Læknablaðið - 15.11.1987, Síða 57
LÆKNABLAÐIÐ
401
Fréttabréfs lækna þessa árs ásamt greinargerð
stjórnar L.í. um ástæður fyrir skipuninni og
væntanleg verkefni nefndarinnar, svohljóðandi:
»Vel þekktar eru margvíslegar breytingar, sem
orðið hafa síðustu áratugi á eðli, gerð og
framkvæmd vísindarannsókna í líf- og
læknisfræði, sem ná til lifandi manna.
Siðfræðilegar spurningar í tengslum við slíkar
rannsóknir urðu kveikjan að því, að á heimsþingi
lækna i Helsinki árið 1964 var samþykkt
svonefnd Helsinkiyfirlýsing, sem síðan var
endurskoðuð á heimsþingi lækna í Tokyo árið
1975.
Helsinkiyfirlýsingin mælir með atriðum til að
hafa að leiðarljósi við undirbúning og
framkvæmd vísindarannsókna, sem tengjast
fólki. Yfirlýsingin er þannig nokkurs konar
siðfræðilegur leiðarvísir fyrir þá, sem sinna
vísindalegum rannsóknum á sviði líf- og
læknisfræði.
Um nokkurt skeið hefur verið til umræðu innan
stjórnar Læknafélags íslands að koma á fót
siðanefnd vísindarannsókna til umsjónar og
eftirlits með vísindarannsóknum, sem fram fara
hér á landi og ná til lifandi manna. Á stærri
sjúkrahúsunum í Reykjavík hefur þegar myndast
vísir að eftirliti með vísindarannsóknum, nokkurs
konar innra eftirlit á vegum læknaráða
sjúkrahúsanna.
Föst skipan hefur þegar komist á þessi mál víða í
nágrannalöndunum. í Danmörku eru t.d. bæði
starfandi miðnefnd (Den centrale
videnskabsetiske komité) og svæða-nefndir
(regionale videnskabsetiske komitéer). Stjórn
Læknafélags íslands telur ekki þörf á slíkri
svæðaskiptingu hér á landi. Hins vegar má vera,
að æskilegt sé, að ákveðið innra eftirlit um þessi
efni fari áfram fram innan veggja stærri
sjúkrahúsa hér á landi. Stjórnin telur því eðlilegt,
að öll vísindaleg rannsóknaverkefni, sem tengjast
fólki, verði samþykkt fyrirfram af
vísindasiðanefnd.
Enda þótt stjórn Læknafélags íslands álíti
tímabært að koma á fót vísindasiðanefnd, ber að
hafa í huga, að um alllangt skeið hafa lög um
Vísindasjóð og lög um Rannsóknaráð verið í
endurskoðun af þar til skipuðum nefndum og að
drög að frumvarpi til nýrra laga eru nú í höndum
menntamálaráðherra. Mál kunna e.t.v. að skipast
á þann veg, að siðamál vísindarannsókna verði
með nýjum lögum falin opinberri nefnd á vegum
Vísindaráðs/Rannsóknaráðs. Stjórn
Læknafélags íslands telur þó ekki ástæðu til að
bíða síðari tíma ákvörðunar í þessum efnum og
skipar því eftirfarandi menn í Vísindasiðanefnd
Læknafélags íslands:
Ólaf Bjarnason, prófessor emeritus, formann,
Ármann Snœvarr fyrrverandi
hæstaréttardómara,
Ólaf Örn Arnarson, yfirlækni,
Pál Skúlason, prófessor, og
Snorra Pál Snorrason, prófessor.
Stjórn Læknafélags íslands felur formanni að
kveðja nefndina til starfa. Úr hlaði fylgir
nefndinni ósk stjórnar Læknafélags fslands um,
að hún setji sér samþykktir og starfsreglur í
samræmi vð Helsinkiyfirlýsinguna og leggi þær
fyrir stjórn Læknafélags fslands til
staðfestingar.«
Þess skal getið, að á síðasta Alþingi voru
samþykkt lög um Vísindaráð og Vísindasjóð,
Rannsóknaráð ríkisins og Rannsóknasjóð. Ekki
reynast í þeim lögum ákvæði, er varða beint
siðfræði vísindarannsókna. Þá skal þess og getið,
að á þessu hausti kemur út sem fylgirit
Læknablaðsins Handbók um siðamál lækna. í
Handbókinni verður m.a.:
»Helsinkiyfirlýsingin: Ráðleggingar og
leiðbeiningar fyrir lækna varðandi
læknisfræðirannsóknir, sem gerðar eru á
mönnum« og »Drög að alþjóðlegum
viðmiðunarreglum fyrir læknisfræðilegar
rannsóknir, sem gerðar eru á mönnum.«
Birtur er enskur og íslenskur texti þessa efnis í
þýðingu Arnar Bjarnasonar, ábyrgðarmanns
Læknablaðsins.
ERINDI TIL UMSAGNAR
1. Félagsmálanefnd sameinaðs Alþingis óskaði
umsagnar L.í. um þingsályktunartillögu um
mótun opinberrar neyslu og manneldisstefnu.
Með tillögunni fylgdi greinargerð, og nánari
upplýsingar komu fram í fylgiskjölum.
Stjórnin tjáði sig hlynnta því, að
þingsályktunartillagan væri samþykkt.
2. fslandsdeild Norðurlandaráðs óskaði
umsagnar L.í. um þingmannatillögu í
Norðurlandaráði um samræmdar aðgerðir
gegn tóbaksauglýsingum. Stjórnin studdi
tillöguna, enda gerir tillagan ráð fyrir
svipuðum aðgerðum og nú er verið að
framkvæma á íslandi.
3. íslandsdeild Norðurlandaráðs óskaði
ennfremur eftir umsögn L.f. um