Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 28
138 LÆKNABLAÐIÐ vegna hafa sumir talið að fleiri fengjust til að svara og gæfu betri upplýsingar, ef spurningum um áfengi væri blandað innan um aðrar spurningar. Aðrir hafa ekki talið þetta skipta neinu og jafnvel ósiðlegt að reyna að fela tilgang rannsóknar (4). Af hagkvæmisástæðum reyndum við á sínum tíma að fá samvinnu við aðra stóra heilsufarskönnun, en tókst ekki. Hvort tveggja var, að sá spurningalisti var þegar mjög stór og að aðstandendur þeirrar könnunar töldu spurningar um áfengisneyslu fráhrindandi fyrir væntanlega þátttakendur. Því var gengið beint til verks með bréflegri könnun á áfengisneysluvenjum 1972 til 1974. Svarhlutfallið reyndist um 80% (5), sem telja verður mjög gott. Með því að bera saman aldurs- og kyndreifingu þeirra sem svöruðu og ekki svöruðu, var hægt að gera ráð fyrir að svörin gæfu góða mynd af áfengisneysluvenjum þess hóps, sem rannsóknin tók til. Þó kom í ljós við eftirgrennslan, að hlutfallslega fleiri höfðu leitað meðferðar í hópnum sem ekki svaraði og einnig hafði lögreglan haft afskipti af fleirum í þeim hópi vegna ölvunar á almannafæri (6). Þá er og augljóst að þeir, sem eru sjúkir og hamlaðir á annan hátt, hljóta að vera fleiri í hópnum sem ekki svarar. Þannig verða allar tölur um misnotkun eða sjúkleika, sem fást fram með rannsóknum af þessu tagi, lágmarkstölur. Á árinu 1979 var á ný framkvæmd rannsókn meðal hópsins sem svaraði 1974 og nú svöruðu tæp 79% þeirra, sem fengu spurningalista senda eftir ítrekanir, bæði bréflegar og í gegnum síma (7). Búast hefði mátt við enn hærra svarhlutfalli af því að hér var um að ræða fólk, sem áður hafði verið fúst til þátttöku. Ekki náðist til 6% og 7,5% neituðu að svara aftur. Um svipað leyti var framkvæmd önnur könnun á áfengisneysluvenjum hér á landi sem var hluti af norrænni könnun á áfengisneysluvenjum (8). Hún var framkvæmd með nokkud öðrum hætti og ætlað að tryggja svarendum enn meiri nafnleynd en fólst í drengskaparloforði þeirra, sem stóðu að fyrrnefndu rannsóknunum. Þetta hafði það í för með sér, að ekki var hægt að ítreka beiðnir um svör sérstaklega til þeirra sem ekki svöruðu, heldur þurfti að senda öllum hópnum ítrekunarbréf. Með þessari aðferð fengust ekki svör nema frá 63% hópsins. Loks var, eins og áður segir, framkvæmd enn ein könnun hjá öllum sem voru í upphaflega úrtakinu 1984 og bætt við hlutfallslega jafn mörgum nýjum í hópinn sem var á aldrinum milli tvítugs og þrítugs (9). Þrátt fyrir að reynt væri að beita sömu aðferðum og 1974 til að fá fólk til að svara, varð svarhlutfallið miklum mun lægra en áður. Meðal hugsanlegra skýringa á því, hversu lágt svarhlutfallið var 1984, er almenn tregða fólks til að taka þátt í spurningalistakönnunum og aukin varkárni fólks gagnvart ýmis konar hnýsni rannsóknarmanna og hugsanlega skortur á trausti til þeirra. Rannsóknin 1972 til 1974 var með fyrstu meiri háttar rannsóknum hér á landi þar sem sendir voru spurningalistar í pósti til tilviljunarúrtaks fólks í þjóðskrá. Síðan hafa verið framkvæmdar mjög margar kannanir á vegum ýmissa aðila á hinum ólíkustu efnum þar sem jafnvel kennarar í framhaldsskólum hafa fengið nemendum sínum verkefni sem fólgin voru í því að leita eftir upplýsingum hjá fólki. Á síðustu árum hafa ýmsir tekið upp símakannanir, sem eru fljótvirkari en beinar viðtalskannanir og bréflegar kannanir. Beinar viðtalskannanir eru mjög kostnaðarsamar, en símakannanir hins vegar ópersónulegar og veita fólki ekki svigrúm til umhugsunar og henta illa fyrir langa spurningalista. Þær henta best til að fá svör við spurningum, sem eru hnitmiðaðar og hægt að svara með já eða nei eða einu orði, án umhugsunar. I nýlegri rannsókn (10) á mismunandi aðferðum við heilsufarskannanir kom í Ijós, að aðalmunurinn var að innra brottfall í bréflegri könnun var meira en í símakönnun og persónulegu viðtali en kostnaður við tvær síðari aðferðirnar var mun meiri. í annarri aðferðafræðilegri athugun kom í ljós, að spurningum um viðkvæm atriði var frekar svarað í pósti en í síma eða persónulegu viðtali (11). Til þess að fá hugmynd um áreiðanleika þeirra niðurstaðna, sem fengust með póstkönnuninni 1984, voru settar nokkrar spurningar um áfengisneyslu í spurningavagn Hagvangs í júní til júlí 1985 og er ætlunin að gera nokkra grein fyrir þeirri athugun hér og bera saman við póstkannanirnar. Við athugun á því hvort dreifing svara við spurningum um tegundir, magn og tíðni áfengisneyslu sé eins í könnununum er notað chi-kvaðrat próf. í sumum dreifingunum eru einnig reiknuð samtíma vikmörk eftir Bonferoni ójöfnu (12). Samtíma vikmörk (simultaneous confidence limits) eru vikmörk á margvíðri færibreytu (parameter (al, a2, a3,...). Þau taka tillit til þess að hlutfallið í hverjum hóp er metið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.