Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 161 Fólk yfir fimmtugt er helst á þeirri hefðbundnu skoðun, að drykkjusýki sé ekki sjúkdómur. Þar eð almenningur hefur kynnst sjúkdómslíkaninu tiltölulega nýlega, hefði mátt ætla að yngra fólk hefði frekar aðhyllst það, þar sem það væri ómótaðra í mati sínu á drykkjusýki en þeir sem eldri eru. Þetta virðist aðeins svo hjá yngri konum en gildir ekki um yngri karla. Viðhorf eftir menntun. Svarendum hefur verið raðað í þrjá hópa eftir menntun. Fólk, sem ekki hefur neina eða mjög stutta skólagöngu að baki, en það er flest í elsta aldurshópnum, og þeir sem lokið hafa skyldunámi er sett í einn flokk. Hinir tveir hóparnir eru fólk með almenna framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Á mynd 3 má sjá viðhorf til drykkjusýki eftir menntun. Marktækur munur er á afstöðu þeirra, sem svara eftir því hvaða menntun fólk hefur. Það er aðeins smávægilegur munur á þeim, sem hafa litla eða enga menntun og þeim, sem hafa almenna framhaldsskólamenntun. En háskólamenntaði hópurinn fer bil beggja og hafnar frekast öfgum í báðar áttir. Nærri helmingur háskólamenntaðra manna er sammála um, að drykkjusýki sé sjúkdómur, en fólk ráði miklu um hvort það fái hann eða ekki. Þeir virðast mjög ósammála þeirri fullyrðingu að drykkjusýki sé sjúkdómur, sem fólk geti ekki haft stjórn á. Þetta sýnir ef til vill að fólk með æðri menntun telur sig geta stjórnað eigin lífi, en álíti ekki að ósveiganjanleg og ófrávíkjanleg örlög ráði gengi þess á lífsbrautinni. Viðhorf áfengisneytenda og bindindismanna. Svarendur voru fiokkaðir i áfengisneytendur og bindindismenn. Þeir, sem einhvern tíma á ævinni hafa neytt áfengis eru taldir áfengisneytendur, en þeir sem aldrei hafa drukkið áfengi, bindindismenn. Mynd 4 sýnir viðhorf þessara tveggja hópa. Eigin drykkjuvenjur fólks virðast að vissu marki hafa áhrif á afstöðu til drykkjusýki. Sú skoðun að drykkjusýki sé ekki sjúkdómur heldur sjálfskaparvíti á lang mestu fylgi að fagna meðal bindindismannanna. Er þetta í samræmi við það % 40 30 20 10 0 Sjúkdómur Veit ekki Sjálfskaparvíti + + + + + + X* = 23,64 d.f.= 12 p<0,02. Mynd 2. Viðhorf til drykkjusýki, skipting eftir aldrí. a 20-29 (fj. 740) 0 30-39 (fj. 666) □ 40-49 (fj. 417) □ 50-59 (fj.346) I % 50 BGrunnsk/engin menntun (fj. 581) 40 HFramhaldsskóli (fj. 1.180) □ Háskóli (fj. 280) Sjúkdómur Veit ekki Sjálfskaparviti + + + + + + XJ= 93,96 d.f.= 8 p< 0,001. Mynd 3. Viðhorf til drykkjusýki, skipting eftir menntun. % + + + + + + X2= 24,08 d.f.= 4 p< 0,001. Mynd 1. Viðhorf til drykkjusýki, skipting eftir kynferði. % Sjúkdómur Veit ekki Sjálfskaparviti + + + + + + X2= 10,47d.f.= 4 p<0,05. Mynd 4. Viðhorf til drykkjusýki, skipting eftir áfengisneyslu og bindindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.