Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 163 leitað meðferðar inni á stofnun einhvern tíma á ævinni. Mynd 7 sýnir mismunandi viðhorf til drykkjusýki meðal þeirra, sem hafa verið í meðferð og hinna, sem ekki hafa verið í meðferð. Það vekur athygli, að meðal svarendanna voru fæstir sem svöruðu: veit ekki, í hópi þeirra, sem höfðu meðferðarreynslu. Þeir, sem hafa verið í meðferð, eru af eðlilegum ástæðum líklegri en aðrir til að hafa velt fyrir sér mögulegum skýringum á drykkjuvandamálum sínum. Sumum þeirra hefur verið sagt meðan á meðferð stóð, að drykkjusýki væri sjúkdómur, a.m.k. þeim sem hafa verið i meðferð hjá SÁÁ og þeim sem sótt hafa fundi hjá AA-samtökunum. Meirihluti þeirra, sem hafa verið í meðferð eru þeir einu, sem velja tvo fyrstu möguleikana frekar en þá tvo síðustu í spurningunni. Engu að síður er það eftirtektarvert, að nærri 15% þeirra, sem hafa verið í meðferð álíta drykkjusýki ekki sjúkdóm. Þessir einstaklingar virðast ekki hafa orðið fyrir áhrifum af þeirri fræðslu, sem felur í sér viðurkenningu á sjúkdómslíkani drykkjusýkinnar og félagsmótun að hlutverki hins óvirka alkóhólista. UMRÆÐA Meiri hluti almennings virðist ekki skilyrðislaust samþykkja þá staðhæfingu, að drykkjusýki sé sjúkdómur. Það er munur á því hversu eindregnir menn eru í afstöðu sinni til drykkjusýki eftir lýðfræðilegum breytum, reynslu af drykkjuvandamálum og meðferð. Þeir sem hafa þá skoðun að drykkjusýki sé ekki sjúkdómur voru tiltölulega eldra fólk, fólk með minni menntun og bindindismenn. Einnig voru fleiri karlar en konur á þessari skoðun. Meðal þeirra, sem aðhyllast frekar hin nýrri viðhorf að drykkjusýki sé sjúkdómur, eru fleiri konur, fólk með áfengisvandamál og reynslu af meðferð. Afstöðu kvenna má skoða í ljósi þess, að þær eru oftar fórnarlömb áfengisvandamálanna en að þær valdi þeim. Það er vitað af rannsóknum á konum, sem orðið hafa fyrir líkamlegu ofbeldi eiginmanna eða sambýlismanna, að þær skýra oft misþyrmingarnar með því að árásarmaðurinn sé sjúkur. Með þessu sætta þær sig auðveldlegar við hlutverk fórnarlambsins (5). Þar sem 3,6% fullorðinna íslendinga hafa verið í meðferð á stofnunum vegna drykkjusýki má búast við því, að þeir hafi miðlað þeirri fræðslu sem þeir fengu meðan á meðferðinni stóð til fjölskyldu sinnar. Þannig hefur hluti þjóðarinnar kynnst sjúkdómslíkaninu af umræðum við sína nánustu. SÁÁ virðist ekki hafa tekist að breyta hefðbundinni skoðun á drykkjusýki og fá alla til að líta á drykkjusýki sem sjúkdóm. Þó að þetta hafi ekki tekist, virðist fólk vera sammála um það að meðhöndla beri drykkjusýki. Meðferð virðist vera talin þýðingarmikið átak, sem verði að gera, þegar einstaklingar eiga við áfengisvandamál að stríða. Þrátt fyrir þá staðreynd að sumir hafi sinar efasemdir um þær ástæður sem orsaka áfengisvandamál, og 28% álíta, að drykkjusýki sé alls ekki sjúkdómur. Breytt hlutverk frá drykkjumanni til óvirks alkóhólista hefur haft áhrif á sjálfsímynd misnotandans. Jákvæðara viðhorf almennings til sjúkdómslíkansins virðist gera einstaklingum auðveldara að leita sér meðferðar. Þegar niðurstöður þessarar könnunar eru bornar saman við niðurstöður úr bandarískri könnun, sem gerð var árið 1975, virðist mismunurinn aðallega liggja í fjölda þeirra sem svara: veit ekki. Fimmti hver íslendingur er í vafa um hverju hann á að svara og svarar því ekki spurningunni en aðeins 7% svarenda í bandarísku könnuninni. Fleiri Bandaríkjamenn, 17% á móti 9% íslendinga samþykkja þá fullyrðingu, að drykkjusýki sé sjúkdómur, sem fólk ráði engu eða mjög litlu um hvort það fær eða ekki. Á hinn bóginn telja jafnmargir meðal beggja þjóðanna, að drykkjusýki sé ekki raunverulegur sjúkdómur (1). Hlutfall þeirra sem hafa farið í meðferð vegna drykkjusýki er þó heldur hærra á íslandi en í Bandaríkjunum (6). Þó að almenningur hafi kynnst hugmyndafræðinni, sem liggur að baki sjúkdómslíkaninu og meðferð hafi verið almennt viðurkennd, hefur það ekki orðið til þess að breyta hefðbundnum viðhorfum til drykkjusýki. Meðferð inni á stofnun á ef til vill fylgi að fagna vegna þess að hún er hagkvæm aðferð til að fjarlægja drykkjumanninn úr umhverfi sínu. Það getur verið léttir fyrir fjölskyldu og vini að losna við erfiða drykkjumenn en fólk þarf ekki endilega að lita á þá sem sjúklinga. Það gerir framkvæmdina hins vegar viðunandi í augum þess sem í hlut á, ef hann er að leita sér lækninga við sjúkdómi. Fólk, sem sjálft hefur verið í meðferð lítur oftast á drykkjusýki sem sjúkdóm, en aðrir hafa yfirleitt þá hefðbundnu skoðun að drykkjusýki sé sjálfskaparvíti eða sjúkdómur, sem fólk geti stjórnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.