Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1987, Síða 41

Læknablaðið - 15.11.1987, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ 387 Stjórn Geðlœknafélags fslands, frá vinstri: Högni Óskarsson, Hannes Pétursson, Jóhannes Bergsveinsson, Grétar Sigurbergsson og Tómas Zoéga. af landi og þjóð og lækningum þeirra sem eru svo fráþrugðnar okkar lækningum. Ennfremur var rætt um framtíðarskipan geðheilbrigðismála, samninga við Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkrasamlag Reykjavíkur, starfsemi geðdeilda Borgarspítalans á Hvítabandinu og víðar, erlend læknamót og erlenda fyrirlesara, bráðabirgðaþjónustu, sérfræðingareglugerð og margt fleira. Árið 1984 var efnt til ráðstefnu um öldrunargeðlækningar með íslenskum og erlendum fyrirlestrum og árið áður hafði félagið staðið fyrir málþingi ásamt geðdeild Landspítalans. NÚVERANDI STJÓRN Núverandi stjórn Geðlæknafélagsins skipa þeir Hannes Pétursson, Högni Óskarsson ritari og Jóhannes Bergsveinsson gjaldkeri. Voru þeir kosnir á aðalfundi 1984 en þá var lögum félagsins breytt nokkuð. Ári síðar bættust tveir menn í stjórnina í samræmi við nýju lögin, þeir Tómas Zoéga og Grétar Sigurbergsson. Tómas tók þá við ritarastörfum og Högni varð varaformaður. Með tilkomu þessara nýju herra og nýju siða má með sanni segja að félagið hafi aftur gengið í endurnýjun lífdaganna. Nýja stjórnin hefur sett met í stjórnarfundum og eru þeir nú orðnir 31 talsins síðan hún var kosin. Hefur stjórnin beitt sér fyrir fjölda málefna, meðal annars fyrir fræðslufundi um sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir, um rannsóknir í geðsjúkdómafræði, málþingi um kynlífsmál, raflækningar og fræðslufundi um hlutdeild sjálfsins, sálarinnar og andans í sállækningum með hliðsjón af kenningum Freuds, Kohuts og Lacans, málþingi um framhaldsmenntun geðlækna með prófessorum frá íslandi, Svíþjóð, Ameríku og Englandi. Er hér fljótt farið yfir sögu og ýmsu sleppt en eins og sjá má er nú haldið á málum félagsins með framtakssemi, forsjálni og festu og má því vænta

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.