Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 123 minni en heildarneyslan vegna þess, að nokkuð er flutt inn af áfengi tollfrjálst, nokkuð smyglað og eitthvað er heimagert. Ef tillit er tekið til þessa, er heildarneysla nokkru meiri en sú sem kemur fram í opinberum skýrslum (4, 12, 13). Eftir að ný áfengislög gengu í gildi 1935 var ákveðið að útsölustaðir áfengiseinkasölu ríkisins skyldu vera 7 og eitt veitingahús skyldi hafa vínveitingaleyfi. Lengi voru útsölustaðirnir þó ekki nema 6. Var svo þangað til útsölustöðum var fjölgað í Reykjavík og opnuð útsala í Keflavík. Á árinu 1980 voru því ekki nema 9 útsölustaðir, en 1985 hafði þeim fjölgað í 12. Önnur veigamikil breyting hefur orðið á áfengissölunni á síðustu árum sem hefur e.t.v. haft áhrif á hvaða tegunda er neytt og ýtir undir meiri neyslu fleira fólks. Árið 1950 hafði aðeins eitt veitingahús vínveitingaleyfi. Áfengislögunum var breytt 1954 og aftur 1969. Með þeim breytingum var gefinn möguleiki á fjölgun vínveitingahúsa svo að 1975 höfðu 26 veitingahús fengið slíkt leyfi og 13% af skráðri áfengissölu var til þeirra; 1980 var fjöldi vínveitingahúsanna orðinn 37, en söluhlutfall þeirra svipað. En 1986 höfðu 119 veitingahús fengið vínveitingaleyfi og tæplega 21% af áfengissölunni var til þeirra. Á undanförnum 25 árum hefur heildaráfengisneysla og kaupmáttur launa verkamanna fylgst að þar til 1983 (mynd 2). Þá féll kaupmátturinn (1, 14) án þess að áfengisneyslan minnkaði eins og búast hefði mátt við. Skýringarinnar er ekki að leita í þvi að verð á áfengi hafi lækkað á þessum árum. Hins vegar fjölgaði útsölustöðum og sérstaklega vínveitingahúsum eftir 1980 og er því hugsanlegt að auðveldari aðgangur að áfengiskaupum en áður hafi haldið uppi heildarneyslunni. Á síðustu 50 árum hefur fjöldi vinnustunda verkamanns sem þurfti til að kaupa eina flösku af brennivíni sveiflast frá 5 upp í 7,5. Þrátt fyrir að það þyrfti 40% fleiri vinnustundir til að kaupa eina flösku 1985 en 1936, hélst heildarneyslan þrisvar sinnum hærri, svipuð og hún hafði gert undanfarin 12 ár. Breytingar 1974-1985. Þó að áfengisneysla á íslandi sé sú lægsta sem um getur í Evrópu, er neyslan á íslandi sérkennileg fyrir það, að meiri hluti þess áfengis sem þar er selt er sterkt áfengi, eins og fram kemur á mynd 3. Þar sést, að á íslandi er drukkið mun meira sterkt áfengi en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, en ívið minna en í Finnlandi og Færeyjum. Það sem mest sker í augu er þó bjórneyslan á hinum Norðurlöndunum sem veldur því að heildarneyslan í Finnlandi, Færeyjum og Svíþjóð er mun meiri og í Danmörku og Grænlandi miklu meiri en hér. Bjórneysla er mjög lítil á íslandi enda bjór ekki fáanlegur löglega nema i gegnum fríhöfn. Samkvæmt upplýsingum Fríhafnarinnar í Keflavík nam sala bjórs þar sem svarar 0,12 lítrum af hreinum vínanda á hvern íslending 15 ára og eldri á árinu 1984 og 0,16 lítrum árið 1985 (13). Heildarneyslan hér er svipuð og neyslan á léttum vínum og sterku áfengi á hinum Norðurlöndunum nema í Noregi. Á mynd 4 sést að skráð heildarsala áfengis á íslandi hefur breyst tiltölulega lítið síðan 1974. Hún hefur sveiflast frá 4 lítrum upp í 4,5 lítra á mann 15 ára og eldri á árinu 1984 og rúmlega hálfum lítra betur ef sala í fríhöfn er talin með. Sú breyting hefur hins vegar orðið á, að hlutur léttra vína i heildarsölunni hefur aukist verulega á kostnað sterks áfengis. Sérstaklega kemur þetta fram á árunum 1979-1983, en á þeim tíma var Kaupmáttur greidds Áfengisneysla á íbúa timakaups verkamanna isáraogeldri Mynd 2. Kaupmáttur verkamannslauna og áfengisneysla 1961-1986. Lítrar af hreinum vínanda á íbúa 15 ára og eldri Land Mynd 3. Áfengisneysla á Norðurlöndum 1985. Meðalársneysia mæld í lítrum hreins vínanda á mann 15 ára og eldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.