Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 149 fram, að það eru helst Svíar sem aðhyllast drykkjuvenjur Mið- og Suður-Evrópu að drekka áfengi hóflega við ýmsar ólíkar aðstæður en að íslendingar halda sig við hefðbundnar norrænar drykkjuvenjur að leyfa ölvun við sérstakar aðstæður en eru mótfallnir daglegri áfengisneyslu þótt í hófi sé. Til að fá fram viðhorf til áfengis annars vegar og ölvunar hins vegar var fólk beðið að raða hugtökunum áfengi og áfengisáhrif á sjöskiptum mælikvarða (2). Raða átti eftirtöldum andheitum: óþægilegt - þægilegt, gott - vont, leiðinlegt - spennandi, einskis virði - mikils virði, óvirkt - virkt, fjörugt - dauft, veikt - sterkt. Á grundvelli fjögurra fyrstu andstæðu orðanna var búin til mælitala þannig að jákvæðari orðin (þægilegt, gott, spennandi, mikils virði) fengu gildið sjö en neikvæðari orðin fengu hvert um sig gildið einn. Mælitalan gat því hæst orðið 28 og lægst 4, en talan 16 táknar að fólki fannst áfengi hvorki þægilegt, gott, spennandi eða mikils virði né óþægilegt, vont, leiðinlegt eða einskis virði. Svarhlutfallið við þessum spurningum var tiltölulega lágt, en svörin gefa samt ákveðnar vísbendingar. Mynd 2 sýnir dreifingu svaranna eftir löndum. Eins og sést á myndinni mátu íslendingar bæði áfengi og áfengisáhrif jákvæðast, en Norðmenn og Finnar fylgja á eftir í afstöðu sinni. Svíar eru neikvæðastir í viðhorfum sínum. íslendingar skera sig líka úr hópi hinna þjóðanna að því leyti að í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi voru áfengisáhrifin talin neikvæðari en áfengið. Þessu var öfugt farið á íslandi. Bæði hugtökin eru talin jákvæð en áfengisáhriFin eru metin jákvæðar en áfengið. Þetta staðfestir enn frekar þá sérstöðu sem ölvun - við vissar aðstæður - virðist hafa meðal íslendinga. Önnur hlið viðhorfa til áfengis var könnuð með því að spyrja hvað fólk telji að unglingar þurFi að vera gamlir til að mega drekka áfengi við tilteknar ástæður. Talið var víst að fólki þætti leyfilegt að neyta léttari tegunda fyrst og því var aðeins spurt um áfengan bjór og létt vín. Tafla VII sýnir þann meðalaldur sem fólk taldi unglinga þurfa að hafa náð til þess að mega byrja áfengisneyslu. í aðalatriðum er mjög lítill munur á svörum eftir löndum á því hvenær talið er eðlilegt að unglingar byrji áfengisneyslu. Athygli vekur að nánast enginn greinarmunur er gerður á þvi hvort um er að ræða pilta eða stúlkur. Medaltal 18 i Svíþjód Finnland Noregur island -o- Áfengi Ölvun Mynd 2. Mat á áfengi og ölvun. Fólk virðist yfirleitt telja að unglingar eigi að vera hálfu til einu og hálfu ári eldri þegar þeir drekka áfengi með jafnöldrunum en þegar þeir neyta þess með fjölskyldu sinni. Þá er athyglisvert að fólk telur að á aldursbilinu 18 til 19 ára megi áfengisneysla hefjast. Þetta er í samræmi við gildandi lög í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, þar sem heimilt er að selja fólki áfengan bjór og létt vín við 18 ára aldur, en sterkt áfengi við 20 ára aldur. Samkvæmt islensku áfengislögunum er ekki heimilt að selja fólki yngra en 20 ára áfengi og gildir það sama um létt vín og sterkt áfengi. Þarna virðist því vera misræmi á milli viðhorfa fólks og löggjafarinnar. Rannsóknir á því hvenær íslenskir unglingar hefja áfengisneyslu sýna hins vegar að byrjunaraldurinn er miklu lægri. Meiri hluti unglinga hefur neytt áfengis við 15 ára aldur (3). Nokkrum spurningum var ætlað að varpa ljósi á viðhorf til þess, hvort fólk sé ábyrgt gerða sinna þegar það er undir áhrifum áfengis eða ekki. Spurningar voru um það hvort gera ætti sömu kröfur til fólks, sem er undir áhrifum áfengis og annarra. Ennfremur hvort líta ætti afbrot, sem framin eru undir áhrifum áfengis mildari augum. Einnig var fólk beðið að taka afstöðu til þess hvort það væri verra að verða sér til skammar algáður en undir áhrifum áfengis, og hvort ætti að taka minna mark á orðum fólks, þegar það er undir áhrifum áfengis en annars. Síðasta staðhæfingin sem fólk var beðið að taka afstöðu til var um það hvort væri auðveldara að sætta sig við, að fólk lenti í rifrildi eða handalögmálum, undir áhrifum áfengis heldur en þegar það væri ódrukkið. Svörin í öllum löndunum gáfu ótvírætt til kynna að fólk eigi að vera ábyrgt gerða sinna þrátt fyrir ölvun, en gerður er greinarmunur á því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.