Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1987, Síða 17

Læknablaðið - 15.11.1987, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 369-74 369 Þóra Steingrímsdóttir, Reynir Tómas Geirsson, Björg Kristjánsdótdr BREYTINGAR Á LEGBOTNSHÆÐ í MEÐGÖNGU HJÁ ÍSLENSKUM KONUM ÚTDRÁTTUR Hingað til hefur sænskt legvaxtarrit verið notað í mæðravernd hérlendis sem hjálpargagn við mat á fósturvexti og greiningu léttbura fyrir fæðingu. Með þessari rannsókn var útbúið fyrsta legvaxtarrit fyrir íslenskar konur. í rannsóknina voru valdar heilbrigðar konur með einbura í eðlilegri meðgöngu. Þær komu í mæðraeftirlit á Kvennadeild Landspítalans í 20.-42. meðgönguviku á árunum 1985-86. Mælingar á hæð legbotns frá efri rönd lífbeins (symphysis pubis) í sentimetrum talið voru staðlaðar. Aðeins ein mæling var notuð frá hverri konu. Jafnmargar mælingar, þ.e. 50, voru skráðar í hverri meðgönguviku. Heildarfjöldi mælinga var 1.150. Almenn atriði voru skráð fyrir hverja konu og notuð við samanburð á hópum innan úrtaksins og við aðrar upplýsingar um íslenskar konur á barneignaaldri. Reiknuð voru meðaltöl og ±1, — 1.5 og ±2 staðalfrávik legbotnshæðar fyrir hverja fulla viku meðgöngu. Viðmiðunarlínur fyrir legvaxtarritið fengust með þriðju gráðu fjölþátta aðhvarfsgreiningu á meðaltalinu og staðalfráviksgildunum. Meðaltalsgildi fyrir vöxt legbotns hjá íslenskum konum reyndust tæplega 2 sentimetrum hærri en sænsku gildin, sem notuð hafa verið hérlendis. Samanburður á konum rannsóknarúrtaksins innbyrðis og við íslenskar konur almennt leiddi i ljós mismun í fáeinum atriðum, sem voru skýranleg. í heild virtist sem konur rannsóknarhópsins væru gott úrtak heilbrigðra íslenskra kvenna á síðari helmingi meðgöngu. Lagt er til að svæðið milli - 1,5 og - 2 staðalfrávika megi nota sem viðvörunarsvæði um vaxtarseinkun fósturs, en gildi undir tveim staðalfrávikum sem ákveðnari ábendingu um slíkt ástand. í þeim tilvikum þarf frekari athuganir á vexti og heilbrigði fósturs. Frá Kvennadeild Landsspítalans. Barst 13/05/1987. Samþykkt 18/05/1987. Lykilorð: Prenatal care, prenatal diagnosis, maternal welfare, fetal growth retardation. INNGANGUR Mælingar á hæð legbotns hafa lengi verið notaðar til að fylgjast með vexti fósturs og fá vísbendingu um afbrigðilega meðgöngu, þar sem vexti og viðgangi fósturs væri hætta búin (1-4). Á Norðurlöndum hafa legvaxtarrit verið notuð til að greina léttbura fyrir fæðingu (4-6) og hérlendis hefur sænskt legvaxtarrit (2) verið notað í mæðravernd (7). f Ijósi þess, að íslensk börn fæðast að meðaltali stærri en sænsk (8), er óvíst hvort þetta rit gildir fyrir íslenskar konur. Auk þess var, við gerð sænska legvaxtarritsins, sleppt úr mælingum hjá konum sem að líkamsstærð voru ofan við 90. og neðan við 10. hlutfall (percentil) sænskra kvenna og öllum mælingum frá konum, sem áttu börn með fæðingarþyngd undir eða yfir einu staðalfráviki. Ritið var því aðeins byggt á upplýsingum frá hluta eðlilega þungaðra kvenna. Slíkt þrengir efri og neðri viðmiðunarmörk Iegvaxtarritsins og hefur áhrif á næmi og forspárgildi ritsins. Af þessum sökum var nauðsynlegt að útbúa legvaxtarrit úr mælingum frá íslenskum konum, og var miðað við heilbrigðar konur með einbura. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Frá 1.12.1984 var reynt að staðla aðferð ljósmæðra í göngudeild Kvennadeildar Landsspítalans við mælingar á legbotnshæð, þannig að mælt var í heilum sentimetrum með venjulegum strigamálböndum frá efri brún Iífbeinsins upp eftir fósturyfirborðinu, ef það varð greint. Mælt var á hæsta stað legsins, hvort sem hann var í eða utan miðlínu (2). Desembermánuður 1984 var tilgreindur sem aðlögunartími fyrir mælingaraðferðina. Gerð var þverskurðarathugun (cross-sectional ■ study) og einungis notuð ein mæling frá hverri konu. Mælingar voru valdar og raðað á meðgönguvikur af hendingu úr mælingum, sem gerðar voru eftir 1.1. 1985 og fram til 15.9.1986.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.