Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1987, Side 45

Læknablaðið - 15.11.1987, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 389-91 389 Birna Þórðardóttir EGILSSTAÐIR: HEILSUGÆSLUSTÖÐ OG SJÚKRAHÚS Að loknum aðalfundi Læknafélags Austurlands, sem haldinn var í Neskaupstað í október 1986, eins og áður hefur komið fram i Læknablaðinu, var haldið í Egilsstaði. Þar gafst tækifæri til að skoða heilsugæslustöðina og ræða við heilsugæslulækna. Á Egilsstöðum hefur verið læknisbúseta frá 1944. Sjúkraskýli var tekið í notkun í þorpinu árið 1949 og var það umbyggt sem sjúkrahús 1975. Það reyndist strax of lítið en vonandi rætist úr því þegar nýja sjúkrahúsið, sem er í byggingu, verður tekið í notkun. Nú eru starfandi þrír læknar á Egilsstöðum, þeir Gunnsteinn Stefánsson yfirlæknir, Stefán Þórarinsson héraðslæknir og Þórður G. Ólafsson. AÐBÚNAÐUR OG VINNUAÐSTAÐA Sjúkrahúsið er á tveimur hæðum. Á efri hæð eru sjö stofur, þar af ein fæðingarstofa og ein ungbarnastofa. Ein til þrjár konur geta verið í sængurlegu samtímis. Á neðri hæð eru sex sjúkrastofur, eldhús sjúkrahússins sem mikil þörf er á að stækka og borðstofa. Þar fer einnig sjúkraþjálfun fram við slæm skilyrði og starfa þar tveir hollenskir sjúkraþjálfarar. Setustofur eru á báðum hæðum. Á neðri hæðinni er ennfremur tannlæknastofa og búningsherbergi starfsfólks. Sjúkrahúsið leggur undir sig hálfa heilsugæslustöðina og strandar allt á nýbyggingu sjúkrahússins sem beðið er með óþreyju. Ef vel ætti að vera kæmust fyrir 25-26 rúm á sjúkrahúsinu, en þar eru að meðaltali 32-35 sjúklingar og hafa verið allt upp í 42, segir sig sjálft hve þá er troðið. Mjög margir sjúklinganna eru gamalmenni og leiðir það til þess að sjúklingafjöldi er breytilegur. Reynt er að halda tveim til þrem rúmum á sjúkrahúsinu lausum fyrir bráðatilfelli, þótt það reynist erfitt. Fæðingar á sjúkrahúsinu eru um 35 á ári og fer þeim heldur fækkandi. Heimafæðingar þekkjast ekki lengur. Reynt er að skilgreina áhættumeðgöngur með góðum fyrirvara og senda þær konur í burtu í tíma. Fæðingar hafa yfirleitt gengið vel á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Á Borgarfirði er starfandi ljósmóðir en í öryggisskyni þurfa konur þaðan að koma í Egilsstaði vel fyrir fæðingu. Á sjúkrahúsinu sem verið er að byggja er gert ráð fyrir hjúkrunardeild með 20-24 rúmum á einni hæð. Þar verða einnig fimm hjónaíbúðir og er hægt að ganga út á svalir úr öllum íbúðum og stofum. Á neðri hæðinni er gert ráð fyrir einstaklingsíbúðum, setustofu, kapellu og líkhúsi. Ef til vill verður komið þar upp dagvistun fyrir aldraða. Einnig er fyrirhugað að hafa þar aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun og búningsherbergi fyrir starfsfólk. Það verða því mikil umskipti þegar nýja húsið kemst loks í notkun, en þess verður vonandi ekki allt of langt að bíða. Heilsugæslustöðin er uppi á annarri hæð en engin lyfta er í húsinu og þarf að bera alla sjúklinga sem ekki eru gangfærir upp stiga. Aðeins tveir læknar hafa viðtalsherbergi og skoðunaraðstöðu í einu. Röntgenaðstaða er á heilsugæslustöðinni en hún er mjög takmörkuð. Þar er einnig sótthreinsun og rannsóknastofa. Á heilsugæslustöðinni er eitt rúm fyrir bráðatilfelli á efri hæðinni þar sem viðtalsherbergi lækna eru. Og inni í skoti á ganginum er skrifborð fyrir þriðja lækninn »skrifstofa héraðslæknis«. Stöðin er í raun gerð fyrir tvo lækna þótt þeir séu þar þrír núna. STARFSFÓLK HEILSUGÆSLU OG SJÚKRAHÚSS Alltaf er einn læknir á vakt og annar á bakvakt. Einn læknanna þriggja sinnir héraðslæknisembætti. Læknar töldu að full þörf væri á einum lækni til viðbótar. Hugsanlega væri hægt að koma því þannig fyrir að um væri að ræða hálfa stöðu héraðslæknis og hálfa námsstöðu.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.