Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 6
118 LÆKNABLAÐIÐ áfengis yngri en samanburðarhópurinn og þeir drukku meira að meðaltali í hvert skipti. í framhaldi af þessari rannsókn voru athugaðar drykkjuvenjur fólks á aldrinum 20-49 ára á árunum 1972-1974. Þá kom m.a. i ljós að, áfengisneytendur voru hlutfallslega flestir á þrítugsaldri og að þeir höfðu að jafnaði byrjað að neyta áfengis þremur árum fyrr en þeir sem voru á fimmtugsaldri. Bindindismenn voru hlutfallslega flestir i dreifbýli en fæstir í Reykjavík. Heildarneysla á íbúa var þá eins og nú mun minni en á hinum Norðurlöndunum. Við samanburð á Reykvíkingum og íbúum annarra höfuðborga á Norðurlöndum kom í ljós að Reykvíkingar drukku mun meira í hvert skipti en sjaldnar, en íbúar hinna borganna. ölvunartíðni var hins vegar svipuð í Helsinki, Osló og Reykjavík, meiri í Kaupmannahöfn en minni i Stokkhólmi. Félagslegar ástæður fyrir neyslunni skiptu minna máli fyrir Reykvíkinga en íbúa hinna höfuðborganna. Á þrjátíu og fimm ára læknisferli mínum hefur jafnan verið unnið að því að herða reglur og eftirlit til að draga úr framboði og notkun annarra efna en áfengis sem nota má sem vímugjafa, jafnvel þó að í sumum tilvikum hafi verið um að ræða lyf sem geta verið gagnleg eða nauðsynleg. Flestir hafa unað þessu vel. Á hinn bóginn hefur á sama tíma stöðugt verið dregið úr hömlum á notkun uppáhalds vímugjafans, áfengis, og framboð hans og neysla aukist, þrátt fyrir að þeim sem vita vilja hefði átt að vera ljóst að tjónið sem af neyslu hans hlýst er meira en af notkun annarra vímugjafa og fíkniefna. Umræða um áfengismál hefur iðulega byggst meira á tilfinningum en staðreyndum og viljað hefur brenna við að gleymist að áfengi hefur sömu áhrif og er jafnhættulegt eða gagnlegt í hvaða formi sem er, bjór eða öðru, ef skammtarnir sem neytt er eru jafnstórir. Rannsóknirnar sem gert er grein fyrir í blaðinu fjalla um þróun á neyslu áfengis á íslandi samkvæmt innflutnings- og söluskýrslum og þróun á notkun annarra fíkniefna á síðustu árum, neysluvenjur og tíðni misnotkunareinkenna á tiu ára tímabili og aðferðarfræðilegvandamál við gagnaöflun og mat á niðurstöðum. Neysluvenjur hér á landi eru bornar saman við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum að Danmörku undanskilinni, fjallað er um umferð og áfengi og tengsl heildarnotkunar þess við tíðni umferðarslysa og gerð grein fyrir rannsókn á viðhorfum fólks til þess hvort misnotkun áfengis sé sjúkdómur. Loks er gerð stutt grein fyrir tíðni innlagna á sjúkrahús til meðferðar vegna áfengismisnotkunar á tímabilinu 1975-1985. Rannsóknir sem þessar og raunar ýmsar fleiri þurfa stöðugt að vera í gangi til að fylgjast með framvindu mála á svipaðan hátt og fyrirtæki heldur bókhald til að vita hvar það stendur í rekstrinum. Rannsóknirnar eru nauðsynlegar til að afla gagna sem hægt er að byggja á raunhæfar umræður um viðfangsefnið og vandann og til þess að leggja drög að áframhaldandi stefnu, sem geti dregið úr vandanum eða komið í veg fyrir hann. Áfengisneysla (sala) hefur aukist stöðugt síðan byrjað var að létta á banninu og náði 5 lítrum á mann 15 ára og eldri á árinu 1984. Þar af voru 10% seld í fríhöfn. Hraði aukningarinnar hefur þó minnkað á síðustu árum. Salan hefur flust yfir á léttari vín, einkum á árabilinu 1979-1983 þegar reynt var að hafa þau tiltölulega ódýrari en sterkt áfengi. Er þessari verðstýringu var hætt jókst aftur salan á sterku áfengi án þess að heildarsalan breyttist að marki. Með verðstýringu er þannig hægt að hafa áhrif á hvaða tegundir eru keyptar. Væntanlega er líka hægt að hafa áhrif á heildarneysluna með verðstýringu eins og sést af fylgni heildarsölu og vísitölu kaupmáttar, þegar ekki koma til aðrar aðgerðir sem verka í gagnstæða átt eins og átt hefur sér stað hér á allra síðustu árum. Við samanburð á niðurstöðum rannsókna á áfengisneysluvenjum íslendinga 1974 og 1984 kemur í ljós að neytendum fjölgaði, einkum konum og yngra fólki. Þrátt fyrir heldur minni meðalneyslu karla í hvert skipti og meiri neyslu léttra vína er ölvunardrykkja áfram sérkennandi fyrir neysluna. Algengi einstakra misnotkunareinkenna og stórdrykkju hefur minnkað eitthvað, en þeim sem höfðu leitað aðstoðar vegna misnotkunar fjölgaði. Nýjar erlendar rannsóknir benda til að algengi áfengismisnotkunar eða fíknar sé mun meira þar en hér. Heildarneyslan í þessum löndum er og mun meiri en hér á landi. Erfitt reyndist að fá fólk til að taka þátt í rannsókninni 1984. Þó verður að telja réttmæti niðurstaðnanna gott þegar þær eru bornar saman við þróun áfengissölu og niðurstöður sem fengust í miklu umfangsminni símakönnun 1985. Ekki er ósennilegt að margar og tíðar skoðanakannanir um hin ólíkustu mál í litlu þjóðfélagi sem okkar dragi úr vilja fólks til að svara umfangsmiklum spurningalistum. Er það umhugsunar- og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.