Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 399 með sömu heimild um undanþágu og að ofan greinir. í marsmánuði sl. afgreiddi heilbrigðis- og tryggingamálanefnd efri deildar Alþingis frumvarpið í endurskoðaðri mynd til samsvarandi nefndar neðri deildar og hafði m.a. tekið gild öll ofantalin sjónarmið L.í. Nefndin hafnaði nokkrum athugasemdum L.Í., sem stjórn mat þó léttvægari en ofantalin atriði. Svo fór þó, að frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu sem lög frá Alþingi, m.a. sökum þess, að þinglausnir fóru fram óvenjulega snemma vegna Alþingiskosninga i aprílmánuði sl. Stjórn L.í. telur brýnt, að nýtt frumvarp til læknalaga verði flutt á næsta Alþingi. SAMSKIPTI VIÐ EVRÓPUSKRIFSTOFU ALÞJÓÐAHEILBRIGÐIS- MÁLASTOFNUNARINNAR í mars 1986 kom Dr. J. E. Asvall, framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu WHO, hingað til lands á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Boðaði ráðuneytið til fundar, þar sem Dr. Asvall kynnti heilbrigðismarkmið WHO í Evrópu, »Targets in support of the European regional strategy for health for all«. WHO efndi til sameiginlegs fundar með fulltrúum heildarsamtaka lækna allra Evrópulanda dagana 9. og 10. október 1986 í Vín um HFA í Evrópu árið 2000. Fund þennan sóttu formaður L.í. og formaður L.R. Mættir voru fulltrúar frá 21 landi af 32, sem eru innan vébanda WHO í Evrópu. Tilgangur fundarins af hálfu WHO var að kanna afstöðu læknasamtakanna til sjónarmiða WHO varðandi m.a. forvarnir og heilbrigðishvetjandi aðgerðir, sem og siðfræðilegar, efnahagslegar og skipulagslegar afleiðingar stefnumörkunar á þessum sviðum í Evrópu. Einnig hvert hlutverk læknasamtaka er í stefnumörkun heilbrigðisþjónustu og símenntun heilbrigðisstétta. Niðurstöður fundarins voru m.a.: - að heildarsamtök lækna í Evrópu standa öll að forvörnum og heilbrigðishvetjandi aðgerðum - að langflest þeirra styðja áform Evrópuskrifstofu WHO um HFA 2000 - að heildarsamtök lækna vinni með WHO, sérstaklega að stefnumörkuninni varðandi tóbaksnotkun - að Evrópuskrifstofan beiti sér fyrir betri dreifingu á upplýsingum um framkvæmdir læknasamtaka á sviði stefnumörkunar í heilbrigðismálum - að WHO sendi læknasamtökum öll útgefin rit stofnunarinnar og að læknasamtökin geri þeim skil í tímaritum sinum, eftir því sem við á - að WHO annist dreifingu tímarita læknasamtakanna í Evrópu þeirra á milli. SAMSKIPTI VIÐ ERLEND LÆKNAFÉLÖG Sú er venjan, að læknafélögin á Norðurlöndum - þó ekki íslandi - bjóða fulltrúum hinna læknafélaganna að sitja aðalfundi sína. Sjaldnast getur L.í. þegið slík boð vegna kostnaðar nema svo hagi til, að stjórnarmeðlimur sé á ferðinni á þeim slóðum og á þeim tíma, sem um ræðir. Þannig æxlaðist það til, að formaður L.í. sat aðalfund norska læknafélagsins í júní á þessu ári. Þótti honum fróðlegt að kynnast norsku fyrirkomulagi aðalfunda. Mjög mörg mál voru til umræðu og mörg þeirra keimlík þeim málum lækna og heilbrigðisþjónustu, sem við er að glíma hér á landi. Framkvæmastjóri læknafélaganna mun sitja fund stjórnunarstarfsmanna læknafélaganna á Norðurlöndunum í október á þessu ári, en þeir eru haldnir annað hvert ár. í leiðinni mun hann sitja aðalfund danska læknafélagsins sem fulltrúi L.í. L.í. er ekki, eins og kunnugt er, meðlimur í World Medical Association, né heldur eru önnur læknafélög Norðurlanda meðlimir. Ýmis önnur landsfélög lækna í Evrópu eru utan WMA, svo og félagið í Kanada. Þessi félög hafa haft með sér óformleg samtök og hafa fulltrúar þeirra komið saman til fundar árlega. L.í. hefur lítið getað tekið þátt í þessum samtökum, sem er miður. T.d. var þátttaka L.í. afboðuð á fund í Kanada í júní á þessu ári. Enda þótt L.í. sé ekki innan WMA, sendir heimsfélagið L.í. staðfastlega allar ályktanir þings og stjórnar, ýmis fréttabréf og tímarit, sem WMA gefur út. Er þar að finna margt markverðra efnisþátta, sem eru í brennidepli og skipta jafn miklu máli hér á landi sem í öðrum löndum. Sérlega má nefna atriði, sem tengjast siðareglum lækna og siðfræði vísindastarfa. Aðsent efni frá WMA liggur frammi á skrifstofu læknafélaganna og eiga allir læknar aðgang að því þar. RÁÐNING AÐSTOÐARLÆKNA í STÖÐUR Á SJÚKRAHÚSUM Félag ungra lækna (FUL) hefur árum saman stýrt ráðningum aðstoðarlækna í flestar stöður á sjúkrahúsum, sem heilbrigðis- og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.