Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1987, Síða 27

Læknablaðið - 15.11.1987, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 377 sem til verður á sjúkrahúsum, stafað af Gram-neikvæðum stafbakteríum, svo sem E. coli, Klebsiella pneumoniae, P. aeruginosa o.fl. S. aureus er einnig veigamikill sýkill í þessu tilviki en pnemókokkar finnast sjaldan. Einning þarf að huga að Legionellu í sumum tilvikum, en loftfælnar bakteríur úr munni kunna þó að vera meginorsök með Gram-neikvæðum stöfum, enda leynd og ljós ásvelging algeng hjá veikum sjúklingum á sjúkrahúsum. Penisillín og gentamísín (eða annarrar til þriðju kynslóðar sefalósporín) koma því mjög til greina sem upphafsmeðferð í þessu tilviki. Þó að tilmæli sem þau er að framan greinir séu til hjálpar má gera þau enn markvissari með góðri þekkingu á staðbundinni sýklaflóru. Rétt eins og segir í Birtingi Voltaries að menn skyldu rækta garðinn sinn, ættu læknar að þekkja sýklaflóru eigin umhverfis. Því er rannsókn sú um lungnabólgutilfelli á Landspítala, sem birtist í þessu tölublaði ómetanleg. Rannsóknin er framsýn (prospective) og vel unnin og veitir mikilvægar upplýsingar sem í flestu staðfesta ofangreindar vangaveltur og niðurstöður. Orsakagreiningarhlutfall var hátt eða um 75%. Sá fjórðungur sjúklinganna sem ekki fannst orsök hjá hafði oftar tekið sýklalyf fyrir sjúkrahúsvist, en ekki eru upplýsingar um hvort þeim hafi farnast öðruvísi en öðrum. Þetta undirstrikar þó mikilvægi þess að sýni séu tekin áður en upphafsmeðferð með sýklalyf er hafin, en á því er mjög oft misbrestur hér á landi, ekki einungis í meðferð lungnabólgu heldur flestra smitsjúkdóma. Legionella greindist í rúmlega 17% tilvika með mótefnamælingum. Er það mjög til samræmis við rannsóknir frá nálægum löndum. Greiningin er þó byggð á mótefnamælingu með örkekkjunaraðferð (microagglutination), sem hefur ekki verið könnuð jafnrækilega og hefðbundin greiningaraðferð (indirect imrnunofluorescensce) eins og höfundar benda reyndar á. Ennfremur var sýkla ekki leitað beint (direct fluorescent antibody DFA stain) eða með ræktun á hráka. Ástæða er til að staðfesta ofangreindar niðurstöður með rannsókn þar sem þeim aðferðum væri beitt. Athyglisvert er þó að óbirtar niðurstöður sams konar rannsókna af Borgarspítala falla mjög í sama far (11). Mikil tíðni Hemophilus influenzae er einnig athygliverð. Höfundar litu ekki til sýklalyfjanæmis þeirra H. influenzae-stofna, sem ræktuðust frá sjúklingunum. Upplýsingar frá Rannsóknastofu Háskóla íslands í sýklafræði leiða í ljós, að 8,5% allra H. influenzae stofna sem þangað berast framleiða þ-laktamasa og eru því ónæmar fyrir ampisillíni. Mesta tíðni þ-laktamasa framleiðslu er þó að finna meðal stofna, sem ræktast frá hráka fólks 70 ára og eldra (12). Því er óráðlegt að treysta ampisillíni eða skyldum lyfjum gegn H. influenzae-sýkmgum hjá öldruðum. Ástæða er til að vekja athygli á tilvist BranhameUa catarrhalis, sem orsök lungnabólgu hjá nokkrum sjúklingum í rannsókninni. Ennfremur vekur athygli hversu sjaldan veirur greindust sem orsök (innan við 5%). Orsakir lungabólgu á spítala eru furðu svipaðar orsökum þeirrar sem er utan spítala. Gram-neikvæðir stafir ollu einungis 20% spítalalungnabólgu, sem er mun lægra en í flestum rannsóknum erlendis. Eigi að síður hlýtur há tíðni Legionellu að vera meginniðurstaða greinarinnar. Reyndist hún mikilvæg orsök lungnabólgu bæði hjá þeim er veiktust utan og innan sjúkrahúss. Legionella var talin orsök tæplega 17% þeirra er veiktust utan sjúkrahúsa. Hlýtur þetta að vekja upp þá spurningu, hvort upphafsmeðferð sjúklinga með lungnabólgu, sem lagðir eru inn á sjúkrahús skuli vera erytrómýsin í öllum tilvikum, náist hráki ekki til upphafsgreiningar. Ekki vekur það síður athygli að fimmtungur þeirra sem veiktust inni á sjúkrahúsinu töldust hafa legionellulungnabólgu. Íslíkum tilvikum berst Legionella oftast með vatns-, raka- eða loftræstikerfum enda hefur sýkillinn eins og höfundar benda á, ræktast úr loftræstikerfi Landspítala og fleiri stöðum. Gera má ráð fyrir að Legionella finnist í ýmsum stærri byggingum á landinu, þar á meðal öðrum sjúkrahúsum. Sérstaklega eru staðir, þar sem vatn liggur lengi án rennslis, líklegir til að styðja við bakið á Legionella. Hún hefur einnig fundist í neysluvatni en ekkert bendir til að það auki hættu á sjúkdómnum meðal almennings (7). Legionellufaraldur sem rekja mætti til mengaðs vatns- eða loftræstikerfis veður að teljast fremur ólíklegur hér á landi vegna þess hversu rakatæki og loftkælingarkerfi eru fátíð í húsum hér. Virðist því ekki vera ástæða til leitar að Legionellu í húsum landsins, nema grunur komi upp um faraldur. Verði svo þarf að hreinsa vatnskerfi, annað hvort með blöndun klórs (2-3 ppm) eða

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.