Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 62
406 LÆKNABLAÐIÐ sérfræðinga verður einu ofar og sérfræðingar ná fyrr hæsta launastigi. Þá hefur þessi breyting það í för með sér fyrir alla, að tafir á kandidatsári eða í sérnámi sem og seinkun sérnáms leiðir ekki til lengri dvalar í lægri launaþrepum. í þessu atriði felst nokkur til allveruleg kjarabót - nokkuð vandreiknuð og misjöfn - til um 65% þeirra Iækna, sem eru aðilar að samningi þessum. Á þessu var síðar gerð enn frekari breyting með viðbótarsamningi frá 12. júní sl. eins og fram kemur síðar í þessari skýrslu. c. Framlag vinnuveitenda í Lífeyrissjóð lækna hækkar í áföngum um 1% fram til ársins 1989. d. Gerðar voru tvær mikilsverðar bókanir. Önnur þeirra um ráðningarsamninga og hin um vaktafyrirkomulag. Hvort tveggja skal endurskoðað m.t.t. nýskipunar og á hvoru tveggja að vera lokið fyrir 1. okt. n.k. Önnur atriði samningsins eru léttvægari, en þó mikilsverð. Þau snerta réttindi til yfirvinnu- og gæsluvaktarleyfa, aukinn hvíldar- og yfirvinnurétt sem og styttingu á fjarveru yfirlæknis, án þess að settur staðgengill fái yfirlæknisþóknun. Þá verða tryggingaákvæði endurskoðuð sem og fjárhæð tryggingabóta og réttur til launa í veikinda- og barnsburðarleyfum. Loks er þess enn að geta, að frá og með næsta ári munu læknar eiga fulltrúa í nefnd, sem fjallar um framkvæmd námsferða og þá m.a. námskeiðsgjöld, og getur þetta reynst þýðingarmikið. Vart hefur farið framhjá neinum, hversu mikilvægt það er í kjaramálaumræðunni að þekkja, hversu marga hundraðshluta nýr kjarasamningur hafi fært hverri starfstétt að meðaltali. Hinir vísustu reiknimenn töldu þennan nýja kjarasamning sjúkrahúslækna bjóða upp á 22 slíka hluta að meðaltali. Svona útreikningur er vafalaust þarfur til þess að eyða frekari umræðu um samningsgerð og til þess að geta sýnt fram á, að í raun hafi allir fengið jafnar hækkanir launa sinna. Hann segir hins vegar ekkert um raunverulegt innihald samnings og hinar eiginlegu kjarabætur, sem í honum felast og stuðlar heldur að því, að menn fjalli um kjör sín af meiri vanþekkingu en nauðsyn ber til. II. í lok síðasta árs samþykkti Alþingi lög um samningsrétt opinberra starfsmanna. Lög þessi ná til lækna. Samningsréttur okkar er takmarkaður. Slíkt kemur af sjálfu sér, er auðskilið og hefði ekki þurft lagaákvæði til þeirra takmarkana, því að læknar þekkja skyldur sínar og hafa, sem betur fer, til að bera það siðferði að bregðast þeim ekki, þótt við það fari bitið úr verkfallsvopninu. Það er augljóst mál, að meðan sjúkrahúslæknar sinna bráðveiku fólki, meðan æ fleiri sjúkrahúslæknar komast í þá stöðu, að telja sig ekki geta tekið þátt í hörðum verkfallsaðgerðum og sérfræðingar leysa sífellt fleiri vandamál á lækningastofum sínum utan sjúkrahúsa, er þörfum sjúkra lengi svo vel sinnt, að lítt mundi flýta fyrir samningsgerð, þótt verkfallsaðgerðir ættu að heita í gangi. Læknum er því mjög mikilvægt að geta bætt kjör sín með lagni og lipurð og án átaka, sem og vissulega er meira í samræmi við það starf, sem við höfum gengið til í lífinu, þótt ekki beri að skirrast við að beita samtakamætti, ef málum verður ekki þokað og kjör okkar sýnast ætla að ganga úr öllu samræmi við launahlutföll og launaþróun í landinu. Samninganefnd sjúkrahúslækna var mikill vandi á höndum við samningagerðina í byrjun þessa árs. í desember 1986 höfðu verið gerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem kváðu á um 5,1% launahækkun á árinu 1987 auk sérstakrar hækkunar láglauna, sem vissulega var umtalsverð, þótt lágu launin væru áfram lág laun. Þessu til viðbótar yrðu gerðir fastlaunasamningar á árinu 1987, sem í raun hefðu ekki í för með sér miklar frekari kjarabætur, heldur yrðu launataxtar aðlagaðir raunverulega greiddum launum. Desembersamningarnir voru beint framhald febrúarsamninganna 1986. Hóflegar launahækkanir, sem um leið stuðluðu að efnahagslegum stöðugleika í landinu, skyldu tryggja raunhæfar kjarabætur m.a. með lítt hækkandi verðlagi, stöðugu gengi og þverrandi verðbólgu. Á þessu ári skyldi hún skv. þessu ekki ná tveggja stafa tölu. Erfitt er að ganga í berhögg við opinbera launastefnu og efnahagsmarkmið, ekki síst þegar meginþorri vinnandi fólks í landinu sættir sig við tiltölulega litlar kjarabætur, til þess að markmið þetta megi nást og skapa hugsanlega betri afkomu, þegar til lengri tíma er litið. Samninganefnd sjúkrahúslækna taldi sig því hafa náð góðum samningi í febrúar sl., þar eð hún hefði náð fram eins miklu og kostur var innan þess svigrúms, sem var fyrir hendi, en þó engum markmiðum teflt í tvísýnu. Það er og staðreynd, að þessi tveggja ára samningur okkar varð fyrirmynd þeirra samninga, sem síðar voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.