Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 395 sjúkrahúsa, en þar hafði Ari Jóhannesson framsögu. í upphafi máls síns lýsti Ari þeirri skoðun sinni, að læknar ættu að skipta sér af svona málum. Væri aðstaða til greiningar og meðferðar á sjúkrahúsum skert, mundi enginn finna meira fyrir því en læknir og skjólstæðingur hans. Aðhald væri ávallt réttlætanlegt, ef hagkvæmni réði ferðinni en vandamál væri, að fyrirbyggjandi aðgerðir skiluðu seint árangri og þær væri því erfitt að meta. Hann lýsti daggjaldakerfinu ítarlega og hugleiddi kosti þess og galla. Hann . fjallaði einnig um aðdraganda þess, að sjúkrahús séu sett á föst fjárlög og kosti þess og galla. Skýrði Ari mál sitt á myndrænan hátt. Næst tók Inga Jóna Þórðardóttir, aðstoðarmaður heilbrigðismálaráðherra, til máls og skýrði frá störfum nefndar, sem ætlað var að gera tillögur um samræmt rekstrarform sjúkrahúsanna. Inn í rekstrarform hefði verið tekið stöðugildafjöldi, launakostnaður og skipting hans, annar rekstur, vaktafyrirkomulag og annað, svo sem viðhald. Ætlunin væri að gera tillögur um fjárlög fyrir hvert sjúkrahús, þ.á m. stöðugildi á hverju ári. Vandamál hefði verið, hversu upplýsingar væru óljósar. Gert væri ráð fyrir, að rekstur væri áfram í höndum heimamanna en ráðuneytið mundi veita aukna faglega aðstoð við stjórnun sjúkrahúsa. Þegar fjármálasvið heilbrigðisráðuneytisins eflist, sé unnt að auka áhrif ráðuneytisins. Að loknum þessum erindum urðu nokkrar umræður, og skýrðu menn frá reynslu sinni af þessum tveim kerfum. Páll Sigurðsson, sem er formaður Daggjaldanefndar, taldi, að daggjaldakerfið hefði verið nauðsynlegt á sínum tíma en Daggjaldanefnd hefði aldrei haft það hlutverk að veita aðhald í rekstri. Síðasta erindi á málþinginu flutti Halldór Steinsen og talaði um: Sjálfstæði lækna í störfum - Sókn í stað varnar. Ásmundur Brekkan og landlæknir tóku til máls að loknu erindinu. Erindi Halldórs birtist í Læknablaðinu, 1. tbl. 1987. Þessu næst var gengið til afgreiðslu á fyrirliggjandi tillögum til ályktunar, og voru eftirfarandi samþykktir gerðar að loknum umræðum: I. Aðalfundur Lænafélags íslands, haldinn á Sauðárkróki 22. og 23. ágúst 1986, ítrekar fyrri áskorun frá 1984 á ráðherra heilbrigðis- og menntamála og stjórn Læknafélags íslands um, að komið verði á framhaldskennslu í heimilislækningum hér á landi. í þessum tilgangi verði stofnaðar námsstöður lækna á heilsugæslustöðvum. Jafnframt verði efld önnur framhaldskennsla, m.a. í lyflæknisfræði, handlæknisfræði og geðlæknisfræði. II. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn á Sauðárkróki 22. og 23. ágúst 1986, ítrekar fyrri áskorun sína frá 1984 til læknadeildar Háskóla íslands um að vinna að stofnun prófessorsembættis í heimilislækningum, jafnframt því sem sérstakar kennslustöður verði stofnaðar í þeim greinum, sem fengu áður í sinn hlut stöðugildi prófessors í heimilislækningum. III. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn á Sauðárkróki 22. og 23. ágúst 1986, heimilar, að stjórnin verji allt að kr. 200.000 árlega til ritunar sögu félagsins, svæðafélaga þess og annarra félaga íslenskra lækna. IV. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn á Sauðárkróki 22. og 23. ágúst 1986, felur stjórn félagsins að vinna að öflugri áróðursstarfsemi um heilsutjón af völdum reykinga, umferðaslysa og vímugjafa. Jafnframt verði unnið að fræðslu um það, hvernig hægt er að verja frítíma sínum á heilsubætandi hátt. V. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn á Sauðárkróki 22. og 23. ágúst 1986, heimilar stjórninni, að segja félagið úr BHMR á þessu ári eða því næsta, ef stjórnin telur það nauðsynlegt fyrir þróun kjaramála lækna. VI. Aðalfundur Læknafélags íslands á Sauðárkróki 22. og 23. ágúst 1986 leggur þunga áherslu á, að vel sé vandað til undirbúnings þess, að sjúkrahús séu flutt af daggjöldum yfir á föst fjárlög og slíkt sé gert í nánu samráði við stjórnendur og læknaráð þessara stofnana. Jafnframt sé þess gætt, að fagleg sjónarmið ráði og markmiðið sé að bæta þjónustu við sjúklinga og að fjárlög leyfi eðlilega þróun þessara stofnana í samræmi við framfarir í læknavísindum hverju sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.