Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 56
166 LÆKNABLAÐIÐ Fjöldi midad vid 100.000 ibúa 15 ára og eldri Mynd 2. Fyrstu innlagnir, skipting eftir kynferöi. % 1974 76 78 '80 '82 '84 '86 Ár ■ < 19 ára □ 30-49 ára 0 20-29 ára □ 50> ára Mynd 3. Fyrstu innlagnir, hlutfallsleg aldursskipting. Fjöldi midad vid 100.000 ibúa 15 ára og eldri Á mynd 2 sést að karlar eru í meirihluta þeirra, sem eru að leggjast inn í fyrsta sinn vegna áfengis- og annarrar vímuefnamisnotkunar. Fyrstu innlögnum karia fjölgaði frá 1975 til 1981, þá fór þeim fækkandi á næstu tveimur árum, en fjölgaði aftur 1984. Fyrstu innlögnum kvenna fjölgar allt tímabilið. í upphafi tímabilsins voru 6 karlar í meðferð á móti hverri konu en eru í lok þess 2,8 á móti hverri konu. Miklar breytingar hafa orðið á hlutfallslegri aldursskiptingu þeirra, sem eru að leggjast inn í fyrsta skipti vegna áfengis- og annarrar vímuefnamisnotkunar eins og sést á mynd 3. Meðalaldur karla sem eru að koma í fyrstu innlögn hefur lækkað úr 44,0 árum í 35,9 ár og hjá konum úr 44,1 ári í 36,3 ár á rannsóknartímabilinu. Ungu fólki í meðferð, 30 ára eða yngra fjölgaði stöðugt frá 1975 til 1983, en eftir það hefur aldursskipting ekki breyst. Hlutfall fólks, yngra en 20 ára var mjög lágt í upphafi rannsóknartímabilsins, en hækkaði eftir 1979 allt til ársins 1984. Tafla I sýnir að miðað við árslok 1985 höfðu 3,6% þjóðarinnar, 15 ára og eldri verið innlögð vegna áfengis- eða annarrar vímuefnamisnotkunar. Mun fleiri karlar en konur hafa verið innlagðir. Það verður að teljast hátt hlutfall, að tæplega 10% karla á aldrinum 40 til 49 ára skuli einhvern tíma á ævinni hafa verið lagðir inn á meðferðarstofnun vegna áfengis- eða annarrar vímuefnamisnotkunar. Á mynd 4 má sjá yfirlit yfir fyrstu innlagnir og búsetu. Flestir, sem eru að leggjast inn í fyrsta sinn vegna áfengis- og annarrar vímuefnamisnotkunar, eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið á milli innlagna höfuðborgarbúa og þeirra, sem búsettir eru annars staðar á landinu, minnkaði úr 80% í 63% frá 1975 til 1980, en er óbreytt eftir það. Tafla I. Hundraðshluti fólks í hverjum aldursflokki, sem hefur verið innlagður á meðferðarstofnun einhvern tima á cevinni vegna áfengis- og vímuefnamisnotkunar. Aidur Karlar Konur AIls 15-19 ára ............. 0,4 0,4 0,4 20-29 ára ............. 3,9 1,2 2,6 30-39 ára ............. 7,0 1,2 4,5 40-49 ára.............. 9,8 3,1 6,5 50> ára................ 6,1 1,6 3,7 15 ára og eldri 5,6 1,6 3,6 Mynd 4. Fyrstu innlagnir, skipting eftir búsetu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.