum var tíðnin 15 og 26% (6, 16). Rétt er að benda á að sjúklingar með háan en stöðugan títra eða einn háan voru ekki taldir með, en hugsanlegt er, að a.m.k. sumir þessara sjúklinga hafi haft legionellosis. Aðferðin, sem notuð var til greiningar (microagglutination) hefur ekki verið rannsökuð jafn rækilega og hin hefðbundna greiningaraðferð (indirect immunofluorescence method). Við samanburð hefur þó altént komið i ljós, að næmi þessara tveggja aðferða til að sýna fram á títrahækkanir er svipuð (7, 17). En önnur rök mæla með að legionellosis sé raunverulegt vandamál hérlendis: Hjá íslenskum blóðgjöfum finnast oft mótefni gegn legionellum (18). L. pneumopila hefur ræktast frá loftræstikerfi sjúkrahússins og fleiri stöðum og einnig frá lungnabólgusjúklingi, sem veiktist inni á sjúkrahúsinu. Það er því mikilvægasta niðurstaða rannsóknarinnar að hafa þarf Iegionellosis ofarlega í huga við greiningu lungnabólgu. í öðru lagi var óvænt hversu oft H. influenzae olli lungnabólgu. Margir stofnar af H. influenzae eru ónæmir fyrir penisillíni, en halda næmi fyrir amínópenisillínum. Enn aðrir stofnar mynda penisillínasa og eru þá ónæmir fyrir t.d. ampisillíni auk penisillíns. Allt þetta gerir »blinda« meðferð lungnabólgu vandasama og varasama. H. influenzae hefur einkum verið talin algengur lungnabólguvaldur reykingamanna og annarra með langvinna lungnasjúkdóma. Ekki var sú tilhneiging áberandi í okkar hópi, en hinsvegar voru blandaðar sýkingar algengari meðal þeirra, sem reyktu daglega en það gerðu 41% kvennanna og 55% karlanna. Sambærilegar tölur í aldursflokknum 60-69 ára hjá islensku þýði (n = 149 og 159) eru 30,2% og 36,5%. (19) Munurinn er marktækur hjá báðum kynjum. Ekki var óvænt, að S. pneumoniae var algengasta orsök Iungnabólgu. Aðrir sýklar eins og E. coli, Staphylococcus aureus og K. pneumoniae komu líka fyrir. Tíðnin var að vísu lág, en þessar sýkingar eru alvarlegar og krefjast skjótrar og réttrar sýklalyfjagjafar. Mælir þetta enn með því að greina orsök lungnabólgu þegar við upphaf veikinda. Veirur ollu sjaldan lungnabólgu, enda einungis stuðst við mótefnamælingar. Dánartalan 19,6%, er há og athyglisvert er að aðrar rannsóknir virðast sýna, að hún hefur lítið sem ekkert lækkað (1), ef miðað er við alla aldursflokka og hráar tölur. Skýrist þetta ef til vill af ónæmari sýklastofnum, nýjum eða áður óþekktum sýkingum, eldri og fleiri sjúklingum með illkynja sjúkdóma og oft stranga meðferð gegn þeim. Þegar hráar dánartölur lungnabólgu hérlendis síðustu 10-15 árin eru aldursstaðlaðar, kemur í ljós, að dánartíðni lungnabólgu hefur lækkað hjá báðum kynjum (20). Mögulegt er, að þetta stafi af bættri meðferð lungnabólgu og verður að teljast líklegt að með framförum í greiningu megi lækka dánartöluna enn frekar. SUMMARY This prospective study of the etiology of acute pneumonia in Iceland during one year involved 92 consecutive episodes of pneumonia in 91 patients, 72 community acquired and 20 nosocomial infections. All traditional diagnostic methods were used including transtracheal aspiration (TTA) when possible (69.6%). Antibodies against Legionella strains were measured by the microagglutination method. It is noteworthy that quality sputum specimens (> 25 WBC/hpf and < 10 epithelial cells/hpf) were obtained in only 32.6%. No complications were seen from the TTA’s and they regularly provided reliable specimens which made choice of initial therapy easier. Str. pneumoniae was the most common etiologic agent 35.9%, L. pneumophila 17.4%, H. influenzae 15.2%. Other agents were identified but less commonly. More than one cause was seen in 26.1% and in 25% no cause was identified. Since many different causes were found
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.