Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 46
156 LÆKNABLAÐIÐ Gögn þau, sem hér eru lögð til grundvallar, eru tölur um fjölda ökutækja í landinu, umferðarslys, sem skráð hafa verið hjá lögreglunni, tölur um fjölda þeirra sem teknir hafa verið grunaðir um ölvunarakstur, og heildaráfengisneysla i landinu samkvæmt skýrslum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Haldbærar tölur um þessi atriði eru til síðan 1966, nema fyrir ölvunarakstur frá 1968, og koma þær fram í töflu II. Skoðuð er samhliða þróun þessara þátta og gerðir einfaldir fylgnireikningar með aðferð Pearsons (product-moment correlation coefficient). NIÐURSTÖÐUR Jöfn aukning er á bílafjölda landsmanna allt tímabilið. Á fyrri hluta tímabilsins fer umferðarslysum sömuleiðis fjölgandi miðað við fólksfjölda, en frá 1974 hafa litlar breytingar orðið og þeim reyndar fækkað ef tekið væri mið af fjölda bila. Hér er átt við öll umferðarslys, með eða án meiðsla, eins og þau eru skráð hjá lögreglunni. Tölur lögreglunnar um umferðarslys með meiðslum sýna aukningu fram til 1974, en árið 1975 verða breytingar á skráningu hjá lögreglunni, þannig að alþjóðlegar skráningarreglur eru teknar upp, sem minnka þessar tölur verulega. Þó má sjá að frá 1975 stendur hlutfallsleg tíðni umferðarslysa með meiðslum nokkurn veginn í stað. Tölur yfir dauðaslys eru hins vegar svo lágar, að þær verða sveiflukenndari og óáreiðanlegri til viðmiðunar. Af þessum sökum er hér á eftir eingöngu tekið mið af heildarfjölda umferðarslysa. Heildaráfengisneysla fer sömuleiðis vaxandi á fyrri hluta tímabilsins, en hefur lítið breyst eftir 1974. Þá verður mikil aukning í neyslu léttra vína, en minnkun í neyslu sterks áfengis. Kærum vegna ölvunaraksturs fer fjölgandi frá 1968 til 1975, en eftir það standa þær nokkurn veginn í stað. í stórum dráttum er ljóst að umferðarslys haldast í hendur við áfengisneyslu og ölvunarakstur í mun meira mæli en við aukningu umferðarinnar. Þetta má sjá skýrar ef við setjum þessi línurit upp á sambærilega kvarða. í mynd 1 má sjá þróun heildarneyslu áfengis samhliða umferðarslysum, í mynd 2 umferðarslys borin saman við neyslu sterks áfengis eingöngu, og í mynd 3 kemur fram samanburður á umferðarslysum og ölvunarakstri. Nákvæmar má sjá tengslin á milli þessara þátta með fylgnireikningi, sem sýndur er í töflu III. Þar kemur fram, að tíðni umferðarslysa tengist mest neyslu sterkra drykkja, en minna bæði heildarneyslu áfengis og ölvunarakstri, sem aftur hafa sterkust tengsl sín á milli, og minnst neyslu léttra vína. Lítil, og reyndar ómarktæk fylgni er á milli fjölgunar bíla og umferðarslysa. ÁLYKTANIR OG UMRÆÐA Niðurstöðurnar benda til eftirfarandi ályktana: Aukningin í umferðinni eða bílaflotanum hefur ekki haft i för með sér hlutfallslega fjölgun Tafla II. Þróun heildarneyslu áfengis, fjölda ökutækja, umferðarslysa og ölvunaraksturs 1966-1980. Áfengisncysla*) IJmferAarslys') Ár heild sterk veikt ökutækib) öll m/meiðsl. m/dauða ölvunarakstur0) 1966 2.32 2.08 0.24 2010 2606 286 9.1 1967 2.38 2.13 0.25 2121 2528 217 10.0 1968 2.11 1.86 0.25 2171 2384 243 3.0 784 1969 2.17 1.92 0.25 2156 2400 279 5.4 785 1970 2.50 2.24 0.26 2312 2781 338 8.3 1003 1971 2.70 2.41 0.29 2523 3132 373 8.2 1172 1972 2.81 2.49 0.32 2726 3358 416 10.4 1261 1973 2.88 2.54 0.34 2976 3428 440 11.2 1461 1974 3.04 2.65 0.39 3314 3303 464 9.2 1533 1975 2.88 2.40 0.48 3283 3164 218d) 13.7 1551 1976 2.88 2.31 0.57 3344 2955 191 8.2 1442 1977 3.08 2.46 0.62 3528 2852 180 14.8 1432 1978 2.96 2.30 0.66 3773 3095 214 11-1 1528 1979 3.24 2.35 0.89 3995 3132 185 10.1 1588 1980 3.16 2.25 0.91 4199 3144 217 10.5 1551 Skýringar við löflu: a) litrar hreint alkóhól á íbúa; b) pr. 10.000 íbúa; c) pr. 100.000 íbúa; d) breyting á skráningarreglum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.