Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 10
122 LÆKNABLAÐIÐ komi óorði á það og valdi því, að vondir ofstækismenn vilji banna það eða hefta frjálsa notkun þess með öllum tiltækum ráðum. Fyrrnefndi hópurinn telur sig oft tala í nafni frelsis og sjálfsákvörðunarréttar einstaklingsins og vill hafa sem mest frjálsræði um notkun áfengis. Síðarnefndi hópurinn telur sig tala í nafni heilbrigði og þjóðarhags út frá reynslu og þekkingu um þann skaða, sem áfengi getur valdið. Til þess að stuðla að aukinni þekkingu á áfengisneyslu hér á landi og skaðsemi hennar leitaði Áfengisvarnaráð ríkisins til okkar, sem störfum við geðdeild Landspítalans og kennum við læknadeild Háskóla íslands, til að framkvæma frekari rannsóknir á áfengisneyslu og afleiðingum hennar. Höfum við unnið að slíkum rannsóknum síðan á árinu 1967. Þróun áfengisneyslu áður fyrr. Þótt eflaust hafi verið drukkið fast á Islandi til forna, eins og lýsingar í fornsögum bera með sér, keyrir neysla áfengis þó ekki um þverbak fyrr en eftir að brennivin fer að berast til landsins. Framleiðsla þess er ekki talin hefjast í Evrópu fyrr en á 13. öld. Snemma á 17. öld er drykkjuskapur þegar orðinn óhóflegur meðal einstakra manna á íslandi, þannig að þess er beinlínis getið að menn hafi drukkið sig í hel. Upp úr aldamótunum 1700 er drykkjuskapurinn talinn hafa magnast verulega. Jón Skálholtsbiskup Árnason sendir ásamt fleirum bænaskrá til konungs 1733 þar sem gerðar eru tillögur um algert aðflutningsbann á brennivíni til íslands. Segja bænaskrár höfundar »...að drykkjuskapur fari stöðugt vaxandi meðal lærðra og leikra, æðri og lægri, og hljótist af mikið tjón og oft stórslys... Aðeins að vorinu, rétt fyrir skipakomur, sé allt sæmilega öruggt fyrir drykkjuskaparfaraldrinum í landinu« (11). Á síðari hluta 19. aldar nær brennivínsinnflutningur hámarki árið 1863 og eru það ár fluttir inn 9 lítrar af brennivíni á hvert mannsbarn í landinu. Eftir þetta fer heildarneysla áfengis minnkandi samkvæmt opinberum skýrslum samfara aukinni bindindisstarfsemi og takmörkunum að lögum á sölu og veitingu áfengra drykkja og nær lágmarki með aðflutningsbanninu, sem gekk í gildi 1. janúar 1912. Sölubann gekk þó ekki í gildi fyrr en 1. janúar 1915 og algert sölubann stóð aðeins í þrjú ár. Síðan var smálinað á banninu, fyrst með því að leyfa sölu áfengis gegn lyfseðli, þá með innflutningi Spánarvína og loks með endanlegu afnámi bannsins árið 1934. Þó voru áfram í gildi mjög veigamiklar takmarkanir á áfengissölunni, nefnilega áfengiseinkasala og bann við sölu og dreifingu áfengs öls. Hvort tveggja þetta hefur stuðlað að því að halda neyslu áfengis á íslandi hinni lægstu i Evrópu. En nú eru því miður blikur á lofti sem benda til þess, að hér geti orðið á breyting og áfengisneysla verði stóraukin í landinu með afnámi banns á framleiðslu og sölu áfengs öls. Kann þá einnig að vera tímaspursmál hvenær aðrar flóðgáttir verða opnaðar. Á síðustu 100 árum hefur áfengisneysla hér á landi verið miklum breytingum undirorpin, eins og mynd 1 sýnir. Skráð neysla féll nokkuð jafnt úr 3,4 lítrum af hreinum vínanda á mann á ári á árunum 1881-85 niður í 0,5 lítra á mann 15 ára og eldri á ári á árunum 1916-20 á meðan bannið var að mestu í gildi. Síðan hefur neyslan aukist jafnt og þétt upp í 4,4 lítra á árabilinu 1981-85 (1, 2). Rétt er að minna á, að skráð neysla er talsvert Mynd 1. Áfengisneysla á íslandi 1881-1985. Meðalársneysla mœld I lítrum hreins vínanda á mann 15 ára og eldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.