Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 159-64 159 Hildigunnur Ólafsdóttir VIÐHORF ALMENNINGS TIL DRYKKJUSÝKI ÚTDRÁTTUR Til þess að leita frekari skýringar á hvers vegna meðferðartilboðum vegna áfengismisnotkunar hefur verið jafn vel tekið hér á landi og raun ber vitni var reynt að kanna viðhorf almennings til drykkjusýki. í faraldsfræðilegri könnun á neysluvenjum og misnotkun áfengis, sem gerð var árið 1984 var spurt »Hver þessara staðhæfinga lýsir drykkjusýki (alkóhólisma) best?« 1. Sjúkdómur, sem gerir ekki boð á undan sér, og fólk ræður engu um hvort það fær eða ekki. 2. Sjúkdómur, sem fólk ræður litlu um hvort það fær eða ekki. 3. Sjúkdómur, sem fólk ræður miklu um hvort það fær eða ekki. 4. Það er ekki raunverulegur sjúkdómur heldur sjálfskaparvíti. 5. Veit ekki. Meiri hlutinn fellst ekki á það, að drykkjusýki sé sjúkdómur, sem fólk ráði engu um. Þeir sem hafa þá skoðun að drykkjusýki sé ekki sjúkdómur voru tiltölulega eldra fólk, fólk með minni menntun og bindindismenn. Þeir sem telja að drykkjusýki sé sjúkdómur voru oftar konur, fólk með áfengisvandamál og þeir sem höfðu farið í meðferð vegna þeirra. INNGANGUR Siðferðileg afstaða almennings til ýmis konar sjúkdóma hefur án efa áhrif á það hvort fólk leitar sér lækningar við þeim eða ekki. Sektarkennd og skömm vegna tiltekinna sjúkdóma og félagslegra vandamála geta valdið því að almenningur notfærir sér ekki þá þjónustu sem heilbrigðisstofnanir veita. Lengi hafa verið skiptar skoðanir um orsakir áfengismisnotkunar og drykkjusýki. Deilt hefur verið um það hvort drykkjusýki geti talist til sjúkdóma og hvers konar sjúkdómur hún geti talist (1). AA-samtökin, sem stofnuð voru hér á landi árið 1954 urðu fyrst til að kynna þá skoðun, að drykkjusýki væri sérstakur sjúkdómur, en þó Frá Geðdeild Landspítalans. Barst 16/09/1987. Samþykkt 04/01/1988. ekki geðsjúkdómur (2). Þessi skoðun var samt aldrei viðurkennd af almenningi, og var frekar litið á viðhorf AA-samtakanna, sem fyrirbæri innan ákveðins menningarkima. Almenningur hefur ekki heldur sætt sig við það, að drykkjusýki sé geðsjúkdómur, en þannig er drykkjusýki flokkuð samkvæmt sjúkdómaskrá Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Afstaða fólks til drykkjusýki byggist á og ber í sér bæði siðræn gildi og mannúðargildi. Stofnun Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið, SÁÁ, árið 1977 og opnun meðferðarstofnana þeirra hefur haft mikil áhrif á ríkjandi viðhorf til áfengisvandans í þjóðfélaginu. Þar hafa leikmenn verið í forsvari, flestir óvirkir alkóhólistar og hafa sett á fót eigin meðferðarstofnanir eins og kunnugt er. Þjóðkunnir menn hafa komið fram sem óvirkir alkóhólistar og þannig átt þátt í að breyta þeirri ímynd sem almenningur hafði af drykkjusjúklingum. Umræðan um áfengisvandamálin breyttist og lögð var áhersla á mikilvægi meðferðar við drykkjusýki. Stofnanir SÁÁ eru sniðnar eftir bandarískri fyrirmynd, einkum Freeport sjúkrahúsinu í New York ríki. Þær byggja á sömu hugmyndafræði og AA-samtökin, að áfengisvandamál einstaklings séu einkenni um raunverulegan sjúkdóm, drykkjusýki, sem einkennist af því, að fólk hefur ekki stjórn á drykkju sinni. Á síðasta ártug hefur meðferðarstofnunum fyrir drykkjusjúka fjölgað mjög hér á landi. Á árunum 1976 til 1985 hefur tala þeirra, sem farið hafa í meðferð hækkað úr 535 í 1952 miðað við 100.000 íbúa. Árið 1985 voru 92% af öllum nýkomum á meðferðarstofnanir vegna drykkjusýki, komur á stofnanir SÁÁ. Sama ár höfðu 3,6% allra fullorðinna íslendinga farið í meðferð á stofnun að minnsta kosti einu sinni á ævinni (3). Er mjög líklegt, að þessi miklu viðbrögð hafi haft áhrif á að breyta afstöðu fólks til drykkjusýki. Orðin »alkóhólismi« og »alkóhólisti« eru nú orðin almenningi mjög munntöm og hafa öðlast víðari merkingu en áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.