Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 36
146 LÆKNABLAÐIÐ áfengisneyslu og að lokum spurningar um skaðlegar og gagnlegar afleiðingar áfengisneyslunnar. Eins og sést á töflu I reyndist svarhlutfallið breytilegt, lægst í Noregi 54,5% en hæst i Finnlandi 71,3%. Hér á landi var svarhlutfallið 63,1%. Til þess að athuga hvort svörin gæfu rétta mynd af úrtakinu var kyn, aldur, búseta og hjúskaparstétt svarenda borin saman við sambærilegar upplýsingar um mannfjöldann úr þjóðskrám landanna. Þessi samanburður leiddi í ljós að góð samsvörun var á milli svarenda og mannfjöldans hvað þessi atriði varðar. Samanburður á niðurstöðum á milli landanna á því ekki að vera neinum vandkvæðum bundinn. NIÐURSTÖÐUR Áfengisneyslan. Til að fá upplýsingar um áfengisneysluna var spurt hvort viðkomandi hefði drukkið áfengan bjór, létt vín eða sterkt áfengi á síðustu 12 mánuðum. Þeir sem svöruðu játandi voru beðnir að segja hversu oft þeir drykkju og hversu mikið þeir drykkju venjulega í hvert skipti. Þeir sem ekki höfðu drukkið áfengi á árinu fyrir rannsóknina eru skilgreindir sem bindindismenn. Á töflu II sést hve stór hluti fullorðinna í löndunum fjórum eru bindindismenn. Bindindismenn eru tiltölulega flestir á íslandi þó Tafla I. Samnorrœn áfengiskönnun. Úrtak og svarhlutfali Svarhlutfall Úrtak (Vo) Finnland...................... 2.998 71,3 ísland........................ 3.420 63,1 Noregur....................... 2.986 54,5 Svíþjóð....................... 3.066 58,3 að litlu muni á íslandi og Finnlandi en fæstir í Svíþjóð. í öllum Iöndunum eru tvisvar sinnum fleiri konur bindindismenn eða rúmlega það. Þeir eru hlutfallslega fæstir í yngstu aldurshópunum en langflestir í elstu aldurshópunum og er munurinn á kynjunum meiri eftir þvi sem aldurinn verður hærri. Þetta á við um öll löndin. Skýringin á þessu kann að hluta til að vera sú, að þegar fólk eldist hætti það að drekka áfengi einkum konurnar. En sennilega er munurinn á áfengisneyslu karla og kvenna til kominn vegna ólíkra kynhlutverka og neysluvenja kynjanna. Þeir sem eru í elsta aldurshópnum voru aldir upp á tímum þegar áfengi var nær eingöngu drukkið af körlum. Með breyttum tíðaranda hefur áfengisneysla orðið liður í neysluvenjum beggja kynja. Munurinn á áfengisneyslu karla og kvenna kemur því ekki Iengur fram í því hvort áfengi er drukkið heldur hversu mikið er drukkið. Þetta kemur greinilega fram í töflu III, sem sýnir árlega meðalneyslu þeirra sem höfðu drukkið áfengi árið fyrir rannsóknina. Árleg meðalneysla er fundin með því að margfalda saman tíðni áfengisneyslu og magn áfengis sem venjulega hefur verið drukkið á síðustu 12 mánuðum fyrir könnunina samkvæmt svörum neytendanna. Það sést á töflu III að í öllum löndunum drekka konur langtum minna en karlar og að heildarmagnið sem hver einstaklingur neytir fer minnkandi með hækkandi aldri þannig að á íslandi og í Noregi drekka þeir sem eru á milli fimmtugs og sjötugs ekki nema tæpan helming af því sem þeir sem eru á milli tvítugs og þrítugs drekka. Árleg meðalneysla áfengis er hæst í Finnlandi 5,8 lítrar fyrir hvern karl en lægst á íslandi 4 lítrar. Hinsvegar er munurinn á meðalneyslu kvenna 20-29 ára 30-49 ára 50-69 ára Alls Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Finnland.. .. 6 8 7 17 n 43 10 23 ísland .... .. 4 10 12 26 23 50 12 27 Noregur .. .. 4 9 8 14 19 37 11 20 Svíþjóð ... .. 3 2 5 10 15 28 8 15 Tafla II. Hlutfall bindindismanna á Norðurlöndum eftir aldri og kyni. 20-29 ára 30-49 ára 50-69 ára Alls Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Finnland.. .. 6,6 1,9 6,8 1,7 3,6 1,2 5,8 1,6 fsland .... .. 5,0 1,8 3,3 1,6 2,1 0,7 4,0 1,5 Noregur .. .. 7,1 2,0 3,8 2,0 3,2 1,1 4,7 1,8 Svíþjóð ... . . 6,5 2,4 4,8 2,2 4,0 1,2 5,0 1.9 Tafla III. Reiknuð meðalársneysla (í lítrum) þeirra sem neytt hafa áfengis eftir löndum, kyni og aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.