Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1988, Side 52

Læknablaðið - 15.04.1988, Side 52
162 LÆKNABLAÐIÐ mat bindindismanna að kenna flöskunni en ekki drykkjumanninum um áfengisbölið. Viðhorf eftir eigin áfengisvandamálum. Ein af spurningunum á listanum var hvort menn teldu eigin áfengisneyslu vera vandamál. Þeim sem svöruðu játandi var skipað í einn hóp, öllum öðrum í annan hóp. Samanburður á mati þessara tveggja hópa kemur fram á mynd 5. Greinilegur munur er á afstöðunni til drykkjusýki hjá þeim sem telja sig eiga við áfengisvanda að stríða og hinum sem telja sig ekki hafa það. Munurinn er tölfræðilega marktækur. Þeir, sem að eigin mati áttu við áfengisvandamál að stríða, aðhylltust einkum tvær fyrstu staðhæfingarnar en hinn hópurinn hinar tvær síðustu. Það vekur samt athygli, að þeir sem eiga við áfengisvandamál að stríða dreifast jafnar á öll fimm svörin en hinir með engin áfengisvandamál. Viðhorf eftir viðbrögðum fjölskyldu. Þátttakendur voru einnig spurðir, hvort fjölskyldur þeirra álitu drykkju þeirra vera vandamál. Á mynd 6 er afstaða þeirra, sem sögðu að fjölskyldur þeirra álitu drykkju þeirra vera vandamál borin saman við svör annarra aðspurðra. Eins og munur er á mati þeirra, sem telja sig hafa áfengisvandamál og hinna sem álíta sig ekki hafa sömu vandamál, þá er líka munur á svörum þeirra, sem telja sig vera undir þrýstingi fjölskyldunnar og þeirra sem ekki telja sig verða vara við slík viðbrögð sinna nánustu.Mesti munurinn á þessum tveimur hópum varðar þá staðhæfingu sem gengur lengst í því að álíta drykkjusýki sjúkdóm, sem menn geti ekki ráðið neinu um. Viðhorf og meðferðarreynsla. Spurt var um það, hvort menn hefðu farið í meðferð við áfengisvanda einhvern tíma á ævinni. Það voru 2,7% svarenda, sem sögðust hafa leitað eftir einhvers konar meðferð. Algengast var að fólk hefði sótt fundi AA-samtakanna en það höfðu 1,4% gert, 1,1% höfðu legið inni á meðferðarstofnunum SÁÁ, 0,6% höfðu verið innlagðir á áfengisdeildir geðdeildar Landspítalans, 0,5% höfðu verið göngudeildarsjúklingar hjá SÁÁ og 0,4% höfðu leitað til göngudeildar áfengissjúklinga á geðdeild Landspítalans. Það voru 0,3% sem höfðu verið til meðferðar á almennum sjúkrahúsum og sama hlutfall hjá læknum utan sjúkrahúsa. Þá skýra 0,2% frá því að þeir hafa leitað sér meðferðar, en tilgreina ekki hvar. Af rannsóknum á innlögnum vegna drykkjusýki, þar sem upplýsingar eru byggðar á nákvæmum skrám er ljóst, að raunverulegar tölur eru aðeins hærri. En í inngangi var sagt frá því að miðað við árið 1985 hefðu 3,6% íslendinga, 15 ára og eldri % 40 30 20 10 0 Sjúkdómur Veit ekki Sjálfskaparvíti + + + + + + X2 = 25,21 d.f.= 4 p<0,001. Mynd 5. Viðhorf til drykkjusýki, skipting eftir því hvort menn telja sig eiga við áfengisvandamál að stríða eða ekki. % + + + + + + x!= 14,65d.f.= 4 p<0,01. Mynd 6. Viðhorf til drykkjusýki, skipting eftir því hvort fjölskyldan telji að viðkomandi eigi við áfengisvandamál að stríða eða ekki. % + + + + + + X2= 75,42 d.f.= 4 p< 0,001. Mynd 7. Viðhorf til drykkjusýki, skipting eftir meðferðarreynslu.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.