Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 52
162 LÆKNABLAÐIÐ mat bindindismanna að kenna flöskunni en ekki drykkjumanninum um áfengisbölið. Viðhorf eftir eigin áfengisvandamálum. Ein af spurningunum á listanum var hvort menn teldu eigin áfengisneyslu vera vandamál. Þeim sem svöruðu játandi var skipað í einn hóp, öllum öðrum í annan hóp. Samanburður á mati þessara tveggja hópa kemur fram á mynd 5. Greinilegur munur er á afstöðunni til drykkjusýki hjá þeim sem telja sig eiga við áfengisvanda að stríða og hinum sem telja sig ekki hafa það. Munurinn er tölfræðilega marktækur. Þeir, sem að eigin mati áttu við áfengisvandamál að stríða, aðhylltust einkum tvær fyrstu staðhæfingarnar en hinn hópurinn hinar tvær síðustu. Það vekur samt athygli, að þeir sem eiga við áfengisvandamál að stríða dreifast jafnar á öll fimm svörin en hinir með engin áfengisvandamál. Viðhorf eftir viðbrögðum fjölskyldu. Þátttakendur voru einnig spurðir, hvort fjölskyldur þeirra álitu drykkju þeirra vera vandamál. Á mynd 6 er afstaða þeirra, sem sögðu að fjölskyldur þeirra álitu drykkju þeirra vera vandamál borin saman við svör annarra aðspurðra. Eins og munur er á mati þeirra, sem telja sig hafa áfengisvandamál og hinna sem álíta sig ekki hafa sömu vandamál, þá er líka munur á svörum þeirra, sem telja sig vera undir þrýstingi fjölskyldunnar og þeirra sem ekki telja sig verða vara við slík viðbrögð sinna nánustu.Mesti munurinn á þessum tveimur hópum varðar þá staðhæfingu sem gengur lengst í því að álíta drykkjusýki sjúkdóm, sem menn geti ekki ráðið neinu um. Viðhorf og meðferðarreynsla. Spurt var um það, hvort menn hefðu farið í meðferð við áfengisvanda einhvern tíma á ævinni. Það voru 2,7% svarenda, sem sögðust hafa leitað eftir einhvers konar meðferð. Algengast var að fólk hefði sótt fundi AA-samtakanna en það höfðu 1,4% gert, 1,1% höfðu legið inni á meðferðarstofnunum SÁÁ, 0,6% höfðu verið innlagðir á áfengisdeildir geðdeildar Landspítalans, 0,5% höfðu verið göngudeildarsjúklingar hjá SÁÁ og 0,4% höfðu leitað til göngudeildar áfengissjúklinga á geðdeild Landspítalans. Það voru 0,3% sem höfðu verið til meðferðar á almennum sjúkrahúsum og sama hlutfall hjá læknum utan sjúkrahúsa. Þá skýra 0,2% frá því að þeir hafa leitað sér meðferðar, en tilgreina ekki hvar. Af rannsóknum á innlögnum vegna drykkjusýki, þar sem upplýsingar eru byggðar á nákvæmum skrám er ljóst, að raunverulegar tölur eru aðeins hærri. En í inngangi var sagt frá því að miðað við árið 1985 hefðu 3,6% íslendinga, 15 ára og eldri % 40 30 20 10 0 Sjúkdómur Veit ekki Sjálfskaparvíti + + + + + + X2 = 25,21 d.f.= 4 p<0,001. Mynd 5. Viðhorf til drykkjusýki, skipting eftir því hvort menn telja sig eiga við áfengisvandamál að stríða eða ekki. % + + + + + + x!= 14,65d.f.= 4 p<0,01. Mynd 6. Viðhorf til drykkjusýki, skipting eftir því hvort fjölskyldan telji að viðkomandi eigi við áfengisvandamál að stríða eða ekki. % + + + + + + X2= 75,42 d.f.= 4 p< 0,001. Mynd 7. Viðhorf til drykkjusýki, skipting eftir meðferðarreynslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.