Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1987, Síða 40

Læknablaðið - 15.11.1987, Síða 40
386 LÆKNABLAÐIÐ Smám saman fjölgaði svo sérfræðingum í geðlækningum þar til á árinu 1960 að við vorum orðnir átta starfandi hér á landi, en sá níundi, núverandi prófessor Tómas, sonur Helga heitins, var þá aðstoðarmaður prófessors Strömgrens í Árósum og vann undir handleiðslu hans að stórmerkri faraldsfræðilegri doktorsritgerð sinni um geðsjúkdóma hér á landi sem víða er vitnað til. Þá hafði ég lagt drög að því að hefja sálkönnunarnám í American Institute for Psychoanalysis, hjá skólastjóra þeirrar stofnunar, dr. Harold Kelman og þegar ég sagði honum að við værum orðnir níu íslenskir sérfræðingar taldi hann það vera tímbært að við stofnuðum með okkur félag. Myndi hann þá gjarnan leggja lykkju á leið sína umhverfis hnöttinn og flytja tvo fyrirlestra við Háskólann okkur að kostnaðarlausu. Esra rakti síðan stofnun félagsins sem var fyrsta sérfræðingafélagið. Var stofnfundurinn haldinn 22. apríl 1960 og i fyrstu stjórn sátu auk Esra sem kjörinn var formaður: Kristján Þorvarðarson ritari og Alfreð Gíslason gjaldkeri. Aðrir félagsmenn voru Jakob Jónasson, Þórður Möller, Gunnar Benjamínsson, Grímur Magnússon og Ragnar Karlsson. Sama ár kom síðan Harold Kelman til landsins og flutti tvo fyrirlestra, annan fyrir Geðlæknafélagið og hinn fyrir Læknafélag Reykjavíkur. FYRSTU SPORIN Geðlæknafélagið starfaði í fyrstu af röggsemi og nutum við þess að geta borið saman bækur okkar ásamt samvistanna hver við annan, því stundum er dálítið einmanalegt að fást við geðlækningar úti í bæ. Svo fluttu félagarnir hvern fræðandi fyrirlesturinn af öðrum. Til dæmis um rannsóknir með rafritum á vöðvaspennu geðsjúkra borið saman við heilbrigða, fyrirlestur um Freud og kenningar hans, erindi um geðveiki á efri árum og í elli, erindi um geðlækningar í Rússlandi, Rúmeníu og Austurríki, ástand geðveikramála á íslandi og fleira. En eins og oft vill verða hjá nýjum og fámennum félögum dofnuðu félagsstörfin og fundirnir urðu strjálli. En á fundinum 6. apríl 1971 vaknaði félagið heldur betur til dáða er Tómas Helgason beitti sér fyrir umræðu um geðlækningaráðstefnu Norðurlanda sem fyrirhugað var að halda hér árið 1973. FULLGILDING FÉLAGSINS í tilefni hins væntanlega þings var einnig unnið að greinargerð um skipulag heilbrigðismála á íslandi. Mun Tómas hafa haft mestan veg og vanda af því. Með honum sem formanni störfuðu að undirbúningi og framkvæmd Norðurlandaþingsins þeir Páll Ásgeirsson, Lárus Helgason, Jóhannes Bergsveinsson, Ásgeir Karlsson, Þórður Möller og Karl Strand. Var þetta mikið og vandasamt verk og mun nefndin hafa haldið 60 fundi fyrir þingið og þrjá til fjóra að því loknu. Þingið tókst mjög vel og voru norrænir þátttakendur 507 og fluttir voru 80 fyrirlestrar, þar af 11 íslenskir. Fyrir ágóða þingsins var stofnaður Fræðslusjóður Geðlæknafélags íslands að tillögu Tómasar. Hlaut félagið frama og sóma af þinginu og tók það með því sæti með öðrum fullgildum geðlæknafélögum. Þórður heitinn Möller var ekki aðeins starfsfélagi okkar heldur einnig góðvinur. Hann var tónelskur, trúrækinn og hugljúfur og öllum harmdauði er hann lést fyrir aldur fram 1975. ÁRANGURSRÍK BARÁTTUGLEÐI Um þetta leyti og í nokkur ár eftir það stóðu Tómas og Geðlæknafélagið í harðri baráttu við •ýmsa andstæðinga innan og utan læknastéttarinnar um fyrirhugaða byggingu geðdeildar við Landspítalann. Lauk henni með sigri félagsins. Fátt hefur orðið geðlækningum eins mikið til framdráttar hér eins og hin glæsilega bygging geðdeildarinnar við Landspítalann og sú ágæta starfsemi sem þar fer fram enda eru óánægjuraddirnar að mestu þagnaðar. Er það helst í sambandi við hinn mikla kostnað sem fylgir öllum sjúkrahúslækningum. I upprunalegum lögum félagsins var fyrirskipað að fundir yrðu haldnir að minnsta kosti fjórum sinnum á ári og aðalfundur yrði haldinn árlega í septembermánuði. Vegna þess hversu fámennt félagið var framan af mun þetta ekki alltaf hafa staðist en samt voru margir góðir fundir haldnir og mörg mál tekin fyrir. Spunnust um þau allmiklar umræður og stöku sinnum allharðar deilur. Umræður á fundum voru m.a. um starfssvið göngudeilda, skipulagsskrá og ársskýrslu Fræðslusjóðs Geðlæknafélagsins, notkun róandi og svæfandi lyfja, fyrirlestur prófessors Michael Rutters frá Maudsley Hospital í Lundúnum um »The Skills of Psychiatric Interviewing«, frásögn Páls Ásgeirssonar, Guðmundar B. Guðmundssonar og Eyjólfs Haraldssonar af ferð þeirra til Alþýðulýðveldis Kína. Var það alveg sérlega skemmtilegur fundur og fróðlegt að frétta

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.