Læknablaðið - 15.11.1987, Page 50
394
LÆKNABLAÐIÐ
Formaður flutti skýrslu stjórnar en hún hafði
áður verið send til fundarmanna, og var síðan birt
í septemberhefti Læknablaðsins, 7. tbl. 1986.
Að loknum flutningi skýrslunnar urðu nokkrar
umræður og voru bornar fram fyrirspurnir. Þátt í
umræðunum tóku: Atli Dagbjartsson, Þorvaldur
V. Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Ólafur
Ólafsson, Sigurbjörn Sveinsson, Uggi Agnarsson,
Ólafur Mixa og Pétur Lúðvigsson. Formaður
svaraði fyrir hönd stjórnar.
Páll Þórðarson kynnti reikninga Ekknasjóðs og
flutti skýrslu stjórnar Lífeyrissjóðs lækna.
Þorvaldur V. Guðmundsson lagði fram skýrslu
stjórnar Domus Medica.
Nokkrar umræður urðu um byggingarmál Domus
Medica og lífeyrismál. Tóku þátt í þeim: Ólafur
Mixa, Haukur Þórðarson, Þorvaldur V.
Gumundsson, Kjartan Örvar, Páll Þórðarson og
Ragnar H. Guðmundsson.
í lok fyrri fundardags voru lagðar fram tillögur til
ályktunar, 11 talsins og fulltrúum skipt í fjóra
hópa til að fjalla um tillögurnar.
Fundur hófst að nýju kl. 09.00 23. ágúst með því,
að Haukur Þórðarson bauð velkomnar Ragnhildi
Helgadóttur, heilbrigðismálaráðherra og Ingu
Jónu Þórðardóttur, aðstoðarmann ráðherra.
Hann gaf síðan Ragnhildi Helgadóttur orðið.
Hún kvaðst í upphafi vera komin á fundinn til að
læra. Hún benti á, að mjög lítill hluti þess fjár,
sem væri varið til heilbrigðismála, væri notaður
til að fyrirbyggja, að fólk leggðist inn á
sjúkrahús. Langstærsti hlutinn af kökunni færi til
sjúkrahúsanna. Hún greindi frá, að rikisstjórnin
hefði í mars sl. samþykkt tillögu frá henni, þar
sem stefnt var að því, að fé væri í ríkara mæli
varið til forvarnaraðgerða. Þetta væri m.a.
bráðnauðsynlegt vegna breyttrar aldursdreifingar
í þjóðfélaginu. Hún taldi, að það þyrfti að auka
samstarf milli sjúkrahúsanna og
heilsugæslustarfsfólks um forvarnir. Ráðherra
minnti á áætlun WHO og að farið væri að vinna
að heilbrigðisáætlun fyrir ísland til aldamóta, en
til hennar þyrfti nokkurt fé. Hún taldi, að L.í.
gæti hjálpað með að auka skilning á þessu máli,
svo að fé fáist.
Ráðherra sagði, að nú væri unnið að breytingu á
löggjöf um heilbrigðisþjónustu til að rýmka fyrir
um möguleika lækna til að taka að sér
heilsuvernd. Uppbygging heilsugæsluþjónustu úti
á landi hefði gengið vel, en Reykjavík gæti rúmað
fleiri lausnir. Þá benti ráðherra á ýmsan vanda,
sem fylgdi tilkomu AIDS. Ný löggjöf hefði komið
til sl. vetur, en einnig kæmi til ýmis konar vandi,
sem snertir réttarstöðu einstaklinga og mat á
ýmsum hagsmunum. Stjórnvöld hafi í huga að
stofna til nýrrar kynningarherferðar, þar sem
menn væru vaktir til sem mestrar varúðar. Hvað
þennan sjúkdóm snertir, væri betra, að fólk væri
hrætt en andvaralaust. Einnig hlyti að koma til ný
endurskoðun á sóttvarnarlöggjöfinni, en hér væri
um mjög flókið mál að ræða.
Hún benti á ýmsar breytingar, sem stefnt væri að
að gera á almanntryggingalögum. Þá hefðu verið
sett ný lög um Sjónstöð íslands og Geislavarnir
ríkisins og þar settar á stofn sjálfstæðar
stofnanir. Reglugerð um veitingu sérfræðileyfa
og lækningaleyfis hefði verið endurskoðuð, sem
enn hefði leitt til þess, að unnt var að setja á stofn
sérfræðimenntum í heimilislækningum hér á
landi. Hún minnti á nýkomna reglugerð um
endurgreiðslu tannlæknakostnaðar og í
samskiptum sínum við tannlækna hafi ráðherra
bent á, hvernig læknar legðu áherslu á að fara
ávallt að lögum.
Hún fjallaði nokkuð um kjör heilbrigðisstétta,
sem væri orðið eitt helsta vandamálið í
heilbrigðiskerfinu. Skortur væri á fólki til
hjúkrunarstarfa og í stoðgreinar. Hún taldi, að
læknar ættu að beita sér fyrir því að vekja athygli
á ábyrgð þessara stétta og þeirri virðingu, sem
þær njóta innan kerfisins. Hún lagði áherslu á, að
læknar gerðu allt, sem þeir gætu til að lækka
lyfjakostnað, án þess að það komi niður á
þjónustu við sjúklinga. Að lokum fjallaði hún
nokkuð um þá breytingu að setja sjúkrahús á föst
fjárlög. Þar með væru öll sjúkrahús fjármögnuð
með sama hætti, sem þýddi, að verk, sem nú er
unnið á tveim stöðum, verði unnið á einum stað.
Ætlunin sé að reyna að styrkja fjármálastjórn
fagráðuneytisins og stofna um leið fjármálasvið í
heilbrigðisráðuneyti, þar sem fólk úr
heilbrigðiskerfinu fjalli um fjármagnsþörfina.
Að loknu máli ráðherra var gengið til málþings.
Sveinn Magnússon fjallaði um lokaskýrslu
SNAPS-hópsins um atvinnuhorfur lækna á
Norðurlöndum. Þá spjallaði Kristján Baldvinsson
um samskipti lækna og almannatrygginga.
Allmiklar umræður urðu að loknu hvoru erindi
um sig og tóku ráðherra og landlæknir m.a. þátt í
þeim. Erindin birtust í janúarhefti
Læknablaðsins, 1. tbl. 1987.
Næsta mál á málþingi var breyting á
rekstrarformi (fjármögnunarfyrirkomulagi)