Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 58
402 LÆKNABLAÐIÐ þingmannatillögu í Norðurlandaráði um norræna samstarfsáætlun gegn krabbameini. Stjórnin leitaði álits sérfræðings í krabbameinslækningum, Þórarins Sveinssonar, sem lét í té greinargóða umsögn um málið og lagði til, að ísland styddi aukið norrænt samstarf á þessum vettvangi. Stjórnin tók undir umsögn Þórarins að öllu leyti. ÝMIS MÁL 1. Námskeið fyrir aðstoðarlœkna á lyfjadeildum Undanfarin ár hefur L.í. kostað vikunámskeið fyrir eldri aðstoðarlækna á lyflæknisdeildum. Námskeiðið var að þessu sinni haldið í Domus Medica 16.-20. mars sl. og tóku 14 aðstoðarlæknar þátt í því. Námskeiðinu lauk með prófi eins og tíðkast hefur. Það var skipulagt af yfirlæknum lyflæknisdeilda Borgarspítala, Landakotsspítala og Landspítala. Mjög er tímabært að stofna til samsvarandi námskeiðs fyrir eldri aðstoðarlækna á handlæknisdeildum. 2. Ritun sögu lœknafélaganna Á aðalfundum L.í. 1985 og 1986 var fjárframlag samþykkt til ritunar sögu Læknafélags íslands og annarra læknafélaga í landinu í tilefni 75 ára afmælis L.í. árið 1993. Leitað hefur verið að söguritara úr hópi lækna, en sú leit ekki borið árangur sem erfiði. Stjórn L.í. hefur skipað ritnefnd til að hafa umsjón með verkinu. í nefndinni eru Árni Kristinsson, Haukur Þórðarson, Páll Ásmundsson og Þóroddur Jónasson. Mun nefndin hefja störf á þessu hausti og ganga frá ákvörðun um söguritara og efnisinnihald. 3. NKLV Landlæknir boðaði fulltrúa L.í. á fund í Det nordiske kontaktorgan for lægernes videreuddannelse, sem haldinn var í Reykjavík 17. október 1986. Fundinn sóttu fulltrúar heilbrigðisyfirvalda á Norðurlöndunum. Formaður mætti þar f.h. L.í. Á fundinum var rætt um samræmingu framhaldsnáms lækna á Norðurlöndum, bæði um innihald þess og tímalengd. 4. Heiðursfélagi L.í. Á aðalfundi 1986 var Eggert Steinþórsson kjörinn heiðursfélagi L.í. Eggert hefur átt hlutdeild að Domus Medica frá fyrstu byrjun, sat í bygginganefnd, síðar í stjórn Domus Medica og verið formaður stjórnar síðan 1980. Einnig verið i húsráði Domus Medica og formaður þess frá 1980. Hann hefur starfað sem læknir í tæpa hálfa öld. Stjórnin efndi til samveru með Eggerti, fjölskyldu hans og fleirum í Domus Medica 5. des. 1986, og var honum þar afhent heiðursfélagaskjal. Núlifandi heiðursfélagar L.í. eru sjö talsins og eru auk Eggerts, danski læknirinn Povl Riis, enski læknirinn W. Cleland, Jón Steffensen, Oddur Ólafsson, Óskar Þórðarson og Þóroddur Jónasson. 5. Nordisk Medicin Guðjón Magnússon, sem varð fulltrúi L.í. í ritstjórn Nordisk Medicin í ársbyrjun 1983, óskaði að verða leystur frá því starfi um síðastliðin áramót. Guðjóni eru þökkuð störf hans fyrir L.í. á þessum vettvangi. Að tillögu útgáfustjórnar læknafélaganna tilnefndi stjórn L.í. Örn Bjarnason, ábyrgðarmann Læknablaðsins, fulltrúa þess í ritnefnd Nordisk Medicin frá byrjun þessa árs. 6. Nýútskrifaðir kandidatar Vorið 1987 útskrifuðust 44 kandidatar úr læknadeild Háskóla íslands. Að venju buðu stjórnir L.í. og L.R. kandidötunum og mökum þeirra til fagnaðar, sem haldinn var í Domus Medica 26. júní sl. Þar fór fram kynning á starfsemi L.í. og svæðafélaganna og siðareglum lækna. 7. Ályktun Félags ísl. sjúkraþjáifara Ofangreint félag sendi L.í. ályktun um verksvið yfirsjúkraþjálfara, skipulag sjúkrastofnana o.fl. Stjórninni þótti ljóst, að ályktun þessi miðaði að því að færa stjórnun verulegs hluta læknisfræðilegrar endurhæfingar úr höndum Iækna til sjúkraþjálfara. Stjórnin óskaði álits Félags ísl. orku- og endurhæfingarlækna á ályktuninni. í umsögn félagsins segir m.a.: »Það verður að teljast miður að ályktuninni fylgir ekki greinargerð eða skilgreining frá stjórn FÍSÞ sem varpað gæti ljósi á tilurð hennar og tilgang. Af orðalagi má ráða að fundur FÍSÞ þ. 8. desember sl. hafi litið svo á að sjúkraþjálfun eigi ekki að teljast hluti af endurhæfingarþjónustu, hvort sem er á endurhæfingardeild sjúkrahúss, endurhæfingarstofnun eða heilsugæslustöð, heldur vera sérstök þjónusta, óháð öðrum þáttum í endurhæfingarstarfsemi. Sé þetta réttur skilningur leikur ekki vafi á því að forsendur ályktunarinnar eru rangar og hugsanleg útfærsla hennar mundi stuðla að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.