Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1987, Síða 56

Læknablaðið - 15.11.1987, Síða 56
400 LÆKNABLAÐIÐ tryggingamálráðuneytið metur gildar fyrir viðbótarnám kandidata til almenns lækningaleyfis. Formlegir samningar við sjúkrahúsin hafa ekki verið gerðir um stöður, sem FUL ráðstafar á þennan hátt, heldur hefur verið um óformlegt samkomulag að ræða við yfirlækna. Af margvíslegum ástæðum hefur þessum stöðum farið heldur fækkandi síðastliðin ár. Ný reglugerð um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa kveður á um, að kandidat vinni á viðurkenndu deildaskiptu sjúkrahúsi eða sjúkrahúsum í alls 12 mánuði, þar af a.m.k. fjóra mánuði á almennri lyflæknisdeild og a.m.k. tvo mánuði á almennri skurðdeild. Ljóst er, að fjölmennir árgangar lenda í umtalsverðum erfiðleikum við að uppfylla skilmála reglugerðarinnar innan sanngjarns tíma frá útskrift. Nýskipan ráðningarkerfis aðstoðarlækna hefur verið á döfinni hjá FUL, m.a. að teknar verði upp »viðbótarnámsblokkir« með áframhaldandi kennsluferli á hinum ýmsu deildum. FUL leitaði samstöðu við L.í. um fyrirkomulag ráðningar aðstoðarlækna. Sameiginlegt álit stjórna L.í. og FUL um þessi mál var sent í janúar 1987 til allra þeirra aðila, sem með þessi mál hafa að gera. ATVINNUHORFUR LÆKNA Lengi hefur verið ljóst, að framboð á læknum á íslandi verður meira í náinni framtíð en nemur eftirspurn. Kynntar hafa verið spár um framboðið og eftirspurnina, unnar í samstarfi svokallaðs SNAPS-hóps, samnorræns vinnuhóps á vegum læknafélaganna á Norðurlöndunum. Að sjálfsögðu hafa versnandi atvinnuhorfur lækna hér á landi sem víðast annars staðar vakið umræðu í hópi lækna. Stjórn L.í. boðaði til málþings um atvinnumál lækna 12. des. 1986 í Domus Medica. Greint er frá málþinginu í ágústhefti Læknablaðsins þetta ár. í febrúar 1987 samþykkti stjórn L.í. eftirfarandi um versnandi atvinnuhorfur lækna: 1. Fœrri kandidatar frá Háskóla íslands Vaxandi atvinnuleysis gætir meðal lækna i Evrópu. í Ameríku fara atvinnumöguleikar minnkandi og er jafnvel spáð atvinnuleysi þar. í þessum löndum eru þó útskrifaðir allt að helmingi færri læknar hlutfallslega en hér á landi. í skýrslu SNAPS-hópsins er spá um verulegt atvinnuleysi meðal lækna á íslandi i náinni framtíð. Stjórn L.í. leggur því til, að ekki verðri útskrifaðir fleiri læknar úr læknadeild H.í. en 16-22 á ári og vísar í því sambandi til ályktana aðalfunda L.í. 1984 og 1985. Enda þótt félagið bendi einnig á aðrar leiðir til úrbóta, er ekki líklegt, að komið verði í veg fyrir atvinnuleysi að gagni nema veruleg fækkun verði á útskrifuðum læknum frá læknadeild H.í. 2. Ný starfssvið Læknismenntun getur komið að gagni við ýmis störf, sem læknar hafa lítt sinnt hingað til. Benda má á störf við stjórnun og skipulagningu í heilbrigðiskerfinu, heilbrigðiseftirlit o.fl. Skortur á öðru heilbrigðisstarfsfólki getur leitt til þess, að starfssvið lækna víkki frá því, sem nú er, og stöðum fjölgi. Störfum lækna í lyfja- og líftækniiðnaði mun vafalítið fjölga. 3. Dreifing vinnuálags Vinnuálag aðstoðarlækna er víða mikið, ekki sist á vöktum. Algengt er, að þeir fái ekki notið samningsbundinna ákvæða um hvíldartíma, þar sem krafist er áframhaldandi starfa af þeim í stað hvíldar. Nauðsynlegt og æskilegt er að bæta úr því og ætti að vera auðvelt vegna fjölda unglækna. Vinnutími annarra lækna er oft á tíðum of langur. Á þetta við bæði um einstaka sérfræðinga og heilsugæslulækna út um land. Reikna má með, að einhver fjölgun á stöðum geti orðið af þessum sökum. 4. Nýjar námsstöður Nú eru flestar stöður á heilsugæslustöðvum setnar til frambúðar og afleysingastöður mjög fáar. Færri læknakandidatar en æskilegt er kynnast því þessari hlið læknisstarfsins. Fyrirsjáanlegir eru erfiðleikar fyrir íslenska lækna að komast í sérnám til Norðurlanda, hafi þeir ekki unnið á heilsugæslustöð. Nú er vaxandi bið eftir stöðum á námssjúkrahúsum til lækningaleyfis. Þann biðtíma væri æskilegt að nýta við vinnu á heilsugæslustöðvum. Slík vinna gæti einnig nýst sem hluti af sérnámi í heimilislækningum. 5. Atvinnuleysistryggingar Vegna fyrirsjáanlegra breytinga á atvinnumöguleikum lækna á næstu árum og áratugum er tímabært, að læknafélögin íhugi stofnun atvinnuleysistryggingasjóðs. VÍSINDASIÐANEFND L.í. Um nokkurt skeið hefur stjórn L.í. haft í undirbúningi stofnun Vísindasiðanefndar Læknafélags íslands. Nefndin var skipuð 26. maí 1987. Nefndarskipunin var kynnt í 7. tbl.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.