Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 18
130
LÆKNABLAÐIÐ
líkamsþyngd, árangur í barnaskóla, lengd
skólagöngu, starf og hjúskaparstöðu. Loks voru
73 spurningar, sem vörðuðu geðheilbrigði, úr
Cornell Medical Index Health Questionnaire (7).
Svör bárust frá 80% þeirra sem spurningalista
fengu.
Á árinu 1979 sendum við þeim sem svöruðu 1974
að nýju spurningalista til að kanna, hvaða
breytingar kynnu að hafa orðið á
neysluvenjunum (8, 9). Þá var bætt við 30 nýjum
spurningum úr General Health Questionnaire
(10). Árið 1984 sendum við enn sama
spurningalista til allra sem voru í fyrsta úrtakinu
og völdum hlutfallslega jafnstórt úrtak úr
ibúahópnum sem var á aldrinum 20-29 ára, til
þess að hafa til samanburðar við þá sem voru á
þeim aldri tíu árum fyrr. Því miður voru heimtur
úr könnuninni 1984 miklum mun lakari en tíu
árum áður. Liggja til þess ýmsar ástæður, sem
ekki verða raktar frekar hér (11, 2). í fyrri
Tafla II. Hundraðshlutar áfengisneytenda í
mismunandi aldursflokkum eftir kyni.
1974 1984
Aldur Kariar Konur Karlar Konur
20-29 ..................... 92 81 94 91
30-39 ..................... 93 74 93 88
40-49...................... 85 59 94 76
50-59 ..................... - 85 63
Alls 90 74 92 82
Tafla III. Hundraðshlutar áfengisneytenda eftir
hjúskaparstétt árin 1974 og 1984.
1974 1984
Ógiftar konur, ókvæntir menn........ 86
Óvígð sambúð........................ 94
Giftar konur, kvæntir menn.......... 80 87
Áður í hjónabandi .................. 91 88
Tafla IV. Skammtafjöldi sem neytt var venjulega og í
síðustu drykkju 1974 og 1984 og fylgni á milli
venjulegrar drykkju og síðustu drykkju.
Karlar 1974 1984 Konur 1974 1984
Meðaltal venjulega 10,9 9,3 4,5 4,5
Meðaltal síðast 10,1 8,7 4,0 4,1
Miðgildi venjulega 8,4 7,6 3,4 4,3
Miðgildi síðast 7,1 6,6 2,7 3,8
Fylgnistuðull (Pearson’s R) 0,83 0,70 0,76 0,71
rannsókninni var svarhlutfallið mjög gott. En í
rannsókninni 1984 tókst ekki að fá svör nema frá
60%. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki til
tæplega 20% úrtaksins, 13% neituðu að taka þátt
í könnuninni, helmingi fleiri meðal þeirra sem
leitað hefur verið til tvívegis áður en í
viðbótarúrtakinu, sem nú var leitað til í fyrsta
sinn. Auk þess dvöldu 5% erlendis eða voru með
óþekkt heimilisföng og 2% voru látnir.
NIÐURSTÖÐUR
í því sem á eftir fer mun fyrst og fremst gerður
samanburður á niðurstöðum rannsóknarinnar frá
1974 og rannsóknarinnar frá 1984, en í nokkrum
tilvikum einnig getið um niðurstöður
rannsóknarinnar frá 1979.
Á þessu tímabili hefur hlutfall áfengisneytenda í
hverjum aldurshópi aukist og þar af leiðandi
hlutfall áfengisneytenda í heild úr 82% 1974 í
87% 1984, og raunar enn meir ef aðeins er litið á
aldurshópana 20-49 ára. í öllum aldurshópum
hefur áfengisneytendum heldur farið fjölgandi,
þannig að hlutfallslega fleiri þeirra, sem svara nú
og svöruðu einnig fyrir 10 árum, neyta áfengis,
sérstaklega þeir sem voru 20-29 ára 1974. Hlutfall
bindindismanna hefur minnkað, einkum meðal
kvenna í yngri aldurshópunum. Árið 1974 neytti
ein af hverjum fjórum konum ekki áfengis, en
hefur nú fækkað þannig að nú er aðeins ein af
hverjum fimm sem ekki neytir áfengis.
Tafla III sýnir hlutfall áfengisneytenda eftir
hjúskaparstétt og kemur þar fram sama og í
aldurstöflunum. í niðurstöðum frá 1974 var ekki
gerður greinarmunur á ógiftum og þeim sem voru
í óvígðri sambúð eins og 1984. Þegar litið er á
hlutfall neytenda sem eru í óvígðri sambúð, er rétt
að hafa í huga, að í þeim hópi er vafalaust meiri
hlutinn á aldrinum 20-39 ára, en það er sá
aldurshópur sem hefur flesta áfengisneytendur.
Áður giftir eru annað hvort fráskildir eða ekkjur.
Sé síðarnefndi hópurinn tekinn frá eru 93%
þeirra áður giftu áfengisneytendur 1984.
Neysluvenjur. Aukinn fjöldi neytenda, en
nokkurn veginn óbreytt heildarneysla, ætti að
hafa í för með sér minnkaða neyslu á hvern
neytanda, ef ekki kemur til aukin óskráð neysla.
Tafla IV sýnir að meðaltal skammta (1 skammtur
= 12 ml af hreinum vínanda), sem hver
karlmaður neytir í hvert skipti, hefur lækkað úr
10,9 skömmtum í 9,3 í hvert skipti, en miðgildið
hefur lækkað úr 8,4 í 7,6 skammta. Hjá konum er
miðgildið heldur hærra 1984 en 1974, en