Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ
405
Samningurinn gildir frá 1. mars 1987 til 31. des.
1988, en er uppsegjanlegur eftir 1. mars 1988,
verði um meira en 6,5 % kaupmáttarrýrnun vegna
verðbólgu að ræða miðað við meðallaun
mars-okt. 1987. Launahækkanir þær, sem felast í
samningnum, eru svipaðar þeim, sem þau félög
BHMR fengu, sem ekki efndu til verkfalla. Hin
fengu ívið meiri hækkanir. Auk venjulegra
hækkana eru helstu nýjungar samningsins þær,
að frá 1. janúar 1988 verður farið að greiða
heilsugæslulæknum sérstaklega fyrir
heilsuverndarstörf og kemur sú greiðsla í stað eins
launaflokks hækkunar, sem aðrir fá þá. Gert
verður námsmat fyrir nám lækna eftir
kandidatspróf, en slíkt mat er ekki til. Þá er
bókun um, að jafna skuli út kjaralegum áhrifum
breytinga, sem kunna að verða á lífeyrismálum
fastráðinna lækna.
H1 læknar og héraðslæknar fengu meiri
hækkanir en aðrir heilsugæslulæknar (1-6
launaflokka munur). Einnig varð meiri hækkun í
launaflokkaröðun annarra en heilsugæslulækna,
sem þó breytir ekki mikið launum þeirra, þar sem
föst yfirvinna minnkar að sama skapi.
Lífeyrisréttur batnar þó við þetta, svo og
yfirvinnuþóknun.
GJALDSKRÁ HEIMILIS- OG
HEILSUGÆSLULÆKNA
Samningur rann út 1. maí sl. Samninganefnd L.í.
lagði fram kröfugerð um nýjan
gjaldskrársamning í janúar, en
samningaviðræður fóru ekki í gang fyrr en í
maímánuði. Samningar tókust 16. júní og gildir
samningurinn frá 1. júní 1987 til 30. apríl 1989.
Allmiklar breytingar voru gerðar á gjaldskránni.
Helstar eru þær, að tekinn var inn í gjaldskrána
mikill fjöldi nýrra aðgerða og rannsókna
samkvæmt fyrirmynd úr sérfræðigjaldskrá, en
notkun sérfræðigjaldskrár er ekki leyfð lengur.
Verðlag viðkomandi verka er þannig, að sami
einingafjöldi kemur fyrir sambærileg verk í
báðum samningum. Einingafjöldi fyrir viðtöl og
vitjanir er aukinn (20%), og nú er gerður
greinarmunur á vitjunum sérfræðinga og
annarra. Fleiri breytingar eru í gjaldskránni, sem
mun taka sömu hækkunum og meðaltalslaun
heilsugæslulækna gera á samningstímanum.
Samningurinn er talinn gefa flestum eitthvað
meiri hækkun gjaldskrártekna en ef gamli
samningurinn hefði verið endurnýjaður.
Sett verður á stofn samstarfsnefnd
Tryggingastofunar ríkisins og L.Í., sem hefur það
hlutverk að fylgjast með beitingu gjaldskrárinnr
og framkvæmd samningsins. Samstarfsnefndin
mun jafnframt verðleggja læknisverk, sem ekki
fyrirfinnast í gjaldskrá.
Er vonast til, að með tilkomu nefndar þessarar
geti samskipti T.R. og heimilis- og
heilsugæslulækna batnað frá því, sem verið
hefur.
SAMNINGAR LAUSRÁÐINNA
SJÚKRAHÚSLÆKNA
I.
Nýr kjarasamningur lausráðinna sjúkrahúslækna
við ríki og Reykjavíkurborg var undirritaður 18.
febrúar sl. Hinn nýi samningur var rækilega
kynntur á fundi með sjúkrahúslæknum 24.
febrúar sl. og þar samþykktur með miklum mun
atkvæða. Til frekari glöggvunar á samningnum
skal læknum bent á, að samningsgerðin öll er
ítarlega rakin í síðustu ársskýrslu Læknafélags
Reykjavíkur.
Þótt hinn nýi samningur væri samþykktur með
miklum meiri hluta atkvæða var honum ekki
ákaft fagnað og ekki lagt til, að
samninganefndirnar fengju orður fyrir
frammistöðu sína. Aðstoðarlæknar voru illa
sáttir við niðurstöðurnar og allir þeir, sem
atkvæði greiddu gegn samningnum, voru úr
þeirra hópi.
Samningurinn felur þó í sér eftirfarandi
meginatriði:
a. Hann er gerður til 2ja ára eða til ársloka 1988
og á því tímabili hækka Iaun allra um tæplega
17%. Auk þessa hækka laun vegna
verðlagsþróunar umfram rauð strik eftir
úrskurði launanefnda og í samræmi við
almennar launabreytingar milli áranna
1987-1988 og þá m.a. m.t.t. væntanlegra
kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í
lok þessa árs. í bakhönd er einnig, að ekki
verði lakari launaþróun hjá læknum en meðal
aðildarfélaga BHMR á samningstímabilinu.
Laun hækka enn frekar hjá sérfræðingum við
það, að tekinn er upp föst yfirvinnugreiðsla
frá og með árinu 1988 í námsferðum. Þá
hækka laun forstöðulækna og sviðsstjóra um
3% hjá hinum fyrrnefndu og um 6% hjá
hinum síðarnefndu umfram yfirlæknisálag
skv. samkomulagi fastráðinna lækna.
b. Samkvæmt þessum samningi reiknast
starfsaldur frá embættisprófi í stað þess að
teljast frá byrjun sérnáms áður. Þetta hefur í
för með sér, að fyrsta virka launastig